Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 19
Nœringarefni
í jarðvegi
- III Nýting næringarefna og áburðar
í vistvænum landbúnaði -
Inngangur
Hugmyndir og ákvæði um vist-
vænan landbúnað (integrated agri-
culture) eru frekar ungar á íslandi. í
reglugerð (nr. 504/1998) eru
ákvæði um notkun köfnunarefnis-
áburðar á þá leið að ekki megi nota
meira en 120 kg N/ha á tún í fjöl-
ærri ræktun og ekki meira en 180
kg N/ha fyrir grænfóður, kartöflur,
grænmeti og aðra fjölæra útirækt-
un. Þetta era mjög einfaldar reglur
miðað við útfærslur í sumum ná-
grannalöndum okkar og hvorki er
minnst á fosfór eða kalí, né á notk-
un og meðferð búfjáráburðar. Það
má ætla að hér komi fyrst og fremst
til skortur á þekkingu. I þessari
þriðju grein um næringarefhi í jarð-
vegi er ætlunin að gera nokkra
grein fyrir á hvaða granni áburðar-
áætlanir eru byggðar í Þýskalandi,
en þar hefúr m.a. vistvænn land-
búnaður verið hafður að leiðarljósi
við mótun landbúnaðarstefnu um
alllangt skeið og er grannur bú-
fræðikennslu [7], en sú útfærslu
vistvæns landbúnaðar, sem hér er
kynnt, er sótt í þessa kennslubók.
Hugmyndir um vistvænan land-
búnað þróuðust fyrst í sambandi
við lyfjanotkun í jarðrækt. Það var
mikill ávinningur á sínum tíma
þegar lyf fundust gegn gerla- og
sveppasjúkdómum og skordýraeit-
ur til að halda plágum í skefjum.
Það kom þó fljótt í ljós að óhófleg
notkun þessara efna án tillits til
annars líffíkis eða mengunar grann-
vatns hafði margs konar óæskileg
áhrif. Efnin bárast í jarðveg, ár,
vötn og sjó og þar með i næringar-
efnakeðjur náttúrannar þar sem þau
hafa margvísleg áhrif á lífríkið.
Efnin berast einnig í matvæli, bæði
beint með þeirri nytjajurt sem með-
höndluð er, eða óbeint með fóðri
eða brynningarvatni. Með tíð og
tima berst einnig eitthvað af stöð-
ugum samböndum í grannvatn og
þar með i drykkjarvatn.
Til að stemma stigu við þessum
neikvæðu áhrifúm hefúr verið grip-
ið til margra ráða. Notkun lyfja og
eiturefúa, sem haldast lengi í jarð-
vegi, hefur verið takmörkuð eða
bönnuð og sama gildir um notkun
efna sem valda sjúkdómum, t.d.
krabbameini. Einnig er leitast við
að stemma stigu við sjúkdómum
með ýmsum ræktunaraðgerðum,
með lifrænum vömum, efnum er
ekki dreift í fyrirbyggjandi tilgangi
heldur markvisst eftir þörfúm og
fleira mætti telja til. Þetta var kallað
„integrated plant protection” eða
vistvæn plönmvemd.
Oæskileg áhrif of mikils áburðar,
t.d. nítrats í grannvatni eða fosfórs í
ám og vötnum, komu seinna í ljós
og aðgerðir til að stemma stigu við
óhóflegri áburðargjöf hafa verið að
þróast og ná fótfestu í landbúnaði
seinustu tvo áratugi. Hér má einnig
tala um markvissa nýtingu næring-
arefna sem fellur einnig undir vist-
vænan landbúnað. I Suður-Þýska-
landi (Baden - Wrúttemberg) er það
t.d. opinber stefna að vistvænn
landbúnaður skuli yfirleitt vera
stundaður. í kjölfari þess hefur
dregið úr notkun köfnunarefnis-
áburðar og nítratmengun í grann-
vatni hefúr minnkað að mun þótt
sums staðar gangi illa að ná og
halda þeim mörkum sem Evrópu-
sambandið hefúr sett.
Hér er ekki ætlunin að fara nánar
út í hugmyndir um vistvænan land-
búnað í heild sinni, heldur gera
grein fyrir til hvaða þátta þarf að
taka í sambandi við notkun áburðar,
gera grein fyrir einni slíkri nálgun
og hugleiða hvaða áhrif þetta gæti
haft á notkun og nýtingu búfjár-
áburðar á íslandi.
Grunnhugsun um
nytingu næringarefna
I vistvænum landbúnaði er
áhersla lögð á góða búskaparhætti,
mengunarvamir og sjálfbæra land-
nýtingu. Hvað áburðamotkun varð-
ar er eitt meginmarkmiðið að ná
sem bestri nýtingu næringarefna
innan hvers bús, en það þýðir að
nýting búfjáráburðar og annars úr-
gangs er í fyrirrúmi og einungis
það, sem upp á vantar, eftir að tekið
hefur verið fullt tillit til búfjár-
áburðar, er bætt upp með tilbúnum
áburði.
Almennt séð er landbúnaður, sem
byggir á grasrækt, með lokuðustu
hringrásir næringarefna. Það er
mikil hreyfing innan búsins, en ein-
ungis takmarkað magn flyst burt
með afurðum. í akuryrkju þar sem
afurðimar, kom, kartöflur, græn-
meti o.s.frv., eru seldar af búinu,
flyst mun meira af steinefúum í
burtu. Hluti þeirra næringarefna,
sem flytjast burt af akurlendi, koma
inn á grasræktarbúin með fóðurbæti
og valda því að álíka mikið kemur
FREYR 8/99 - 19