Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 32
Brotakenndur annáll
Búnaðarþinga 50 fyrstu árin
i tilefni 100 ára afmælis þingsins
Hér fara á eftir nokkur dæmi
um Qölþætt viðfangsefni
Búnaðarþings á fyrri hluta
aldarinnar, það sem nær stendur ætti
að vera mönnum betur þekkt.
Þó að aðeins sé getið um örfá mál
ffá hverju þingi og ekki fylgt neinum
reglum í því hvers er getið og hvers
ekki, ættu þessi brot að sýna að
þingið lét sér fátt óviðkomandi og
það og Búnaðarfélag íslands komu
við sögu í flestum ef ekki öllum mál-
um sem til ffamfara þóttu horfa á
hverjum tíma. I öðru lagi má af þessu
yfirliti með góðum vilja rekja nokkra
þætti í þróunarsögu landbúnaðarins á
fyrri hluta aldarinnar. Nánari
upplýsingar er að finna í ritunum:
„Búnaðarþing. Hálffar aldar minn-
ing“, sem kom út 1952 og Búnaðar-
samtök á íslandi 150 ára 1837-1987
sem út kom 1998, bæði gefin út af
Búnaðarfélagi íslands.
Þingið 1899
Ósk um samvinnu milli Búnað-
arþings og Alþingis
Formaður landbúnaðamefndar Al-
þingis, Pétur Jónsson á Gautlöndum,
bar ffam þá ósk að samvinna gæti átt
sér stað milli landbúnaðamefndarinn-
ar og stjómar BÍ um þingtímann og
var því vel tekið.
Búnaðarrit
Stjóm BÍ falið að semja við Her-
mann Jónasson um kaup á útgáfurétti
að Búnaðarritinu.
Þingið 1901
Gróðrartilraunir
Akveðið að sækja um 2 þúsund
króna styrk til Alþingis til gróðrartil-
rauna.
Mjólkurmeðferð
Samþykkt ályktun um kennslu í
Jónas
Jónsson
tók
saman
mjólkurmeðferð og ákveðið að sækja
um 2 þús. kr. styrk til hennar.
Búfjárrækt og sýningar
Samþykkt ályktun um kynbætur
búpenings og lagt fyrir stjóm BÍ mál
um stofnun og fyrirkomulag naut-
griparæktarfélaga og nautgripasýn-
inga og að láta prenta form fýrir
mjólkur- og smjörskýrslur kúa, fóður-
skýrslur og ættartöluskrár. Félags-
menn nautgriparæktarfélaga skyldað-
ir til að halda slíkar skýrslur.
Styrkveitingar til sauðfjárræktarbúa
bundnar skilyrðum um að slíkar
skýrslur séu haldnar.
Búnaðarþing var fyrst
háð 7.-8. júlí og svo
25. ágúst árið 1899
í barnaskólahúsinu
í Reykjavík.
Kennsla í búnaðarskólum, ráðu-
nautastörf
Ákveðið að fela stjómamefhdinni
að láta mann kynna sér kennsluna á
búnaðarskólunum og gefa amtsráðun-
um og BÍ skýrslu um þetta efhi.
„Bþ. telur æskilegt að BÍ fái vis-
indalega menntaðan ráðunaut í öllum
hinum þýðingarmestu búnaðarmál-
um, er ynni að því að landið gæti
fylgst með búnaðarframfomm er-
lendra þjóða.“
Sláttuvél fyrir íslenska staðhætti
Stjóminni falið að taka til íhugunar
hvort eigi mætti fá hentugri verkfæri
fyrir bændur en þeir hafa nú, sérstak-
lega felur Bþ. stjómamefndinni að út-
vega álit hugvitsmanna um, hvort eigi
mundi vera hægt að laga einhveija
sláttuvél, svo að hún verði hentug á
túnum og engjum hér á landi.
J arðyrkj uverkfæraverslun
Stjóminni falið að stuðla að því, að
koma upp hér á landi, helst í hverju
amti, verslun á jarðyrkjuverkfærum
og búskaparáhöldum og hafa hér í
Reykjavík safh af verkfærum til sýnis
og reynslu.
Þingið 1903
Ný landbúnaðarverkfæri og
gömul. Verkfæri sýnd, prófuð og
útveguð
Sigurður Sigurðsson vakti máls á
að BI tæki að sér að sjá um útvegun
landbúnaðarverkfæra, einnig bar
hann ffam ósk um að félagið styddi að
því að safnað yrði saman gömlum
landbúnaðarverkfærum, og að hlynna
að því að gömul landbúnaðaráhöld
komist á fomgripasafnið.
„Stjóm BÍ er falið að hafa til sýnis
og prófunar í Reykjavík og á Akur-
eyri nokkur helstu búskaparáhöld,
einkum jarðyrkju- og mjólkurmeð-
ferðaráhöld þau er almenning van-
hagar um. Jafnffamt er henni falið að
leiðbeina og greiða fyrir útvegun á
þeim að því leyti sem það eigi bakar
peningalega ábyrgð. Stjóm BÍ er
heimilt að veija allt að 3000 kr. til að
byggja geymsluhús í Gróðrarstöðinni
í Reykjavík.“
Þingið 1905
Áveita á Skeið og Flóa
Skorað á Alþingi að veita fé handa
verkffæðingi frá útlöndum til þess að
32 - FREYR 8/99