Freyr - 01.12.2001, Síða 5
Ibúðarhúsið á Síreksstöðum. (Ljósmyndir tók Halidór Georgsson).
byggja ný ef við ætluðum að halda
áfram með féð. Við ákváðum þá að
gera það ekki en stækka heldur
íjósið og stækkuðum það um 9
bása. Það var svolítið sérstakt að
við gátum notað gamalt þakjám af
fjárhúsunum, því að þama ryðgar
ekki jám, sjávarseltan nær ekki til
okkar, þama 23 km frá sjó. Þetta
fjós varð fljótlega einnig of lítið og
við fómm að breyta kálfaplássi fyr-
ir kýr og byggja annars staðar yfir
kálfana. Núna emm við komin með
pláss fyrir 23 kýr og aðstöðu fyrir
kálfa. Þegar hér var komið þá áttum
við greiðslumark fyrir 100 fjár og
seldum það og keyptum mjólkur-
kvóta fyrir og þá emm við með
tæpa 90 þús. lítra kvóta, sem er of
lítið til að hafa framfæri sitt af. Það
er heldur ekkert að hafa upp úr
nautakjötinu, þannig að maður veit
ekkert um framtíðina í þessum efn-
um.
Hvernig nýtir þú þér þjónustu
Bœndasamtakanna?
Við emm með i kúaskýrsluhald-
inu og sendum mánaðarlega mjólk-
urskýrslur til BI, núorðið í tölvu-
pósti en áður í pósti. Við emm með
kúasæðingar, sem bóndi í sveitinni
annast, og höfum sérstakt félag
sem sér um þær, Nautgriparæktar-
félag Vopnafjarðar. Allar greiðslur
til þess frá BÍ koma þó í gegnum
skrifstofu Búnaðarsambands Aust-
urlands.
Hvað eigið þið mörg börn?
Við eigum þrjú böm saman og öll
mín fjögur böm era dætur og allar
fluttar að heiman og búsettar hér og
þar á landinu, þannig að við emm
orðin tvö ein heima, hjónin. Bú-
skapurinn tekur allan okkar tíma
ásamt félagsmálastörfum minum.
Fyrstu árin unnum við í slámrhús-
inu á haustin en við höfum ekki séð
okkur það fært í seinni tíð.
Hins vegar höfum við um árabil
haldið búreikninga, með Búbótar-
forritinu og áður með því forriti
sem þá var notað. Ég er búin að
vera í þessu síðan virðisaukaskatt-
urinn kom. í sambandi við það hef
ég unnið við að skrá bókhald fyrir
bændur í sveitinni. Áður skráði ég
fyrir fleiri en með vaxandi tölvu-
notkun þá em sífellt fleiri að fara út
í þetta sjálfir. Þetta fer til Búnaðar-
sambandsins á Egilsstöðum og
þaðan til Hagþjónustunnar á
Hvanneyri.
Það er mjólkursamlag á Vopna-
firði?
Já, og það er núna í eigu þeirra
bænda sem leggja inn í það, en
mjólk er nú framleidd á átta bæjum
í sveitinni. Þeir mega ekki færri
vera, en tveir hættu árið 1999.
Mest af mjólkinni er pakkað í
dagvörur og við emm með dag-
vörumarkaðinn á Bakkafírði og
Þórshöfh. Svo er nýlega farið að
framleiða súrmjólk, sem blönduð
er með bláberjum og ávöxmm og
hún hefur tekist mjög vel og verið
send lengra til, t.d. í Egilsstaði. I
mjólkurbúinu vinna þrír menn, þar
af tveir mjólkurfræðingar, auk
mjólkurbilstjóra.
Þetta er auðvitað erfiður rekstur
en mjólkurbúið fær einhvem flutn-
ingastyrk, eins og t.d. búið á ísa-
firði, sem þjónar litlum markaði.
Við emm það mikið út úr að ég sé
ekki hagkvæmnina í því að fara að
flytja mjólk til okkar langar leiðir,
ef þetta bú yrði lagt niður. Ef norð-
austurhluti landsins á yfirleitt að
vera byggður þá tel ég að það þurfi
að reka þar mjólkurbú og við telj-
um ekkert áhorfsmál og að þar sé
gott að vera eins og annars staðar á
landinu.
Hvernig er staða byggðar í
Vopnafirði, bœði í sveitinni og
kauptúninu?
Það hefur fækkað fólki þessi
rúmu 20 ár sem ég hef búið þama,
bæði í sveitinni og þorpinu. Fyrst
eftir að ég flutti austur vora í sveit-
inni margir ungir bændur og síðan
hafa nokkrir nýir tekið við en víða
virðist manni að ekki taki nýir við
þegar núverandi ábúendur hætta.
Ungt fólk hefúr ekki mikinn áhuga
á að taka við, sem er eðlilegt, af-
koman er ekki svo góð. Sveitaböm-
in em alin upp við það að það sé
aldrei til peningur.
Það er gmnnskóli á Vopnafirði
upp í 10. bekk, eftir það verða
unglingamir að fara annað i fram-
haldsskóla. Egilsstaði, Akureyri
eða suður. Þeir hafa þó komið heim
á sumrin og haft vinnu en nú síð-
ustu tvö sumrin hefur sama og ekk-
ert verið fyrir þá að gera heima.
Áður var það fiskvinnslan en sl.
sumar var t.d. afar lítil bolfisk-
vinnsla.
Vinna hefur verið að dragast
saman í þorpinu að undanfomu.
Bæði hefúr fækkað smábátum og
sá fiskur, sem hefúr komið að landi,
FR€VR 12/2001 - 5