Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1999, Síða 14

Freyr - 01.01.1999, Síða 14
Inn í nýja öld með íslandsfeng Núverandi ferli í skýrsluhaldi hrossaræktarinnar Fyrsta skrefið í skýrsluhaldinu er grunnskráning hrossa. Á árunum 1990 til 1991/1992 var ráðist í viðamikið átak á þeim vettvangi með það að augnamiði að leggja traustan grunn að tölvuskýrsluhaldi í hrossarækt sem varð að veruleika við tilkomu gagnavörslukerfisins Fengs 1991. Á fáeinum árum óx gagnabanki Fengs hröðum skref- um. í júní 1991 voru þar um 10 þúsund hross, í janúar 1992 um 21 þúsund, í janúar 1994 um 50 þúsund, í janúar 1995 um 63 þús- und og í janúar 1998 (27. janúar) voru skráð í Feng 99.425 hross; 23.78 kynbótadómar, 66.198 fangfærslur og 9787 eigendur. Nú í byrjun árs 1999 (11. jan.) eru skráð í Feng 108.813 hross; 25.382 kyn- bótadómar, 78.155 fangfærslur og 10.471 eigandi. Til fróðleiks má geta þess að á árinu 1986 þegar í fyrsta sinn var reiknað út kynbóta- mat fýrir undaneldishross á vegum Búnaðarfélags íslands voru til í tölvu rétt um 6 þúsund kynbóta- dómar, á árunum 1987 til og með 1997 voru uppkveðnir 14.972 dómar og á árunum eftir 1990 (mest 1994) voru skráðir í tölvu hátt í 3 þúsund dómar frá fyrri tíð. Ekkert er þó enn tölvuskráð af dómum frá árunum fyrir 1961. Annað skrefíð í núverandi skýrsluhaldi er færsla fang- og folaldaskýrslna en skýrslumar era sendar hálfútfylltar til þátttakenda sem ljúka útfyllingunni. Hjá virkum þátttakendum í skýrslu- eftir Kristin Hugason hrossaræktar- ráðunaut BÍ haldinu fer nær öll viðbótar skrán- ing í gagnabankann fram í gegnum skráningu fang- og folaldaskýrslna. Nú era skráð um 3.500 folöld á ári en fangfærslur eru fleiri (geldar hryssur o.fl.). Þriðja skrefið er viðhald upp- lýsinga, þ.e. leiðréttingar á útprent- un og færsla eignaskiptavottorða. Fjórða skrefíð era kynbótadómar sem viðamikilli skráningu og úrvinnslu en um það verður ekki fjallað frekar hér. Fimmta skrefið er einstaklings- auðkenning, þ.e. frostmerking og örmerking. Við einstaklingsauð- kenninguna era ýmist færð frost- merkingarvottorð eða fyllt út eyðu- blað í örmerkingarbók. Athugið þó að í núverandi ferli er það full- komlega í valdi hvers og eins þátttakanda í skýrsluhaldi hvort hann frost- eða örmerkir gripi sína! Rétt eins og það er í hans valdi hvort hann fær kynbótadóm á hross sín eður ei. Sértækt ferli vegna útflutnings Felst í skráningu útflutningshrossa á sérstök eyðublöð, útgáfu upprana- vottorða og útgáfu fyljunarvottorða. Nýir tímar krefjast enn nýrra vinnubragða Skýrsluhaldið þarf nú að færast frá magnskýrsluhaldi yfir i nýtt form sem kalla má gæðaskýrslu- hald. Með gæðaskýrsluhaldi er átt við ferli þar sem upplýsinga- söfnunin á sér stað í skipulegri röð og upplýsingarnar eru sann- reyndar með kerfisbundnum samanburði. Skýrsluhald í hrossarækt, nýtt ferli tryggir áreiðanleika gagnasafnsins Fyrsta skrefið er færsla á stóð- hestaskýrslu sem er ný skýrsla. Á skýrslunni kemur fram númer, nafn og uppruni stóðhestsins, notkunarstaður, notkunartímabil og hver umsjónarmaður stóð- hestsins er, þ.e. sá aðili sem ábyrgur er fyrir notkun hestins hverju sinni (eigandi, leigutaki eða fulltrúi hrossaræktar- samtaka). Þá eru skráð í skýrsluna fæðingarnúmer, nöfn og uppruni hryssnanna sem hjá hestinum eru tiltekið tímabil. Einnig er hægt að skrá í skýrsluna niðurstöðu ómskoðunar ef hún er fram- kvæmd. Skýrslan er í þríriti, frumrit fer til Bændasamtaka íslands til skráningar, annað afritið verður eftir hjá um- sjónarmanni stóðhestsins en hitt hjá dýralækninum ef ómskoðun er gerð. Skýrslan skal undirrituð af 10- FREYR 1/99

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.