Freyr - 01.07.1999, Page 27
ing sjúkdómsins venjulega auð-
veld. Mörg tilfelli koma þá upp
samtímis eða með skömmu milli-
bili. Þó getur til dæmis leptospiros-
is, smitandi lifrarbólga, og smá-
veirusótt sýnt svipuð einkenni. Þeir
faraldrar, sem gengið hafa yfir hér á
landi, hafa reynst mjög misskæðir
og kemur þar fyrst og fremst til
sýkingarmáttur veirunnar hverju
sinni, sem er mismunandi, frekar en
að aðbúð hundanna hafi verið svo
mismunandi milli faraldra.
Hundar smitast gegnum öndunar-
færin enda eru þeir gjarnir á að þefa
og snuðra þar sem sjúkir hundar
hafa legið eða gert þarfir sinar.
Veiran sem veldur hundapest er
viðkvæm fyrir flestum sótthreins-
unarlyijum en er furðu lífseig utan
sjúklinganna, lifír allt að þremur
mánuðum í innþomuðum skorpum
frá augum og nösum sjúkra hunda.
Sjúka hunda verður að hafa inni og
hjúkra þeim eins vel og kostur er.
Sýkingar, sem koma jafnan í kjölfar
veirusýkinganna, má stundum
lækna með fúkalyfjum, þó að þau
séu óvirk gagnvart veimnni sjálfri.
Sýktir hundar mynda
mótefni gegn hundapest
Um langan aldur hafa menn vitað
að hundar, sem lifa af hundapest,
eru ónæmir fyrir nýrri sýkingu,
venjulega ævilangt. Fljótlega efltir
sýkingu myndar hundurinn mótefhi
í blóði sínu. Hægt er að mæla þetta
mótefni sem hundurinn myndar.
Hvolpar undir tíkum fá mótefhi
þessi með broddmjólkinni fyrstu
daga eftir fæðingu, ef móðurin hef-
ur haft hundapest. Víða um lönd
hafa farið fram miklar og víðtækar
rannsóknir til að framleiða góð og
handhæg bóluefni gegn hundapest.
Efltir að tókst að rækta hundapestar-
veimr í lifandi frumum á sjötta ára-
tugnum reyndu menn að framleiða
dautt bóluefni en án víðhlítandi
árangurs. Því snem menn sér að
því að búa til bóluefni úr veikluð-
um stofnum sem ekki áttu að geta
valdið sjúkdómi en fjölgað sér í
hundunum eftir bólusetningu og
vakið þar með kröffugt ónæmis-
svar. Ónæmisbælandi áhrif þessara
bóluefnisstofna er lítið.
Mismunandi framleiðendur nota
mismunandi stofna við framleiðslu
á bóluefni sínu. Því miður er
reynslan sú að bóluefhið ver ekki
hunda að fullnustu gegn hundapest
og ekki fá hundar fulla vöm gegn
veikinni fyrr en hálfum mánuði
eftir bólusetningu, en stór hluti
hundanna verður ónæmur ævilangt
gegn hundapest.
Þegar hundafár brýst út verður að
bólustetja hundahvolpa strax viku-
gamla eða svo og endurbólusetja þá
eftir 3-4 vikur og því næst þegar
þeir era ársgamlir og síðan á
tveggja ára fresti. Þessu fylgir mik-
ill kostnaður og umstang og nauð-
synlegt er að allir hundar séu bólu-
settir sem hvolpar. Til að komast
hjá mótefhum, sem hvolpar fá frá
móður, er stundum notað mislinga-
bóluefni sem veitir nokkra vöm.
Fyrst eftir bólusetningu með
hundapestarbóluefni geta þeir smit-
að aðra hunda, jafnvel þó að þeir
sýni ekki einkenni um hundapest
sjálfir. Best er því að hafa hundinn
inni fyrsta hálfa mánuðinn eftir
bólusetningu til að forða honum frá
öðrum sjúkdómum og vama því að
hann dreifi smiti. Nýbólusettir
hundar fá oft hitavellu fyrst eftir
bólusetningu og stundum bólgu á
stungustað. Enn er sá annmarki á
þessari gerð bóluefna að bólusettir
hundar dreifa veirum í nokkum
tíma eftir bólusetninguna. Séu slík-
ir hundar innan um hunda, sem
engin mótefni hafa gegn hundapest,
geta þeir smitast af bólusetningar-
veirum. Þessi veira getur svo
magnast og valdið útbreiddum
sjúkdómi. Þessu líkt gæti ástandið
orðið hér á landi. Islensk stjóm-
völd hafa reynt að verja landið fyrir
hundapest með því að takmarka
innflutning hunda og heimta heil-
brigðisvottorð, bólusetningu og
einangran þeirra ef leyfi er veitt.
Þegar hundapest hefur brotist út
hafa verið settar reglur um bann við
samgangi hunda meðan fárið geng-
ur yfir og þar með leitast við að tak-
marka fárið og kveða það niður.
Hundapest árið 1966
Að lokum skal í stuttu máli greint
Tíkin Snúlla á Keldum. Ættmóðir margra íslenskra jjárhunda innanlands og
erlendis.
FREYR 8/99 - 27