Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1999, Page 8

Freyr - 01.07.1999, Page 8
naturstyrelsen, svo að kosnaður við verndun menningarminja er mikill inni í þessari upphæð. Dan- ir leggja gríðarlega íjármuni í að varðveita hallir, gripahús og hvaðeina sem tengist „kultur" þeirra og allt gerist þetta innan ramma þessarar stofnunar. Hver er staða Skógrœktar ríkis- ins í dag? Stofnunin hefur verið að breyt- ast mikið síðastliðin 10 ár, frá því að vera stærsti framkvæmdaaðil- inn í skógrækt yfír í það að veita þeim ijölmörgu aðilum margvís- lega þjónustu sem í dag sjá að mestu um alla gróðursetningu. Þessari öru og jákvæðu þróun hef- ur stofnunin hins vegar orðið að mæta án þess að fjárveitingar til skógræktar hafí aukist að sama skapi. Súluritið sem fylgir hér með segir meira en mörg orð. Þar sést, að jörðum, sem árlega njóta ijárframlaga ríkisins, hefur fjölg- að úr 100 í 350, á sama tíma og framlög til Skógræktar ríkisins hafa rýrnað um tæp 30%. Við höfum e.t.v. gengið einum of hratt til móts við kröfu samfé- lagsins um þjónustu af hálfu Skógræktar ríkisins og viljað sjá þetta ganga allt saman upp. Skóg- arþjónustan var t.d. ekki til sem hugtak fyrir 15 árum. Nú er búið að koma þessari þjónustu á í öll- um ijórðungum landsins og þó að hér sé aðeins um eins manns batt- erí að ræða á hverjum stað og varla það, þá hefur stofnunin ekki fengið nægilegt íjármagn til að standa undir þessari þjónustu og til þess að brúa bilið hefur verið skorið af framkvæmdadeildunum. Þannig má segja að þessum stóru og vonandi farsælu landshluta- bundnu skógræktarverkefnum hafí verið komið af stað með því að skerða innri starfsemi stofnun- arinnar, sem vissulega má ekki búa við slíkt áfram. Býr þá stofnunin við Jjársvelti? Já og verulegar þrengingar sem verið er að reyna að komastt út úr. Þar eru mjög alvarlegir hlutir á ferðinni. Þetta er erfiður upp- skurður, en hann þarf að gera og hann er á döfínni. í framkvæmda- deildunum er t.d. unnið að sam- einingu deilda. Er þá hugmyndin sú að það verði aðeins einn eða tveir starfs- menn sem sjái um þá þjóðskóga sem verða innan hverrar deildar? Nei, þetta eru nú það stór svæði að fjárveitingarvaldið verður að sýna því skilning hver starfsemin þarf að vera. Það er t.d. víða orðið aðkallandi að sinna fyrstu grisjun. Oftast eru það bændur úr nærliggjandi sveitum sem eru ráðnir til slíkra tímabundinna starfa. Þetta er verkefni sem skilar ekki Skóg- rækt ríkisins tekjum, en er eigi að síður nauðsynlegt fyrir framvindu svæðanna og forsenda fyrir áframhaldandi starfsemi. En er mikinn sparnað unnt að fá út úr sameiningu deilda? Eru þœr ekki reknar í dag með lág- marks tilkostnaði og varla það? Það er rétt að þar verður ekki mikið hægt að spara til viðbótar við það sem gert hefur verið á undanförnum árum. Skógarverð- irnir hafa sýnt mikla þolinmæði og gert allt sem þeir hafa getað til að spara fyrir stofnunina. Það þarf fyrst og fremst að endurskipu- leggja þjónustuna við bændaskóg- ræktina. Þetta er vandi sem verður einhvern veginn að taka á og sem er kominn til, eins og ég sagði áð- an, vegna krafna samfélagsins til Skógræktar ríkisins. Við reiknuðum það út í vetur að ef verkefnin, sem eru komin af stað, hefðu borgað fyrir þá þjón- ustu sem Skógrækt ríkisins hefur látið þeim í té, þá næmi upphæð- in nákvæmlega þeim halla sem er á stofnuninni í dag. Hallinn er þó í raun mun meiri, því að síðan 1992 hefur viðhaldi bygginga og endurnýjun véla og tækja verið frestað að mestu. Slíkt gengur ekki lengur. Ertu þá að tala um að áœtlan- irnar, sem verið hafa þyngsti bagginn á Skógrækt ríkisins, verði greiddar af verkefnunum sjálfum? Já, við verðum að gera ráð fyrir því og eins og ég sagði áðan þá er ekki nauðsynlegt að Skógrækt ríkisins geri þær í framtiðinni. Sú breyting dugar þó ekki til að bjarga stöðu stofnunarinnar því að áfram verður krafa um faglega ráðgjöf og eftirlit og því er nauð- synlegt að starfrækja Skógarþjón- ustuna. Eftirliti með árangri gróð- ursetninga á vegum bænda hefur R ý r n u n f j á r v e Viöbótarskógar, skjólbelta- og nytjaskógrækt Rýrnun fjárveitinga m.v. launavísitölu Ar 8 - FrEYR 8/99

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.