Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1999, Page 23

Freyr - 01.07.1999, Page 23
6. tafla. Fosfórtölur í jarövegi (mg/100g) mældar meö AL-aöferó eins og viö Bændaskólann á Hvanneyri.__________________________________________________________ Þá er gefið upp það áburðarmagn sem mælt er með eftir jarðvegsefnagreiningum: 1) samkvæmt eldri ráðleggingum Bændaskólans á Hvanneyri, 2) samkvæmt ráðleggingum Jóhannesar Sigvaldasonar [5], 3) samkvæmt Finck [2] fyrir allar jarðvegsgerðir og 4) samkvæmt Köster [6] fyrir allar jarðvegsgerðir. Taflan miðar við tún í góðri rækt og uppskeru (60 hkg heys á ha) sem ljarlægja um 15 kg af fosfór. 45 35 25 15 P '> kg/ha 35-20 15 10 - 0 P2) kg/ha 30 22 15 7 0 P3) kg/ha 30-22 15 7 - 0 p 4) kg/ha 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 26 28 ; 30 1 P'ta*ann mg/lOOg jarðveginum á Hvanneyri og 9- 19 kg losun í móajörðinni í Gunnars- holti. í hlýjum árum (hár vetrarhiti) og þurrum jarðvegi má gera ráð fyr- ir hærri tölunum en þeim lægri í köldum árum eða þar sem blautt er um. Ef miðað er við upptöku köfn- unarefnis af óábomum reitum þá em þetta ekki yfirdrifnar áætlanir en sýna greinilega þann mikla mun sem er á hinum ýmsu jarðvegsteg- undum. Þegar land er brotið þá eykst rotnunarhraðinn og þar með losun köfnunarefnis. Þetta atriði hefur ekki verið athugað hér á landi en er vel þekkt annars staðar og er gras- lendi m.a. notað til að byggja upp frjósemi jarðvegs. Það má líta til 2% losunar (3. tafla) til að fá hug- mynd um mögulegar stærðir. í dæminu, sem sett er fram í 4. töflu, er gert ráð fyrir 60 hkg/ha uppskeru og að með henni hverfi 110 kg/ha af köfhunarefni og er það þá grunnáburðarþörfin. Frá þessari stærð dregst losun úr jarðveginum ásamt áætluðu námi úr andrúms- lofti og köfnunarefni búfjáráburð- arins. Það sem upp á vantar þarf að bæta upp með aðkeyptum áburði. Það kemur í ljós að á mjög frjó- sömu landi í góðri rækt og í hlýjum árum er sáralítið sem upp á vantar, einungis um 10 kg N/ha. Þar sem aðstæður eru óhagstæðari vantar 50 -70 kg N/ha til að ná endum saman. Jarðvegsaðstæður skipta verulegu máli, áburðarþörfin eykst ef jarð- vegurinn er blautur, og þar sem lítið er af lífrænum efnum í jarðveginum eins og á söndum, holtum og mel- um (sandjörð og frumjörð). Fosfór og kalí Þegar hefur verið fjallað ítarlega um jarðvegsefnagreiningar og hvemig nýta megi niðurstöður úr þeim til að meta áburðarþörf [14]. Því miður glötuðust tvær töflur i út- gáfuferlinu, sjá 2. tbl. Freys 1999, en þær birtast hér með, 6. og 7. tafla. í texta fyrri greinar [14] er vitnað i þær sem 2. og 3. töflu. í dæminu, sem sett er fram í 5. töflu, er grunnáburðarþörfin 15 kg P og 90 kg K á hektara fyrir jarðveg með meðal jarðvegstölum úr grein- ingum. Einungis 5 kg/ha vantar til að uppfylla þessa þörf hvað fosfór varðar umfram það sem kemur með búfjáráburði. Mikill aðkeyptur fos- fóráburður er einungis nauðsynleg- ur á tún með mjög lágar fosfórtölur. Það er erfiðara að uppfylla kalí- þörfina með búfjáráburði og þar er meiri óvissa um við hversu hátt nýtingarhlutfall megi miða. Það er hins vegar ljóst að þar sem kalítölur eru háar i jarðvegi má fara langt með að uppfylla kalíþörfina með búfjáráburðinum einum. Á það skal sérstaklega bent að þessi flokkun á niðurstöðum úr jarðvegsgreining- um í lágar, meðal og háar tölur hef- ur í þessari mynd ekki áður verið framkvæmd hérlendis og ákveð- inna úrbóta er væntanlega þörf. Flokkun fosfórtalnanna fylgir til- lögu Jóhannesar Sigvaldasonar [5] að mestu, en þar sem fýlgni milli K-talna og uppskeru er lítil er mið tekið af því sem sem tíðkast í ná- grannalöndum okkar og nokkur rök hafa verið færð fyrir að geti einnig gilt á íslandi [14] ásamt 7. og 8. töflu. Umræður Um nýtingu búfjáráburðar og samnýtingu með tilbúnum áburði hefur mikið verið ritað [10,12] og verður ekki talið upp hér. Hér hafa FREYR 8/99 - 23

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.