Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1999, Page 24

Freyr - 01.07.1999, Page 24
drög verið lögð að því að meta megi frjósemi jarðvegsins með til- liti til helstu næringarefnanna, áhersla lögð á fulla nýtingu búíjár- áburðarins og einungis viðbót nær- ingarefna með tilbúnum áburði eftir þörfum. Þetta hefur í raun víða lengi verið framkvæmt en Þóroddur Sveinsson [16] telur að áburðaráhrif mykjunnar séu oft vanmetin og að við gerð áburðar- áætlana virðist bændur taka veru- legt tillit til nýtanlegs kalís, minna til köfnunarefnis og alls ekki til fosfórs. Þetta samræmist ekki hug- myndum um vistvænan landbúnað, jafnvel þó að einungis mjög lítill hluti landsins sé í rækt og því lítil hætta á mengun. Næringarefnabókhald og áburð- aráætlanir sem byggja á næringar- efnajöfnuði geta leitt til betri nýt- ingar næringarefnanna [15,16] og ættu tvímælalaust að vera grunnur áburðaráætlana i vistvænum land- búnaði. Þó vantar mikið af grunn- upplýsingum um jarðveg til að vel sé. A seinustu árum hefur ítrekað verið bent á að ríflega sé borið á af fosfór [5,16] og það má gera ráð fyrir að í gömlum túnum með P-töl- um yfir 10 megi uppfylla fosfór- þörfinni með búfjáráburðinum ein- um saman. Um mat á kalítölum rík- ir mun meiri óvissa, hér er brýn þörf á meiri rannsóknum. Athuganir á losun köfnunarefnis í jarðvegi eru komnar af stað [3] en það vantar enn mikið þar sem upp- lýsingar um losun úr frjósömum móajarðvegi (valllendi) og mýrar- jarðvegi vantar nær alveg. Áhrif sýrustigs, raka og breytileiki eftir landshlutum hefur heldur ekki ver- ið athugaður. Það verður því að taka þær tölur, sem hér eru settar fram (3. og 4. tafla), sem fyrstu nálgun en mjög ákveðna ábendingu um að hér sé um stærðir að ræða sem miklu máli skipta. I þessari framsemingu hefur ekki verið gerður greinamunur á mykju sem til fellur við beit og þess sem til fellur á innistöðutíma en í bús- jöfnuði er það gert og þyrfti að taka inn áburðaráætlanir. Það þarf einn- ig að taka tillit til ungviðis og geld- neytis og síðast en ekki síst að- stæðna á hverju búi. Frumskilyrði þess að hægt sé að nota efnajöfnuð við gerð áburðar- áætlana er að vel sé haldið utan um húsdýraáburðinn og að tap eftir dreifmgu á túnin sé í lágmarki en það er einungis hægt ef borið er á á vaxtartímanum. Þó að vetrardreif- ing hafi gefíst vel, ef borið er á auða og eitthvað þíða jörð, er hér eindregið mælt með vordreifingu en einnig dreifmgu síðsumars og fram á haust meðan grös eru enn í sprettu. Hér skal ekki horft fram hjá þeim vandamálum sem bændur standa frammi fyrir. Víða eru geymslur of litlar þannig að bændur neyðast til að dreifa áburðinum að vetri til á ffosna jörð og þar með er mikil hætta á að verulegt magn næringarefna tapist með leysingar- vatni. Ennfremur er oft erfítt að fara um tún með þung tæki á vorin sem er besti tíminn en hætta á þjöppun og uppskerurýrnunar vegna þjöpp- unar er mikil. Það er spuming að hve miklu leyti ný tækni við geymslu og dreifingu á mykju með niðurfellingu eða einhver önnur tækni geti leyst þessi vandamál. Hvað sem öllum hugmyndum um vistvænan landbúnað og umhverf- ismál líður er það greinilega hags- munamál að ná sem bestri nýtingu næringarefna innan búanna. Búfjár- áburðurinn verður til og spumingin er hvemig ná megi sem bestri nýt- ingu hans. Heimildir l.Arnheiður Þórðardóttir og Þorsteinn 7. tafla. Kalí í jarövegi eins og þaö eru gefið upp á íslandi í mj/100g jarövegs, og til samanburðar mg K/1QOg jarðvegs _______________________________________________ (1,0 mj K/lOOg er í raun 39mg K/lOOg, hér er þetta fært upp til einföldunar). Þá er gefíð upp það áburðarmagn sem mælt er með eftir jarðvegsefnagreiningum: 1) nálgun að ráðleggingum Bændaskólans á Hvanneyri, 2) samkvæmt Finck [2] fyrir sandjörð og meðal móajörð og 3) samkvæmt Köster [6] fyrir móajörð. Taflan miðar við tún í góðri rækt og uppskeru (60 hkg heys) á ha sem íjarlægir umlOO kg af kalí. 24 - FREYR 8/99

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.