Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 17

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 17
lykillinn að velgengni okkar á þessu sviði. Og víst er að veiðifé- lögin hafa átt mjög marga góða for- ystumenn. Þá er einnig vert að minna á mikilvægan þátt í hinni hagstæðu þróun en það er hlutur stangaveiðifélaga og annarra klúbba stangaveiðimanna, annarra leigutaka og umboðsmanna við sölu veiðileyfa innanlands og er- lendis. Félög eða klúbbar stanga- veiðimanna hafa starfað víða í þétt- býli og átt góð samskipti við veiði- félögin og aðra, sem fara með veiðiréttindi í ám og vötnum, og lagt mjög margt mjög gott af mörk- um í þessu efni. Þó að íslendingar hafí fyrst og fremst haslað sér völl á sviði stangaveiði í ríkum mæli á seinni hluta þessarar aldar, eru til dæmi um langa stangaveiðihefð, eins og í ánum i Borgarfirði, sem fyrr var getið um. Á seinni árum hafa út- lendir veiðimenn í vaxandi mæli lagt leið sina hingað til lands til veiða enda aðbúnaður og aðstaða hér fyrsta flokks, að dómi þeirra sem best til þekkja í þessari grein ferðaþjónustu. Má benda á grein eftir höfund þessa spjalls í 10. tbl. Freys, 1996 um þetta efni sér- staklega. Hafbeit til stangaveiði Þá hefur ýmislegt athyglisvert og spennandi verið að gerast í sam- bandi við ræktun og nýtingu vatna- svæða til laxveiða. Það nýmæli var tekið upp sem nefnt hefur verið „hafbeit til stangaveiði“ og eru Rangámar orðnar þekktastar fyrir þá aðferð, sem skilað hefur met- laxaveiði á svæðinu. I Rangánum hefur lengst af ekki verið um lax- veiðihefð að ræða því að sjóbirt- ingur og bleikja vom þar nær alls- ráðandi en vottur var þar af laxi. Þeir fiskstofnar höfðu fyrr á ámm orðið fyrir þungum búsifjum vegna umbrota í Heklu og má sérstaklega nefna gosið 1947 sem hófst í mars það ár. Það olli verulegu tjóni á svæðinu. Þá barst mikið af ýmsum gosefnum, eins og vikri i Eystri- Laxastigi hjá Lagarfossi, neðsti hluti. (Ljósm. Einar Hannesson). Veiðihús við Sveðjufoss i Langá i landi Grenja, byggt af enskri konu, frú Kennard, árið 1927 ogþví i tölu elstu veiðihúsa. Nú í eigu Péturs Snœlands. (Ljósm. Einar Hannesson). Ólafur H. Ólafsson veiðir í Fossinum í Elliðaánum. Veiðihús í baksýn. (Ljósm. Einar Hannesson). FREYR 8/99 - 17

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.