Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1999, Qupperneq 27

Freyr - 01.01.1999, Qupperneq 27
sex til að sigra á innanfélags- mótum. 150 metra skeið Gífurlegur áhugi var á 150 metra skeiði í sumar og náðust frábærir tímar. Þrír hestar fóru undir gildandi íslandsmeti, 13,8 sekúndum, sem Leistur frá Keldudal setti á Faxa- borg 1986 en knapi var þá Aðal- steinn Aðalsteinsson. Að minnsta kosti þrjátíu hestar runnu sprettinn á skemmri tíma en 15 sekúndum. Neisti ffá Miðdal fékk besta tíma sumarsins á kappreiðum Fáks 29. ágúst en hann fór á 13,47 sekúndum. Gráblesa frá Efstadal fór á 13,72 sekúndum og Sóti frá Geirlandi á 13,74 sekúndum á metamóti And- vara. Margir hestar náðu góðum tímum á kappreiðum Fáks, sem voru sex talsins, en metamót Andvara og Mumeyrarmótið gáfu einnig góða tíma. Lúta frá Ytra-Dalsgerði vann stærstu sigrana en hún sigraði á landsmótinu og íslandsmótinu. Það má búast við að sterk vekringasveit skipi íslenska landsliðið að sumri komandi í Þýskalandi. 250 metra skeið Sextán vekringar náðu skemmri tíma en 23,0 sekúndum á skeið- mótum sumarsins. Bendill frá Sauðafelli náði besta tímanum, 21,9 sekúndum í sigur- spretti á íslandsmótinu en hann og Glaður ffá Sigríðarstöðum eiga sjö bestu tímana. Hinrik Ragnarsson sat Bendil og sýndi ungu knöpunum hvernig hestar em skeiðlagðir, en margir ungir knapar komu ffam á sjónar- sviðið og eiga effir að láta að sér kveða í framtíðinni. Mörg hross náðu góðum tímum á metamóti Andvara, en kapp- reiðar Fáks 29. ágúst og Murn- eyrarkappreiðar voru einnig gjöfular á góða tima. Stökkkappreiðar Aðal stökkgreinar sumarsins voru 300, 350 og 800 metra stökk. Brokk hefur nánast lagst af, en þó renndu knapar nokkmm hestum í 300 og 800 metra brokki. ...Hinn viðburðarríki spretturinn var farinn á Metamóti Andvara. Þar fóru Gráblesa og Logi Laxdal á besta tímanum, 13,72 sek., en með á mynd eru Neisti frá Miðey og Sigurbjörn Bárðarson og Ölver frá Stokkseyri og Sigurður V. Mathíasson. Lúta frá Ytra-Dalsgerði og Þórður Þorgeirsson sigruðu í mörgum kappreiðum sumarsins, þar á meðal bœði á landsmóti og íslandsmóti. Hér er góður sprettur á Islandsmótinu í hestaíþróttum. FREYR 1/99 - 23

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.