Freyr - 01.07.1999, Síða 11
Bœndaskógrœkt, átta ára gamall furulundur á Fitjum í Skorradal.
(Ljósm. K.H.G.).
í fyrra hófst endurskoðun á 25
ára gamalli úttekt á skilyrðum til
skógræktar í landinu. Þegar þeirri
vinnu lýkur verður til gagnagrunn-
ur með samanburðarhæfum upp-
lýsingum um þrif hinna ýmsu trjá-
tegunda á mismunandi svæðum. Sá
grunnur auðveldar mönnum að
velja tegundir til ræktunar eftir því
hvers konar skógrækt menn hyggj-
ast stunda.
Skógarþjónustan - félög
skógarbænda
Fæstir hafa möguleika á því að
fara út í umtalsverða skógrækt án
stuðnings af einhverju tagi og að
sjálfsögðu þurfa menn að læra til
verka. Tryggja þarf að faglega sé
staðið að allri gróðursetningu, því
að ef þess er ekki gætt, þá getur
verið verr af stað farið en heima
setið. Enginn ætti því að stökkva af
stað án þess að gaumgæfa vand-
lega hvaða kostir eru í boði. Bænd-
ur eru orðnir þreyttir á pólitískum
laxa-, refa- og minkaeldislausnum
undangenginna áratuga og kreijast
raunhæfra kosta. Það er því nauð-
synlegt fyrir þá sem eru að velta
fyrir sér að fara út í skógrækt að
setja sig í samband við skógræktar-
ráðunaut í viðkomandi landshluta.
Þeir gefa fúslega nánari upp-
lýsingar. Eins hafa verið stofnuð fé-
lög skógarbænda í öllum landshlut-
um og verkefni þeirra er m.a. að að-
stoða þá lögbýliseigendur sem hafa
hug á skógarækt.
Þeir, sem gerast þátttakendur í
landshlutaverkefni, þurfa að gera
samning þar um, sem landbúnað-
arráðherra staðfestir. Samningn-
um er síðan þinglýst sem kvöð á
viðkomandi jörð enda byggist
hann á ræktunaráætlun Skógar-
þjónustu Skógræktar ríkisins. Nú
þegar eru starfandi verkefnin Hér-
aðsskógar og Suðurlandsskógar
og undirbúningi Norðurlands-
skóga er að mestu lokið. Á Vest-
urlandi er nýhafin vinna að verk-
efninu Vesturlandsskógar og á
Vestijörðum er starfrækt Skjól-
skógaverkefnið.
Mengunarkvóti, eign
bænda?
Frá 1997 hefur verið veitt fé úr
„átakssjóði“ ríkisstjómarinnar til að
standa við Rammasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna um loftslagsbreyt-
ingar. Veitt var aukalega kr. 450
milljónum til skógræktar og land-
græðslu á ámnum 1997-2000 með
það að meginmarkmiði að auka
bindingu koltvísýrings og stöðva
jarðvegseyðingu. Nú er þetta átaks-
tímabil hálfnað en því miður hefur
engin ákvörðun verið tekin um það
hvort áfram verði veitt fé i þessu
skyni.
Islendingar hafa sem kunnugt er
ekki skrifað undir Kyotobókunina
og enn er margt mjög óljóst um
það hvernig við mætum þeirri
mengun sem sívaxandi útstreymi
gróðurhúsalofttegunda hér á landi
hefur í for með sér. Ekki liggur fyr-
ir hvemig viðskiptum með losunar-
kvóta verður háttað eða hvort ís-
lenskir bændur verði hugsanlega
aðaleigendur slíks kvóta hér á
landi. Verð á slíkum kvóta er líka
enn óljóst, svo að sjá má að fram-
undan eru margar ákvarðanir sem
taka þarf sem fyrst. Það er því mjög
spennandi að fylgjast með þessum
málum, því að þau geta haft afger-
andi áhrif á stöðu landsbyggðarinn-
ar.
Binding koltvísýrings í
skógi og með
landgræðslu
Samkvæmt nýjustu rannsóknum
hérlendis hefur verið sýnt fram á
að uppvaxandi skógur bindur allt
frá 4-9 tonnum af koltvísýringi á
hektara árlega, eftir trjátegund-
um, (Arnór Snorrason, munnl.
uppl.) Þetta er talsvert meira en
áður var talið og sýnir að binding
hér á landi er mjög vænlegur kost-
ur til að mæta auknum útblæstri.
Hún er líka einn hagkvæmasti
kosturinn til að minnka nettólos-
un miðað við spár um verð á los-
unarheimildum. íslendingar þurfa
að mæta aukinni mengun með
skjótum og raunhæfum hætti og
það er augljóst að þar kemur stór-
aukin skógrækt mjög til greina,
því að við erum svo „heppin“ að
eiga mikið af skóglausu landi,
öfugt við flest önnur ríki. Það er
ekki síður brýnt að binding með
friðun og landgræðslu verði viður-
kennd aðferð, því að þar eigum
við mikla möguleika.
Fastur tekjustofn er
nauðsyn
Ýmsir hafa bent á þann mögu-
leika að lagt verði sérstakt þjón-
ustugjald á þá starfsemi sem veld-
ur mestri mengun. Er þá einkum
FREYR 8/99 - 11