Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1999, Síða 7

Freyr - 01.07.1999, Síða 7
veitingavaldið aldrei viðurkennt mikilvægi þessa þáttar í skóg- ræktarstarfmu. Við gerum þá menntunarkröfu til ráðunauta Skógarþjónustunnar að þau séu skógfræðingar. Það hefur verið geipilega stórt verkefni hjá þeim að undirbúa landshlutabundnu skógræktarverkefin, sem eru komin af stað eða eru að fara af stað, og það er ljóst að það þarf alveg gríðarlega mikla þjónustu við þessi verkefni á næstunni. Mikill tími hefur farið i svokall- aðar skógræktaráætlanir, sem hver landeigandi fær í hendur. Þar eru tilgreindar þær trjátegundir sem hæfa aðstæðum á jörðinni, hvar eigi að planta og hvar ekki, með tilliti til ýmiss konar vernd- arsjónarmiða. Svona áætlanir er nauðsynlegt að gera af ýmsum faglegum ástæðum. Skógrækt ríkisins þarf hins vegar alls ekki að sinna þessum lið, ekki frekar en plöntuframleiðslu. Hún þarf bara að setja leikreglurnar, segja til um hvað þessar áætlanir eiga að innihalda og annast eftirlit með framkvæmd þeirra. Hverjar eru aðaláherslurnar í rannsóknum sem tengjast skóg- rækt? Rannsóknir á tegundum og kvæmum, sem henta við íslenskar aðstæður, verða áfram megin við- fangsefni rannsóknanna. Vist- fræði skóga, náttúruleg framvinda þeirra, plöntugerðir, áburðargjöf, fræframleiðsla og koltvísýrings- binding eru síðan meðal þeirra nýju verkefna sem við leggjum meiri áherslu á í framtíðinni. Það þarf að tengja betur rann- sóknir og Skógarþjónustuna. Ráðunautamir hafa bestu aðstöð- una til að fylgjast með því hvar skórinn kreppir varðandi rann- sóknir á hinum ýmsu svæðum, þar sem þeir eru á vettvangi. Nú eru nokkrar gróðrarstöðvar á vegum ríkisins. Er gert ráð fyrir því að þeim verði fœkkað eða verða þœr áfram í höndum Skóg- rœktar ríkisins? Þeim hefur fækkað í þrjár og þær hafa nú það hlutverk að fram- leiða plöntur fyrir okkar eigin verkefni og tilraunir, sem verður væntanlega framtíðarhlutverk þeirra. Gróðrarstöðvar Skógrækt- ar ríkisins taka hins vegar ekki þátt í útboðum eða framleiðslu fyrir bændur. Eftirfarandi bókun var samþykkt á stjórnarfundi Landssamtaka skógareigenda: „Fundur stjórnar LSE með skógræktar- ráðunautum, haldinn 29. apríl 1999, telur mikilvægt að stjórnvöld tryggi Skógrækt ríkisins á hverjum tíma nægilegt fjármagn til faglegrar þjónustu við landshlutaverkefnin og aðra skógrækt í landinu. Skógrækt ríkisins hlýtur jafnan að vera undirstaða allrar skógræktar með rann- sóknum og leiðbeiningar- þjónustu. “ í framtíðinni má gera ráð fyrir því að gróðrarstöðvar S.r. fái stórt hlutverk í fræframleiðslu þar sem slík framleiðsla í frægörðum eða gróðurhúsum verður æ mikilvæg- ara verkefni eftir því sem plöntu- þörfin eykst. I upphafí var þetta þannig að ríkið tók að sér að byggja upp þekkingu í plöntuframleiðslu, því að það var lítill almennur áhugi á málefninu og lengi vel var Skóg- rækt ríkisins stærsti skógarplöntu- framleiðandi í landinu. Nú eru ýmsir aðilar í plöntuframleiðslu fyrir almenning og markaðurinn ræður ferðinni. Nú er verið að breyta rekstri margra ríkisfyrirtœkja. Er ekki eðlilegt að selja eða hlutafélaga- vœða Skógrœkt ríkisins? Við getum þar horft til Noregs og Danmerkur. Norsku ríkisskóg- arnir eru hlutafélag með eitt hlutabréf sem ríkið á og er ekki til sölu vegna þess að menn meta það svo að ríkið eigi að hafa for- ræði yfír auðlind eins og þjóð- skógum þar sem langtímamark- mið ráði. Slíkt er mun tryggara gagnvart almenningi, heldur en ef skammtímasjónarmið ráða ferð- inni. Danir byrjuðu hundrað árum á undan okkur á sama grunni og við, með 2% af landinu vaxið skógi. Nú eru 12% landsins skógi vaxin og danska ríkisstjórnin hef- ur sett sér það markmið að tvö- falda það svæði á næstu öld. Þar eru dönsku ríkisskógarnir stærsti aðilinn í skógrækt og Danir eru ekki til viðræðu um að selja þá. Fram að þessu hafa þeir reynt að kaupa allar jarðir sem hafa losn- að. Það er öðruvísi aðkoma danskra borgara að ríkisskógun- um heldur en einkaskógi. Þar er frítt aðgengi og komið til móts við þarfír reiðmanna, hjólreiða- manna, skokkara, veiðimanna og fleiri hópa. Er þetta fyrirmyndin sem við lítum til? Já, við höfum mikið sótt í smiðju þeirra, þó að þeir séu auð- vitað á undan okkur. Þarna er orðinn alvöru timburiðnaður, en samt eru það eitthvað um 5 millj- arðar kr. sem danska þjóðin legg- urárlega í ríkisskógana, umfram þær tekjur sem þeir hafa af þeim, svo að við sjáum hvað þeir telja þetta fyrirkomulag mikilvægt. Það er reyndar þannig í Dan- mörku að skógrækt og náttúru- vernd á vegum ríkisins er undir einni stofnun sem heitir Skog- og FREYR 8/99 - 7

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.