Freyr - 01.12.2001, Qupperneq 4
Vopnafjöröur
í sókn og vörn
Viðtal við Sigríði Bragadóttur, bónda á Síreksstöðum í Vopnafirði
Sigríður Bragadóttir hefur
búið á Síreksstöðum í
Vopnafirói um 20 ára
skeið, ásamt manni sínum,
Halldóri Georgssyni. A siðasta
búnaðarþingi var hún kosin í stjórn
Bændasamtaka Islands. Frey
fannst þannig við hœfi að kynna
hana og sveit hennar, Vopnafjörð-
inn, fyrir lesendum blaðsins.
Ég er fædd og uppalin í Sand-
gerði. Faðir minn hét Bragi Bjöms-
son og var skipstjóri alla sína tíð,
fæddur í Sandgerði en ættaður af
Snæfellsnesi og Miðnesi. Móðir
mín hét Rósa Magnúsdóttir og var
ættuð frá Ljótarstöðum í Skaftár-
tungu og af Miðnesinu. Sandgerði
er í Miðneshreppi og hreppurinn
skiptist í nokkur hverfí. Þannig var
móðir mín úr Bæjarskershverfí, en
æskuheimili hennar hét Hólkot og
var rétt hjá Bæjarskerjum. Þegar
foreldar mínir vom að alast þama
upp vora þar allir með búskap, þ.e.
kýr fyrir heimilið og kindur, en í
æsku minni voru bara einstaka
karlar eftir með kindur.
Ég elst þama upp og geng þar í
unglingaskóla, meira nám var ekki
að hafa þar, en síðan var ég í Versl-
unarskólanum tvo vetur. Það var
inntökupróf inn í hann og sumarið
eftir unglingaskólanum var kennari
í Sandgerði, Ingi Bergmann að
nafni, sem bauðst til að hjálpa mér
að komast áfram í námi og kenndi
mér íslensku og stærðfræði og
honum á ég mikið að þakka. Það
var þannig þá á 7. áratugnum að
úti á landi, eins og mátti segja um
Sandgerði þá, að skólakerfið þar
var mikið á eftir
Reykjavíkursvæðinu. Við vorum
t.d. ekki með sömu skólabækur og
í skólum í Reykjavík og jafnaldrar
mínir þar voru komnir miklu
lengra en ég í námi.
Ég fór svo í Verslunarskólann
haustið 1963 og var þar tvo vetur.
Skólastjóri var þá Jón Gíslason og
þéraði alla og maður lærði það af
honum og þéraði alla ókunnuga. Ég
fór t.d. á síld á Raufarhöfh og sagði
við mann þar: „Gætuð þér lánað
mér eldspýtur?“ og það var mikið
hlegið að mér fyrir það.
Skólaganga min varð skemmri
en ella fyrir það að ég átti kærasta
og við eignuðumst bam þegar ég
var 17 ára. Hann varð þó ekki mað-
urinn minn, heldur giftist ég fáum
árum síðar Halldóri Georgssyni frá
Síreksstöðum, en hann var þá flutt-
ur til Sandgerðis og starfaði þar.
Faðir hans hafði hins vegar byggt
nýbýlið Sunnuhlíð, úr Síreksstöð-
um, og Halldór er meira og minna
alinn upp þar.
Við byggðum okkur einbýlishús í
Sandgerði og bjuggum þar í 7 ár.
Svo datt okkur þetta í hug að flytja
Sigríóur Bragadóttir, bóndi á Sireks-
stöðum i Vopnafirði.
í sveitina. Eiginlega var ég meira
áfram um að breyta til en hann því
að hann vissi að búskap í Vopna-
fírði hafði hnignað og jarðir þar
farið í eyði.
Við flytjum svo austur kalda vorið
1979. Síreksstaðir höfðu þá verið í
eyði í þrjú ár eftir að föðursystkini
hans hættu að búa. Astand jarð-
arinnar var því ekki gott, hús nánast í
niðumíðslu og allt orðið mjög
gamalt. Við seldum húsið okkar i
Sandgerði og keyptum jörðina með
gögnum og gæðum. Það þótti
sumum þá skrýtið og fannst við fara
á móti straumnum. Við höfum haldið
því áffam því að það hafa verið mjög
erfið ár í búskapnum síðan.
Hvernig búi komið þið upp?
Við byrjuðum með sauðfé og ætl-
uðum okkur alltaf að einbeita okk-
ur að því. En það var erfítt og verð-
bólgan rauk upp úr öllu valdi um
þetta leyti. Það var engin verð-
trygging á eftirstöðvum verðsins á
húsinu okkar í Sandgerði og reynd-
ar ekki á jörðinni heldur. Þetta var
erfitt og þeir peningar sem við ætl-
uðum að nota til uppbyggingar á
jörðinni urðu nánast að engu. Svo
kemur myntbreytingin þama inn í
og ég held að einhverjir hafi grætt
vel á henni. Þetta fór allt svona og
var mjög erfítt. En við vildum
reyna að halda áfram. Það var
þama gamalt íjós fýrir 7 kýr sem
hafði ekki verið notað í mörg ár
sem slíkt, heldur fyrir kálfa og
kindur. Við ákváðum þá að innrétta
það og fengum úthlutað mjólkur-
kvóta, sem byrjendur og hann kost-
aði þá ekkert. Svo sóttum við um
meira og þetta var alltaf óttalegt
basl.
Síðan sáum við það að við vomm
með ónýt fjárhús og þurftum að
4 - Ffi€VR 12/2001