Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 58

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 58
til íslandshestablaða víðsvegar um heiminn, auk þess sem fyrir- spurnum erlendra fjölmiðla var svarað. Einnig aðstoðaði undirrituð embættið við þýðingar og gerð fréttatilkynninga og tók þátt í smittilraun á vegum embættisins. 10.3 Sóttvarnir í framtíðinni. Hvaða lærdóm drögum við af þessu öllu saman? Ljóst er að taka verður á sóttvamarmálum af mikilli festu í framtíðinni. Vissulega er mér ljóst að það verður sífellt erfiðara að vemda íslenska hestinn með aukinni umferð erlendra hestamanna hingað til lands sem og aukinni ásókn Islendinga til vinnu er tengist hestum erlendis. Hugsan- lega hefur þessi veira haft þau áhrif að ónæmiskerfi íslenska hestsins Folald fœr sér sopa við Foss á Síðu. hefur verið vakið upp og verður nú sterkara en fyrr, þó skal ekkert fullyrt þar um, enda best að láta vísindamennina um sín störf. I raun vomm við heppinn, því að þessi sjúkdómur reyndist ekki mjög hættulegur miðað við marga þá sjúkdóma sem þekkjast í hrossum erlendis. Nauðsynlegt er að semja nú þegar aðgerðaáætlun um hvem- ig bregðast skuli við slíkum sjúk- dómum og setja þarf kraft í kynningu til að koma í veg fyrir innflutning notaðra reiðtygja og reiðfatnaðar. Félag hrossabænda þarf að þrýsta á um að slík vinna fari í gang sem fyrst svo að koma megi í veg fyrir að annað eins ástand skapist eins og verið hefúr á þessu ári. Þrátt fyrir allt ættum við að hafa lært af þessu ástandi. Ég vil minna menn á að fara varlega þegar þeir ferðast erlendis og em í einhverjum tengslum við hross eða annað búfé, einnig hvet ég ykkur til að brýna fyrir erlendum samstarfsaðilum ykkar að virða þær reglur sem í gildi era. XI. Örmerkingar 11.1 Örmerkinganámskeið ofl. Bændasamtökin hafa nú umsjón með örmerkingum og þurfa allir sem vilja örmerkja að ljúka námskeiði á vegum BI. Alls hafa um 100 manns útskrifast af slíkum námskeiðum sl. vor og sumar og til stendur að halda fleiri. Auk þess hafa rúmlega 30 dýralæknar tengst skráningarkerfi BÍ. Námskeiðin em öllum opin og sér Ólafur Dýrmundsson hjá BÍ, um skráningu á námskeiðin og heldur jafnframt utan um lista yfir þá sem hafa réttindi til að merkja. Rétt er að benda á að dýralæknar þurfa líka að sækja um leyfi í gegnum BÍ eigi þeir að tengjast skráningu í Feng. Best er að spyrja dýralækna hvort þeir hafi leyfi BÍ og sjá hvort þeir eru með eyðublöð frá BÍ til útfyllingar. Öðm vísi er ekki hægt að ábyrgjast að hrossið verði skráð í Feng að örmerkingu lokinni. 11.2 Tilboð til félaga á merkjum og tækjum. Þar sem Pharmaco hefur ein- göngu viljað afgreiða sín merki til dýralækna var ekki hægt að leita til þeirra eftir tilboðum í merki. Þeir bjóða hins vegar aflestrartæki til sölu og lesa tæki þeirra bæði kerfin. Bræðumir Ormsson gerðu félag- inu tilboð í bæði örmerki og aflestrartæki og vom þau kynnt deildarformönnum i júní sl. Félags- mönnum er bent á að hafa samband við deildarformenn, vilji þeir fá upplýsingar um tilboðið. Best er fyrir deildimar að panta nokkurt magn í einu, bæði af merkjum og tækjum. 54- FREYR 1/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.