Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1999, Page 20

Freyr - 01.07.1999, Page 20
1. tafla. Búsjöfnuður N,P og K mjólk- urbús. Unnið úr riti Olafar Einars- dóttur og Magnúsar Óskarssonar [9]. Allar stærðir í kg/ha Innstreymi Áburður Kjamfóður N 100 16 P 20 5 K 25 12 Samtals 116 25 27 Útstreymi Afurðir 16 3 4 Búsjöfnuður (uppsöfnun og tap) 100 22 23 inn af fosfór og kalí og flyst burt í afurðunum. Þetta á sérstaklega við um afurðamikil kúabú og i Þýska- landi er lögð áhersla á að byggja áburðaráætlanir á efnajöfnuði búa til að geta dregið úr aðkeyptum áburði en einnig til að koma í veg fyrir mengun. Efnajöfnuður í íslenskum landbúnaði Á seinustu árum hafa verið gerð- ar nokkrar grunnathuganir á flæði næringarefna á íslenskum búum. Ólöf Einarsdóttir og Magnús Ósk- arsson [9] gerðu grein fyrir efna- jöfnuði á mjólkurbúi af „verðlags- grundvallarstærð” og notuðu með- altölur um aðföng, afurðir og efna- innihald þeirra. Þóroddur Sveins- son [15,16] hefur unnið næringar- efnabókhald fyrir kúabúið á Möðruvöllum og víðar í Eyjafirði og gerir nákvæma grein fyrir fiæði efnanna innan búsins. Búsjöfnuður úr þessum tveimur aðskildu nálg- unum er nálægt því að vera hinn sami fyrir köfnunarefni og kalí en er nokkuð minni fyrir fosfór hjá Þóroddi, sem að hluta má skýra með heldur minni fosfór í áburði og kjamfóðri en Ólöf og Magnús gera ráð fyrir. Ef litið er á efnainnihald aðfanga annars vegar og afurða hins vegar má sjá þann þátt efna- jafnaðar búsins sem bóndinn hefur mest áhrif á. Efnajöfnuðurinn er já- kvæður (1. tafla) upp á um 100 kg/ha fyrir köfn- unarefni og um 23 kg/ha fyrir fosfór og kalí hvort um sig. Inn í búsjöfh- uðinn koma síð- an stærðir frá náttúrunnar hendi. Inn- streymi næring- arefna er með regni, áfoki og öskufalli. Á ís- landi berst um 1 kg N/ha á ári, 0,5 -5 kg kalí og innan við 1 kg fosfór með úrkomu. Nýtanleg næringar- efni í ösku og áfoki hafa ekki verið mæld og er víðast sennilega lítið magn. Langmikilvægast er köfnun- arefnisnám belgjurta en smárarækt í túnum reynist enn sem komið er ótrygg á íslandi. Utstreymi er með sigvatni í gegn- um jarðveg, tapi næringarefna af túnum með yfirborðsvatni, tapi köfnunarefnis sem lofttegundar; ammóníak úr geymslum og fyrst eftir dreifingu og tapi í blautum eða rökum túnum vegna afnitrunar. Einnig tapast eitthvað vegna leka úr geymslum og haugum. Stærðir þessa útstreymis eru í raun ekki þekktar en hafa verið áætlaðar. Nýting köfnunarefnis í búfjáráburði hefur oft verið áætluð um 60% [10] en með góðri dreifingu og án taps með yfirborðsvatni má reikna með allt að 100% nýtingu fosfórs og ná- lægt því fyrir kalí. Þannig má gera ráð fyrir að nýtanlegt áburðarmagn í mykju á kúabúi (2. tafla) séu 40 - 50 kg N, 10 kg P og 35 - 70 kg K á hektara á ársgrundvelli. Áætlaður nýtanlegur áburður í 15 tonnum af mykju er innan þessa ramma, sbr. Handbók Bænda. Þetta magn er u.þ.b. það sem mjólkurkýr skilar af sér á ári og Þóroddur áætlar að árs- kýr þurfi um 1 ha ræktaðs lands. Hér þarf að benda á tvennt. í fyrsta lagi að efnamagn í búfjáráburði er mjög breytilegt, fer fyrst og fremst eftir efnamagni í fóðri, og hefúr oft- ar verið reiknað en mælt beint og því ber að taka þessar stærðir sem viðmiðunartölur en gera má ráð fyrir að stærðargráðan sé rétt. í öðru lagi að samkvæmt tilraunum 2. tafla. Efnamagn í mykju sem til fellur á ári. Ekki er greint á milli þess er til fellur við beit og viö innistöðu. Tap vegna uppgufunar, útskolunar o.fl. Afgangur eru áætluð nýtanleg næringarefni. Jafndreift á heildarstærð túna. Heildarefnamagn í búfjáráburði (mykja) kg/ha Tap % Nýtanleg næringarefni í búfjáráburði kg/ha Samkv. [8] •> Áburðarfræði Samkv. [9] Efhajafnvægi Samkv. [16] Ræktunrreikn. Köfhunarefni (N) 75 78 75 40 40-50 Fosfór (P) 10 15 11 10 10 Kalí (K) 58 55 80 10-40 35 - 70 1) Miðað við 15 tonn af mykju á ári. Efnainnihald N-P-K: 5 - 0,7 - 4 kg/tonn og 1 árskýr/ha 20 - FREYR 8/99

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.