Freyr - 01.12.2001, Qupperneq 12
Hugum ao kvígunum
Igrein hér í blaðinu fyrir einu
ári rakti ég þróun síðustu ára
hér á landi í sambandi við
burðartíma og burðaraldur hjá
fyrstakálfs kvígum. Þar var sýnd
greinileg þróun í átt til síhækkandi
hlutfalls kvígnanna sem bera að
hausti eða snemma vetrar. A sama
tíma verða kvígumar einnig sífellt
eldri þegar þær bera fyrsta kálfi.
Ljóst er að það, hvenær kvígum-
ar koma inn í framleiðsluna, er einn
af stærstu stýriþáttunum í fram-
leiðslunni sem bóndinn hefur í
hendi sér. Þess vegna er eðlilegt að
þessir þættir séu í sívökulli endur-
skoðun hjá hverjum og einum
mjólkurframleiðenda.
í þessum greinarstúf er ekki ætl-
unin að endurtaka þau atriði, sem
bent er á í áðumefndri grein, heldur
vísað til hennar. Þessar niðurstöður
hafa einnig verið vel kynntar á
mörgum námskeiðum um uppeldi á
kvígum á síðustu missemm. Hér er
aðallega ætlunin að beina athygli
að alltof slakri nýtingu á kvígunum
í ræktunarstarfínu í dag.
Hreyfiafl þeirra breytinga, sem
orðið hafa á siðari ámm, er aukin
viðleitni mjólkurframleiðenda til
að framleiða meiri mjólk á haust-
og vetrarmánuðum en áður var. Til-
högun beingreiðslna vegna mjólk-
urframleiðslunnar hefur m.a. verið
til þess að hvetja til slíkra breyt-
inga.
Það verður líklega aldrei lögð
nægjanlega áhersla á það hve góð
nýting markaðar hér á landi fyrir
mjólk og mjólkurvörur er mikið
undirstöðuatriði fyrir mjólkurfram-
leiðendur. Þar er jafnvægi fram-
leiðslu og eftirspumar lykilatriði.
Framleiðslustýringin í mjólkur-
framleiðslunni hefur með miklum
ágætum tryggt þetta jafnvægi á
hverju ári frá því það kerfí ver tekið
upp. Feikimikill árangur hefur
einnig náðst í jöfnun framleiðslu
eftir árstímum. Sá árangur er raun-
eftir
Jón Viðar jF jmk
Jónmundsson, W7
Bænda- \
samtökum
íslands Æ
1
ar það mikill að nú er mjólkurfram-
boð fyrri hluta vetrar orðið umfram
þarfír og reglum um álagsgreiðslur
í beingreiðslum hefur verið breytt í
ljósi þess, eins og framleiðendur
þekkja.
Þessar breytingar álagsgreiðslna
hljóta að hvetja hvern og einn
framleiðenda til að taka til endur-
skoðunar þann stjórnþátt sem burð-
artími kvígnanna er. Niðurstöður af
slíku mati hljóta hins vegar að
verða mjög breytilegar frá einu búi
til annars. Mismunandi aðstaða í
vinnutilhögun á búinu, beitarað-
stæðum og fjölmörgum öðrum ytri
stýriþáttum, hlýtur að móta mat
hvers og eins á breytingum í þeim
efnum.
Hér er ætlunin að gera að umtals-
efni aðra breytingu sem orðið hefur
á síðustu árum en á sér vafalítið
eina meginskýringu í aukinni sam-
þjöppun burðartíma hjá fyrstakálfs
kvígunum. Um er að ræða hið
feikiháa hlutfall af kálfum undan
fyrstakálfs kvígunum, sem eru und-
an heimanautum. Það er ljóst að í
því er talsverð vinnuhagræðing að
hafa naut í stórum kvíguhópum í
stað þess að láta sæða kvígumar.
Fylgifiskur slíkrar hjarðmennsku
mun að vísu í allmörgum tilfellum
verða meiri óvissa um burðartíma
hjá kvígunum þegar sá tími kemur.
Vel þekkt er sú þróun síðustu ára
að endingartími kúnna í ffamleiðsl-
unni styttist jafnt og þétt. Þessu
fylgir þá um leið miklu meiri end-
umýjun í kúastofninum en áður
var. Víða er svo komið að allir
kvígukálfar, sem fæðast á búinu,
em settir á til viðhalds kúastofnin-
um. Þær aðstæður leiða til þess að
ef heimanaut em notuð á kvígumar
þá verða 20-40% af kvígunum, sem
koma inn í framleiðsluna á hverju
ári, undan heimanautum.
Mikið er rætt um þörf á því að
efla ræktunarstarfíð í nautgriparækt
hér á landi. Ekkert vafamál er á að
breytingar á framangreindu ástandi
em þær breytingar sem gera mætti
og mundu skila mestu fyrir ræktun-
arstarfið í íslenska kúastofninum í
heild.
Ástæður þess að svo er skal ég
skýra ögn nánar. Stærsti flöskuháls
ræktunarstarfs í nautgriparækt hér á
landi er stærð kúastofnsins sem fer
minnkandi með hverju ári. Virkur
hluti kúastofnsins og sá hluti sem í
raun nýtist hinu sameiginlega rækt-
unarstarfi er hins vegar aðeins sá
hluti kúanna sem upplýsingar em
um í sameiginlegu skýrsluhaldi og
tengist sameiginlegu nautahaldi
með sæðingarstarfseminni.
Á síðustu áratugum hefur orðið
umbreyting í þátttöku bænda í
skýrsluhaldi og möguleikar til auk-
inna landvinninga þar em því orðn-
ir mjög takmarkaðir og bundnir
fyrst og fremst ákveðnum land-
svæðum.
Hins vegar hefur ekki orðið til-
svarandi breyting í hlutfallslegri
notkun á sæðingum. Þar er það
vafalítið öðru fremur notkun
heimanautanna á kvígurnar sem
skiptir umtalsverðu máli.
Ræktunarframfarir ráðast
af fyrstakálfs kvígum
undan ungum nautum
Sá fjöldi af fyrstakálfs kvígum,
sem koma á skýrslu á hverju ári og
er undan ungum nautum, sem verið
er að afkvæmarannsaka, ræður
meiru um ræktunarmöguleika í
stofninum en nokkur annar þáttur.
Veikustu hlekkimir í framkvæmd
okkar em fyrst og fremst þeir að
fjöldi nauta, sem þannig er hægt að
12 - FR€VR 12/2001