Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.1999, Qupperneq 10

Freyr - 01.07.1999, Qupperneq 10
Skógrœkt sem búgrein - framtíðar byggðaverkefni Skógrækt á sér afar stutta sögu sem búgrein hér á landi, þó svo að í ár sé minnst 100 ára afmælis skógræktar á landinu. Arið 1984 var fyrst bætt inn í lög um skógrækt kafla um ræktun nytja- skóga á bújörðum. Fram að því hafði skipulögð skógrækt nær ein- göngu verið stunduð af Skógrækt ríkisins og áhugamannasamtökum, nema hvað bændur á Héraði höfðu þá unnið eftir Fljótsdalsáætlun frá árinu 1970. Árið 1991 voru síðan sett lög um Héraðsskóga og árið 1997 um Suðurlandsskóga, sem byggðu að mestu á Héraðsskóga- verkefninu. Það var hins vegar ekki fyrr en á síðasta degi Alþingis nú í vor að samþykkt voru lög sem í raun marka þau tímamót að loksins má segja að skógrækt á Islandi sé orð- in að viðurkenndri búgrein. Það þurfti m.ö.o. heila öld til að við sannfærðumst um það að á ís- landi væri unnt að stunda alvöru skógrækt. Ekki getur það nú kallast hröð þróun, en miðað við aðra þró- un í landinu og þá tortryggni sem ríkti í garð skógræktar um miðja öldina, má það kallast harla gott að skógrækt á vegum bænda skuli nú loks hafa unnið sér fastan sess með lagasetningu. Hér er ætlunin að kynna nýju lög- in og það umhverfi sem bænda- skógrækt á íslandi býr nú við. Hvað eru landshlutabundin s kóg ræ kta rver kef n i ? Lög þau, sem hiklaust mætti kalla „aldamótalögin“, bera það óþjála heiti: „Lög um landshlutabundin skógræktarverkefni“. Þau veita landbúnaðarráðherra heimild til að stofna til sambærilegra verkefna og eftir K. Huldu Guðmunds- dóttur, skógarbónda, Fitjum, Skorradal Héraðs- og Suðurlandsskóga á öðrum landssvæðum, án þess að setja þurfi um það sérstök lög. Slík verkefni verða bundin ákveðnum landshlutum og fá hvert um sig árlega fjárveitingu frá Alþingi samkvæmt fjárlögum. Verkefnin eru hvorki opinberar stofcanir né fyrirtæki, en þau eru sjálfstæð í þeim skilningi að stjómir þeirra heyra beint undir landbúnaðarráðu- neytið sem setur þeim reglugerð. Landbúnaðarráðherra skipar | fjögurra manna stjóm hvers verk- efnis til fjögurra ára í senn: Einn | ffá Skógrækt ríkisins, annan ffá fé- lagi skógarbænda á viðkomandi svæði, hinn þriðja ffá skógræktarfé- lögum af svæðinu og hinn fjórða án tilnefningar. Verkefnin greiða sjálf launa- kostnað fastra starfsmanna og stjómar og þeim er heimilt að ráða sér framkvæmdastjóra. Fyrir hvert verkefni þarf að gera áætlun til 40 ára og stefna að skógrækt á a.m.k. ! 5% flatarmáls þess lands sem er | undir 400 m hæðarlínu. Verkefnin gangast undir mat á umhverfis- áhrifúm áður en þau em staðfest af ráðherra. Bændaskógrækt - Fjölnytjaskógrækt í lögunum segir að tilgangur þeirra sé „að stuðla að ræktun fjöl- nytjaskóga og skjólbelta í landinu og vemdun og umhirðu þess skóg- lendis sem fyrir er“. Hér strax kom- ið að því sem óhjákvæmilega fylgir „fæðingu“ nýrrar hugsunar. Hvað á bamið að heita? Á undanfomum ámm hafa verið í mótun ótal hugtök yfir mismunandi skógrækt. Skógrækt á vegum bænda hefúr frá árinu 1984 oftast verið nefnd „nytjaskógrækt“, en nú er það orðið of þröngt hugtak, því að samkvæmt nýju lögunum nær fjölnytja- skógrækt yfir annars vegar timb- urskógrækt og hins vegar yfir ýmis önnur gildi skóga, svo sem til úti- vistar og landbóta. Þannig er í þess- um nýju lögum leitast við að sam- rýma nytja- og fegurðarsjónarmið. Auk fjölnytjaskógræktar eru skjólbelti skilgreind í lögunum, annars vegar sem undanfari skóg- ræktar og hins vegar til nota við annan landbúnað. Get ég gerst skógarbóndi? Allir eigendur lögbýla geta orðið skógarbændur. Það fer að vísu eftir ýmsu hversu vænlegt er að planta trjám og menn þurfa að ákveða hvers konar skógrækt þeir vilja helst spreyta sig á. Sumum nægir e.t.v. að koma sér upp skjólbeltum til að hefta skafrenning og til að koma upp notalegu skjóli. Aðrir vilja gerast stórtækari og rækta skóg á stóru svæði fyrir sig og afkomenduma, eða skipuleggja skóg sem hluta af vistvænum bú- skaparháttum með beitarþarfir bú- peningsins í huga. Þegar þessi atriði em vegin og metin þarf að taka til- lit til aðstæðna á hverjum stað og skoða hversu vænleg skógræktar- skilyrðin eru. 10 - FREYR 8/99

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.