Freyr - 01.12.2001, Page 9
Sigriður á Sireksstöðum við mjaitir.
að skipta stigunum milli hjóna.
Þetta var að vísu aðeins leyft í tak-
markaðan tíma og sumir gerðu það
en aðrir ekki og svo var þessu lok-
að. Við vildum opna aftur fyrir
þetta og kynna það vel þannig að
fleiri geti látið skipta stigunum og
það var gert.
Annars finnst mér að bændur eigi
að nýta sér frjálsa lífeyrisspamað-
inn sem nú er boðið upp á. Þetta er
séreignarlífeyrissjóður og frádrátt-
arbær til skatts, þegar greitt er inn
eins og aðrar lífeyrisgreiðslur en
skattur greiddur þegar útgreiðslur
hefjast, en þá geta menn líka nýtt
sér persónufrádráttinn til fulls.
Nú varst þú kosin í stjórn Bænda-
samtakanna á síðasta búnaðar-
þingi. Hver er reynsla þín af því?
Hún er ekki mikil ennþá, ég hef
fengið þar góðar móttökur og það
ríkir þar góður starfsandi. Það em
mjög fjölbreytt mál sem lögð em
fyrir stjóm BÍ, svo sem umsagnir
um reglugerðir og lagafrumvörp,
þar sem gæta þarf hagsmuna
bænda. Oft er einhverjum í stjóm-
inni og framkvæmdastjóra falið að
fara yfír málin og gera um þau til-
lögur.
Svo koma skyndilega mál þar
sem þarf að bregðast hratt við, svo
sem Goða málið í haust, þar sem
sauðfjárslátrunin var í uppnámi. Þó
að ég hafi enn setið aðeins fáa
fundi þá er auðfundið að þama
fínna menn vel fyrir ábyrgð sinni.
M.E.
Molar
Pólland býst við
miklum stuðningi
við landbúnað sinn
við inngöngu í ESB
Pólland hefiir sótt um aðild að
ESB og má búast við að landið
verði tekið inn í sambandið árið
2004. Við aðildina væntir Pólland
þess að fá rausnarleg framlög úr
sjóðum ESB til að færa landbúnað
landsins í nútímalegt horf.
A hinn bóginn hafa sum aðildar-
lönd ESB áhyggjur af að upp-
byggingin á landbúnaði í Póllandi
verði of kostnaðarsöm fýrir sam-
bandið. Þar er Frakkland fremst í
flokki.
Fulltrúar Póllands í samninga-
viðræðunum við ESB telja að
beinir styrkir til pólsks landbúnað-
ar fyrstu árin séu óhjákvæmileg
forsenda þess að þjóðin samþykki
aðildina. Gerhard Schröder,
kanslari Þýskalands, hefur jafn-
frarnt sagt að stækkun ESB í aust-
ur sé óhugsandi án þátttöku Pól-
lands.
Pólsku samningamennimir telja
líklegt að Pólland fái fyrsta árið
sem aðildarland aðeins 30% af
þeim framlögum til landbúnaðar
sem núverandi lönd sambandsins
fá, en þetta hlutfall fari síðan
hækkandi. Á þetta vilja þeir fall-
ast, ef ESB veitir jafnframt styrki
til fátækustu héraða Póllands. Um
það á eftir að ná samkomulagi.
Fyrir hefur legið ákvörðun um að
íbúar landa ESB megi ekki kaupa
jarðnæði í Póllandi eftir inngöngu
þess í sambandið fyrstu 18 árin.
Ríkisstjóm Póllands hefur nú fallist
á að stytta þann tíma niður í 12 ár
og þá hafí viðkomandi kaupandi
búið í Póllandi og unnið þar við
landbúnað í a.m.k. þijú ár.
(Landsbygdens Folk nr. 47/2001).
ESB stefnir að
skyldumerkingu
sauðfjár
Embættismannaráð ESB hefur
ákveðið að koma á skyldumerkingu
á sauðfé í löndum sambandsins.
Tilgangurinn með því er einkum sá
að fá betra yfirsýn yfir útbreiðslu
sjúkdóma eins og gin- og klaufa-
veiki og riðu. Sérffæðingar í búfjár-
sjúkdómum hafa lagt ffam kröfur
um slíka merkingu til að auðveldara
verði að rekja dreifingu þessara
sjúkdóma í sauðfé til að auðvelda
baráttu gegn þeim í ffamtíðiimi.
Eftirlitið gegnir jafnframt því
hlutverki að fylgjast með árangri
af nýrri aðferð við að greina riðu-
veikin i sauðfé sem talin er geta
komið að gagni við að rannsaka
hugsanlegt samband ntilli kúariðu
og sauóQárriðuveiki.
(Landsbygdens Folk nr. 47/2001).
FR€VR 12/2001 - 9