Freyr - 01.12.2001, Page 14
SUNNA
- rekstrarráðgjöf til kúabænda -
þann kostnað sem sveiflast með
framleiðslumagninu því að þar er
að fínna stærstu einstöku kostnað-
arliðina, s.s. kjamfóður og áburð.
Markmiðið í gegnum allan ferilinn
er að hámarka muninn milli bú-
greinatekna og breytilega kostnað-
arins þannig að búgreinatekjumar
aukist án þess að breytilegi kostn-
aðurinn hækki hlutfallslega jafn
mikið. Þessi mismunur á búgreina-
tekjunum og breytilega kostnaðin-
um kallast framlegð og hlutfall
framlegðar af heildarbúgreinatekj-
um nefnist framlegðarstig og em
þetta helstu hagfræðihugtökin sem
bændur þurfa að temja sér.
Framlegðarstig vísar til þess hve
mörg prósent af búgreinatekjunum
em eftir til að greiða allan þann
kostnað sem eftir er þegar búið er
að greiða breytilega kostnaðinn.
Reynslan hefur sýnt að bú sem hef-
Samanburður milli ára, kr/innlagðan líter
Tekjur Búgr.tekj. Breytil.kostn. Fastur kostn. Afskriftir Fjárm.kostn. Fjsk.tekjur Framl.stig
I □1997 = 119.6361. ■1998= 132.310 I. □ 1999 = 154.226 I. □2000=174.012 1.
Mynd 1. Niðurstöðutölur einstakra liða búsins eru settar upp myndrænt og bornar saman við tölur fyrri ára og þannig
myndast gott yfirlit yfir rekstur búsins milli ára.
SUNNA er heiti á verkefni
sem staðið hefur sl. þrjú ár
hjá Búnaðarsambandi Suð-
urlands. Um átaksverkefni
er að ræða eða öllu heldur þróunar-
verkefni í ráðgjöf til kúabænda
með það að markmiði að veita
rekstrarleiðbeiningar um allt sem
viðkemur rekstri á kúabúi.
Þegar nýr bóndi skráir sig í verk-
efnið er fyrst gerður samningur
milli viðkomandi bónda og Búnað-
arsambandsins um hvaða verk
Búnaðarsambandinu er ætlað að
vinna og hvaða gögn bóndi skuld-
bindur sig til að láta Búnaðarsam-
bandinu í té til að gera ráðgjöfun-
um kleift að sinna sínu starfi. I
SUNNU er lögð á það áhersla að
nýta þau gögn sem bændur hafa nú
þegar yfir að ráða en bónda er ekki
ætluð meiri skráning en nú þegar er
gerð.
eftir
Jóhannes Hr.
Símonarson,
nautgiparæktar-
ráðunaut,
Bsb.
Suðurlands
í upphafi er gerð rekstrargreining
á búinu út frá skattframtali og bók-
haldi síðasta árs. I greiningunni fást
mikilvægar upplýsingar um hvaða
til sigurs
atriði það væru helst þar sem bónd-
inn gæti lækkað kostnað eða hvaða
atriði það eru sem helst þurfa skoð-
unar við. Sérstök áhersla er lögð á
breytilegan kostnað búsins, þ.e.
14 - pR€VR 12/2001