Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.1999, Qupperneq 31

Freyr - 01.07.1999, Qupperneq 31
Akureyri. Almennt má segja að kostir steinefnagreininga með ICP mælingu og mælinga með NIR tækninni eru þeir að forvinna er fremur einföld og afköst geta verið mikil. Gallar eru hins vegar þeir að bæði ICP og NIR tækjabúnaður er dýr og krefst sérhæfðs starfsliðs og stoðkerfís, sem er litlum rann- sóknastofum ofviða. Af framan- sögðu er ljóst að tæplega getur ver- ið skynsamlegt að reka fleiri en eina einingu með þessum tækjum fyrir þjónustuefnagreiningar af þessu tagi hér á landi. Afgreiðslufrestur og verðlagning í áðurnefndu samkomulagi Bændaskólans og RALA er gert ráð fyrir að afgreiðslutími niðurstaðna sé ekki lengri en fjórar vikur frá því sýnið er móttekið og niðurstöður eru sendar út. Þetta er miðað við álagstímann að haustinu. Nú eftir þetta fyrsta reynslutímabil er ljóst að þessi markmið hafa ekki náðst fyrir öll sýni. Ástæður þess eru að í fyrsta lagi var tímaffekara en ráð var fyrir gert fyrir tölvudeild Bændasamtakanna að koma raf- rænum sendingum milli gagna- grunna á Hvanneyri og RALA í viðunandi horf. Þá komu fram minniháttar byrjunarvandamál við undirbúning sýna fyrir steinefna- greiningu á Hvanneyri, sem tók nokkum tíma að fínna út í hverju lá. I upphafi vom örðugleikar við ICP greiningu sem töfðu starfið lítils- háttar. Þessi vandamál vora öll leyst og ekki ástæða til annars en að ætla að afgreiðslutími í framtíð- inni haldist innan þeirra marka sem sett hafa verið. Þó að tafír yrðu fram yfír miðbik á töminni vora sýni sem bárast síðast í október samt öll frágengin fyrir 10. nóvem- ber, en það er sú dagsetning sem miðað hefur verið við á undanfom- um áram (á RALA) að ljúka sýnum sem berast á eðlilegum tíma, eða fyrir 20. október. í samkomulagi stofnanna var ákveðið að verðið á hvert sýni yrði 2090 kr. án vsk., sem innifelur í sér skráningu, forvinnu og mælingu á þurrefni, mælingu á meltanleika og próteini með NIR aðferð, mælingu steinefna með ICP aðferð og síðan tölvuvinnu og útskrift niðurstaðna og reikninga. I þessum verði er ekki álag vegna stjómunarkostnað- ar, né kostnaður við húsnæði og rekstur þess. Ekki era reiknaðar fullar afskriftir. Ljóst er að tækni- lega er hægt að stytta tímann enn frekar. Vandinn við þessar hey- efnagreiningar er sá að þær era mjög árstíðabundnar og útilokað er að miða mannahald við álagstíma ef ekki era verkefni á móti eða tekjustofnar til að mæta slíkum sveiflum að einhveiju leyti. Ef af- greiðslutíminn á mesta annatíma er styttur mikið frá því sem nú er er óhjákvæmilegt að hækka verðið verulega. Þess má geta að lægsta verð fyrir svipaða þjónustu erlend- is er mun hærra en það verð sem hér um ræðir. Lokaorð Þrátt fyrir tæknilega byrjunar- örðugleika má segja að samvinnan milli Bændaskólans á Hvanneyri og Rannsóknastofnunar landbún- aðarins um fóðurefnagreininga- þjónustu á liðnu hausti hafí komist í góðan farveg og hafí þessi þjón- usta allar forsendur til að ganga hraðar en áður. Stofnanimar munu leitast við að svara kröfum þeirra sem óska eftir þessari þjónustu. Þó að leitað sé allra leiða til að hún verði sem ódýrast fyrir bændur þá krefst allt starfsumhverfi (og lög- gjafínn) þess að þjónusta sem þessi sé ekki niðurgreidd. Líkur era á að ódýrari aðferðir og samvinna þeirra stofnana og sérfræðinga sem vinna við rannsóknir sé góður stuðningur við þessa starfsemi og geri mælingamar öraggari og von- andi ódýrari. Heimildir: 1. Alexander, R.H. & McGowan M., 1966. The routine determination of in vitro digestibility of organic matter in forages - An investigation of the problems associated with continuous large-scale operation. J. Br. Grassl. Soc. 21: 140-147. 2. Bændaskólinn á Hvanneyri, 1975. Tilraunaskýrsla 1994. Fjölrit Bænda- skólans á Hvanneyri nr. 2. 3. Derek C. Mundell, 1975. Meltan- leikaákvörðun í glermaga (in vitro) og hagnýting hennar við fóðmn á gróf- fóðri. Ársrit ræktunarfélags Norður- lands 72: 6-27. 4. Gunnar Ólafsson & Friðrik Pálma- son, 1968. Næringargildi töðunnar 1967. Freyr 64: 351-356. 5. Gunnar Sigurðsson, 1974. Fóður- forrit. 6. Jones, D.I.H. & Hayward, M.V., 1975. The effect of pepsin pretreatment of herbage on the predition of dry matter digestibility from solubility in fungal cellulase solutions. J. Sci. Food Agric. 26: 711-718. 7. Tilley, J.M.A. & Terry, R.A., 1963. A two stage technique for the in vitro digestion of forage crops. J. Br. Grassl. Soc. 18: 104-111. 8. Tryggvi Eiríksson, 1990. Innrauð mælitækni við fóðurefnagreiningar. I: Ráðunautafundur 1990: 211-215. 9. Þórarinn Lámsson, 1971. Starfs- skýrsla. Ársskýrsla Ræktunarfélags Norðurlands 68: 116-125. IVIol Lífrænn landbúnaður í sókn í Svíþjóð Á þessu ári munu um 600 bændur í Svíþjóð hefja lífræn- an búskap. Meðal þeirra er for- maður Sænsku bændasamtak- anna, LRF, Hans Jonsson. Hann er meðeigandi að jörð, þar sem 140 hektarar verða lagðir undir lífræna ræktun. Hans Jonsson kveður þetta vera hreina viðskiptalega ákvörðun. Markaður fyrir líf- rænar afurðir vex unt 30% á ári, og styrkjakerfi ESB við líf- rænan búskap er hagstætt fyrir bóndann. (Norsk Landbmk nr. 10/1999) FREYR 8/99 - 31

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.