Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1999, Page 25

Freyr - 01.07.1999, Page 25
Guðmundsson 1994. Jarðvegskort af Hvanneyri. Rit Búvísindadeildar 4. 44 bls. 2. Finck, Amold, 1992. Dúnger und Dungung. Gmndlagen und Anleitung zur Dúngung der Kulturpflanzen. VCH Verlagsgesellschaft, Weinheim BRD. 488 bls. 3. Friðrik Pálmason 1993. Áburðar- notkun og níturbúskapur í jarðvegi og plöntum. Ráðunautafundur, 198-205 4. Friðrik Pálmason o.fl. 1996. Nítur- j losun í Jarðvegi. Búvísindi 10, 185- 208. 5. Jóhannes Sigvaldason, 1996. Um jarðvegsefnagreiningar. Hvemig þær em gerðar og hvaða gagn er að þeim? Fjölrit BRT 19, 22 bls. 6. Köster, W. 1991. Nahrstoffeintrage in landwirtschaftlich genutzten Böden und zukúnftiger Bedarf an N, P- und K- J Mineraldúnger bei ordnungsgemaÉer Landbewirtschaftung. I Bachmann, D. o.fl. (Útgefendur) Bodenschutz Band 2, Erich Sch Schmidt Verlag, Berlin, bls.1-23. 7. Die Landwirtschafl. Band 1 - Pflanz- liche Erzeugung. 11. Auflge. BLV Ver- lagsgesellschaft, Munchen 1998. 744 j bls. 8. Magnús Óskarsson og Matthías Egg- ertsson, 1991. Áburðarfræði. 2 útgáfa. Búnaðarfélag Islands. 9. Ólöf Björg Einarsdóttir og Magnús Óskarsson, 1995. Lífrænn landbúnaður -lífrænn áburður. Ráðunautafundur 1995,217-229. 10. Ólöf Einarsdóttir, 1996. Lífrænn áburður. Samantekt íslenskra rann- J sókna 1900-1995. Rit Búvísindadeildar 16, 155 bls. 11. Páll Bergþórsson , 1996. Hitafar og gróður. Búvísindi 10, 141-164. 12. Ríkharð Brynjólfsson, 1992 (rit- stjóri) Nýting búfjáráburðar. Rit Búvís- indadeildar 1,118 bls. 13. Þorsteinn Guðmundsson, 1990. Losun köfnunarefnis í jarðvegi. Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 85-86, 21-28. 14. Þorsteinn Guðmundsson, 1999. Næringarefni í jarðvegi - II Uppskera, áburður og jarðvegsefnagreiningar. Freyr 95(2), 15-20. 15. Þóroddur Sveinsson, 1998. Næring- arefnabókhald fyrir kúabú. Ráðunauta- fundur 1998, 124- 140. 16. Þóroddur Sveinsson 1998. Nýting næringarefna og næringarefnabókhald kúabúa. Freyr 94(9), 24-29. IVIolar Bandaríkjaþing hugarað framleiðslu- aðferðum í landbúnaði Bandaríkin hafa um árabil látið sig tninna varða um fram- leiðsluaðferðir í landbúnaði en önnur lönd. Þar hefur það sjón- armið ríkt að sérfræðingum, hverjum á sínu sviði, hefur verið treyst til að meta hvort nýjar framleiðsluaðferðir fullnægi öryggiskröfum fyrir neytendur og skuli leyfðar. Umhverfts- vemdarsinnar hafa þar haft sig lítið í frammi sem og áhuga- menn um hreinleika og hollustu matvæla. Þá eru byggðasjónar- miðum, þ.e. hvort landsvæði haldist í byggð, þar lítið haldið á lofti. í samræmi við þetta hafa Bandaríkin verið í fararbroddi í notkun hormóna í búQárrækt og ræktun erfðabreyttra matvæla. Bandarískir útflytjendur búvara hafa krafist þess að fá að flytja út „hormónakjöt" til ESB-landa og notið til þess stuðnings Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar, sem telur að „hormónakjöt“ full- nægi öllum hollustu- og heil- brigðiskröfum. Bandaríkin hafa hótað að leggja refsitolla á inn- flutning á vörur frá ESB ef ESB afléttir ekki banni á innflutningi á kjöti af búfé sem gefnir hafa verið hormónar. Lyktir þessara mála liggja enn ekki fyrir. Hins vegar rná af ýmsu merkja að þeini viðhorfum vex fylgi að huga skuli vel að framleiðsluaðferðum við mat- vælaframleiðslu. Þannig heflir það gerst að þrir þingmenn Öld- ungadeildar Bandaríkjaþings hafa lagt fram lagafrumvarp um að lönd sem flytja út matvæli til Bandaríkjanna skuli sýna fram á að framleiðsla og meðferð var- anna skuli fylgja þeim reglum sem gilda í USA og að Heilbrigð- isráðuneyti Bandaríkjanna skuli ganga úr skugga um að svo sé. Eins og er gilda þær reglur að ástand varanna er kannað við innflutning, en framleiðsluað- ferðir og önnur meðferð látin af- skiptalaus. Það er í samræmi við reglur Alþjóða viðskiptastofnun- arinnar, WTO. Lagafrumvarpið var lagt fram fyrr á þessu ári og var sent til meðferðar í landbúnaðar-, mat- væla og skógræktamefnd þings- ins. Litlar líkur eru taldar á að það nái fram að ganga, en grannt verður fylgst með því hve margir Öldungardeildarmenn muni veita því stuðning. (Þýtt og endursagt úr Inter- nationella Perspektiv nr. 18/1999) Vínandi úr hveiti í Svíþjóð Ákveðið hefur verið að reisa verksmiðju í Norrköping í Sví- þjóð sem framleiði vínanda úr sænsku hveiti. Að baki þessa verkefnis stendur sænski olíuiðn- aðurinn en hugmyndin er að blanda alkóhólinu í bensin. Áætlað er að hveiti af 25 þús- und hekturum lands, eða um 130 þúsund tonn hveitis, fari í fram- leiðsluna og úr því fáist um 50 þúsund tonn af vínanda. Sala framleiðslunnar er tryggð þar sem öll stóm olíufélögin í Svíþjóð hafa gert samning um kaup á henni og hyggjast blanda 5% af vinanda í allt blýlaust ben- sín sem selt er í Stokkhólmi, Södertálje og Norrköping. Þetta mun leiða til þess að losun koltví- sýrings frá 600 þúsund bílum minnkar um 5%. (Landsbygdens Folk nr. 19/1999) FREYR 8/99 - 25

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.