Freyr - 01.07.1999, Side 5
Islensk skógrækt
við aldamót
Viðtal við Jón Loftsson, skógræktarstjóra
Jórt Loftsson, skógrœktarstjórí.
Ahátíðlegum stundum
tala ráðamenn þjóðar-
innar um mikilvægi þess
að leggja rækt við landið og í ár
er þess minnst að 100 ár eru síð-
an menn hófu að stunda skóg-
rækt hér á landi.
Jón Loftsson skógrœktarstjóri,
hefur ekki margt breyst í 100 ára
sögu íslenskrar skógrœktar?
Jú, það hefur gífurlega margt
breyst og það ánægjulegasta, sem
hefur gerst er að skógrækt er orð-
in viðurkennd af landsmönnum
sem alvöru atvinnugrein. Framan
af öldinni höfðu menn alls ekki
trú á að slíkt myndi nokkru sinni
gerast. Það er allt annað að vinna
í þessu umhverfí nú, heldur en
þegar menn voru að berjast við
fordómana, vanþekkinguna og
vonleysið um að þetta væri hægt.
Menn settu sér markmið i
upphaf Hefur þeim verið náð?
Meginmarkmiðið í upphafí var
að ffiða þær síðustu leifar íslensku
birkiskóganna, sem þá voru til, og
ég tel að það hafí tekist vel. Menn
stóðu vel að þessu og lögðu virki-
lega mikla vinnu í að leiðbeina
bændum, sem áttu skóga, um að
nýta þá rétt. Hins vegar kom fátækt
oft í veg fyrir að hægt væri að
vemda skóglendi.
Nú var lengi vel plantað barr-
trjám innan birkiskóganna. Er
það ekki alveg aflagt?
Þetta hefur gjörbreyst. Á þeim
tíma, þegar menn voru að byrja,
voru einu svæðin sem Skógræktin
hafði yfír að ráða einmitt þessir
birkiskógar og þvi varð að byrja
þar. Bændur gátu yfírleitt ekki séð
af einum einasta hektara undir tré,
því að landið var gjömýtt til beit-
ar og menn höfðu ekki trú á trjá-
rækt. Nú hefur orðið grundvallar-
breyting á þessu, því að það er
enginn hörgull á jarðnæði undir
skógrækt.
Hins vegar má ekki gleyma því
að i hinu norðlæga barrskógabelti,
sem við tilheyrum, og erum að
sækja okkur efnivið í, er raunin sú
að skógurinn er blandaður. Þann-
ig, að þó við séum ekki að gróður-
setja í náttúrulegu birkiskógana,
verðum við oft að fara þá leið að
rækta fyrst laufskóg til þess að
búa til skjól, vegna þess að skjól-
ið er nauðsynlegt til að rækta góð
barrtré. Endanlegt markmið á
hverju tímabili er því mismunandi
gerð af skógi og ferlið því eðlileg
framvinda.
Nú hefur Skógrœkt rikisins um-
sjón með mörgum jörðum. Er á
döfinni að selja eitthvað afþeim?
Nei. Við höfum alveg fram að
þessu verið að kaupa jarðir sem
eru annað hvort nálægt öðrum
jörðum Skógræktar ríkisins, eða
hafa sérstakt gildi samkvæmt
skógræktarlögunum, vegna skóg-
arleifa sem á þeim eru.
Nú voru sett lög í vor um
landshlutabundin skógræktar-
FREYR 8/99 - 5