Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 13
og hafa gert smávegis athuganir á
vexti folalda sem undir þessum
hryssum ganga. Úr þessari einu
athugun, sem gerð hefur verið,
kom í ljós að folöldin voru aðeins
þyngri undan þeim hryssum sem
blóð var tekið úr en hinum. Það
má því segja að þetta skipti engu
máli fyrir þrif folaldanna og
hryssnanna.
Hvert er umfang blóðsöfnunar-
innar orðið?
Ég held að það sé verið að taka
blóð úr þetta 6-700 hryssum á ári,
hér í Rangárvallasýslu og Vestur-
Húnavatnssýslu í fyrsta sinn í ár.
Isteka vinnur sjálft hormónana úr
blóðinu og selur afurðina til erlends
lyijafyrirtækis, en hér er um
frjósemishormóna að ræða.
Hafa komið upp hugmyndir um
að setja flokkunarreglur um útflutt
hross?
Já, þær hafa nokkrum sinnum
komið upp i fagráði, nú síðast á
þessu ári. Menn hafa þó alltaf
strandað á þessu, fyrst og fremst út
af kostnaði. Þetta þýddi það að
menn yrðu að fara um og taka
hrossin út. Auk þess vitum við
það að hrossin eru afar fljót að
breytast, þau geta verið i góðri
þjálfun þegar þau eru tekin út eða
öfugt en mánuði síðar eru þau ekki
í þjálfun eða komin í góða þjálfun
þannig að allar forsendur eru
breyttar. Menn hafa því guggnað á
þessu hingað til.
Verð á útflutningshrossum?
Verð á meðalhrossi til útflutnings
er um 150-200 þúsund krónur og
hefur lítið hækkað á síðustu árum
og það eru menn ekki ánægðir með.
Síðan er þetta vandmál að
opinbert verð og raunverulegt verð
er ekki hið sama. Ástæða þess
liggur ekki hjá bændum, heldur því
að það eru verulegir tollar á innflutt
hross til ESB. í Þýskalandi er t.d.
18% innflutningstollur sem kemur
ofan á verð og flutningsgjald, þá
kemur virðisaukaskatturinn þar
ofan á og hann er þar 24%. Þetta
veldur því að erlendu kaupendumir
gera þá kröfu á okkur að uppgefíð
verð sé lægra en raunverulegt verð.
Svo er hitt, sem er alþjóðlegt
fyrirbæri, að peningar sem fólk er
að nota í ffístundaáhugamál em því
miður oft "gráir". Það hefur oft
reynst mér erfitt að hlutimir skuli
vera með þessum hætti þegar ég hef
verið að vinna fyrir Félag hrossa-
bænda.
Innanlandsverð á hrossum?
Það helst mjög í hendur við
útflutningsverðið og sú litla verð-
hækkun sem orðið hefur að undan-
förnu hefur að einhverju leyti
stjórnast af því að framboð á
hestum hefur verið mikið.
Síðan kemur himinhátt verð á
kynbótahrossum.
Já, þar ræður líka framboð og
eftirspum. Þar gilda þó þær reglur
að úrvalskynbótahross, með mjög
háa dóma og hátt í BLUP-inu,
skulu boðin til kaups innanlands
fyrst á því verði sem samið hefur
verið um við erlendan kaupanda.
Stofnvemdarsjóði var komið á fót
til að geta veitt lán og styrki til
þeirra sem vilja kaupa þessas
hesta. Það em eingöngu félög sem
geta fengið fyrirgreiðslu Stofn-
vemdarsjóðs. Afar fágætt er að
sjóðurinn hafi stutt það að koma í
veg fyrir að kynbótahestur hafi
verið seldur úr landi. Ef ég man
rétt em það ekki nema tvö tilfelli
frá árinu 1970.
A hvaða verði hafa þessir
úrvalskynbótahestar verið seldir?
Ég hef engar staðfestar
upphæðir um það en hef heyrt allt
upp í 10 millj. kr. Nokkrar
milljónir kr. er hins vegar algengt
fyrir úrvals stóðhest. Þetta em
hins vegar fá hross á hverjum tíma
eða e.t.v. 20-30. Hins vegar er
alveg ljóst að úrvals kynbóta-
hrossum hefur fjölgað mjög. Fyrir
um 20 ámm vom þessi hross örfá,
en síðan hefur fjölgað á toppnum
og þá má reikna með að það mun
líka hafa áhrif á verðið til
lækkunar í framtíðinni.
Tamningar á hrossum?
Það er alveg ljóst að fjöldi
manna hefur atvinnu af tamn-
ingum og þeim á enn eftir að
fjölga. Að mínu mati þurfum við
að leggja aukna áherslu á að hross
sem við emm að bjóða til kaups
séu betur tamin en nú gerist. Það
eru of mörg illa tamin hross boðin
til sölu. Ég vil nefna það hér að
mér fínnst afar ánægjulegt það
sem gert hefur verið á Hólum í
Hjaltadal þar sem verið er að
kenna fólki að temja hross til að
gera þau að alvöru markaðsvöru.
Yfirleitt þessi uppbygging hrossa-
ræktarinnar á Hólum hefur tekist
afar vel.
Hrossaræktin í heild skapar
heilmikla atvinnu.
Já, það er ótrúlegur ijöldi fólks
sem hefur atvinnu af ýmsu sem
tengist hrossaræktinni. Þar má
nefna hestaleigumar sem bjóða
bæði upp á stuttar og langar ferðir,
tamningar, reiðtygjaframleiðslu,
heysölu og margt fleira. Atvinnu-
og verðmætasköpun í hrossarækt
og í tengslum við hana er mjög
mikil.
M.E.
Ath. Viðtal þetta er tekið áður
en Bergur Pálsson lét af störfum
sem formaður Félags hrossa-
bænda.
FREYR 1/99-9