Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1999, Side 6

Freyr - 01.07.1999, Side 6
Skógrcekt á vegum Skógrœktar ríkisins í Haukadal í Biskupstungum. A miðri mynd og til hægri er greniskógur, gróðursettur árið 1949. Þar hefur mœlst einhver mesti vöxtur á sitkagreni hér á landi. (Ljósm. K.H.G.). fjölþættri rannsóknarstarfsemi fyrir alla skógrækt á Islandi og síðan hefur Skógrækt ríkisins umsjón með þjóðskógunum, sem er sú smiðja sem menn hafa til að ganga í til þess að læra af reynsl- unni og til að læra ný vinnu- brögð. Þjóðskógarnir eru háskóli þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í skógrækt. Þeir geta komið í skógana og lært af fagaðilum hvernig standa beri að ýmsum verkþáttum. Ég tel mikilvægt að Skógræktin sjái áfram um þjóð- skógana, því að þar geta menn og eiga að gera aðra hluti en í einka- skógum, t.d. að tryggja aðkomu almennings með ýmsum hætti, stunda rannsóknir og afla reynslu, sem síðan er hægt að miðla af. verkefni og það má gera ráð fyrir að innan fárra ára verði starf- andi slík verkefni í hverjum lands- hluta. 1 lögunum er gert ráð fyrir að skógrækt og „umhirða þess skóglendis sem fyrir er“ verði á hendi verkefnanna Er ekki þar með búið fœra verkefni Skóg- ræktar ríkisins til annarra? Nei, því að þótt Skórækt ríkis- ins eigi skóga, þá er mikið af skóglendi sem þarfnast umhirðu í einkaeign og það verður þá á verksviði landshlutaverkefnanna að sinna því. Nú er það svo að í dag eru í gildi nokkrir lagabálkar sem fjalla um skógrækt og skógvernd og að- komu ríkisins að þessum málum. Ég hefði viljað sjá það gerast á aldarafmæli skógræktar í landinu að við hefðum samræmda heild- stæða löggjöf fyrir þennan mála- flokk, en það náðist því miður ekki í gegn á síðasta þingi. Slík samræming er nauðsynleg. Þar væri þá Ijallað almennt um ný markmið í skógrækt og skóg- vernd, um yfirstjórn skógræktar- mála í landinu, um hlutverk og verkefni Skógræktar ríkisins, landshlutaverkefnanna og al- mennt um framlög ríkisins til skógræktar. Það þarf að búa til nýja umgjörð. Öll gömlu mark- miðin eiga auðvitað við enn í dag, en langstærsti hluti þess lág- lendis, þar sem skógrækt er möguleg, er í eigu annarra en rík- isins og þar sem svo margir eru nú tilbúnir til að taka þátt í skóg- rækt, þurfa leikreglurnar að vera skýrar. En eru á döfinni ný rammalög? Jú, ég mun leggja það til við landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústsson, að frumvarpið sem lá fyrir í haust, með þeim athuga- semdum sem komnar voru við það, verði lagt fram strax á haust- þinginu. Samkvæmt landshlutalögunum virðist gert ráð fyrir að verkefiiin taki smám saman yfir allar styrk- veitingar í skógrækt og að S.r. dragi sig út úr þessum þætti. Hvað stendur eftir af hlutverki stofnunarinnar, miðað við þessar breyttu aðstœður? Gagnvart landshlutaverkefnun- um er hlutverk Skógarþjónustu Skógrækt ríkisins mjög stórt og margþætt. Að öðru leyti sinnir stofnunin Nú eru þjóðskógar um allt land, t.d. á Vöglum, Hallormsstað, Hreðavatni og í Haukadal, og þarna eru starfandi skógarverðir. Eiga þeir þá að sjá um þessa kennslu í skógunum? Varðandi þessa þætti, sem ég nefndi áðan, þ.e. aðferðir sem tengjast nýtingu skóganna, skipu- leggja þeir námskeið eins og t.d. í grisjun og meðferð ýmiss konar tækja, en þeir verða ekki beinir leiðbeinendur gagnvart bændun- um eða öðrum landeigendum um ræktun á þeirra eigin vegum. Þar kemur til kasta Skógarþjónust- unnar. Síðan erum við komnir í samstarf við búnaðarskólana og Garðyrkjuskólann um námskeið fyrir skógarbændur. Það er t.d. vinnuregla hjá Suðurlandsskóg- um að um leið og hver bóndi skrifar undir samning við verkefnið, þá skuldbindur hann sig í ákveðið ferli sem eru nám- skeið í samstarfi við Skógrækt ríkisins. Hvert er megin hlutverk Skóg- arþjónustunnar? Megin hlutverkið er ýmiss kon- ar ráðgjafar-, fræðslu- og eftirlits- þjónusta í skógrækt. Þó hefur íjár- 6 - FREYR 8/99

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.