Freyr - 01.12.2001, Síða 16
Aðbúnaður smákálfa
Ein af forsendum þess að
vel takist til við uppeldi
smákálfa er að við tryggj-
um þeim góðan aðbúnað
frá fyrsta degi. í þessari grein verð-
ur fjallað um aðbúnað kálfa á aldr-
inum 0-3 mánaða. Á þessu tímabili
er markmið með fóðrun kálfa að
þeir nýti vaxtargetu sína til fulls,
þannig að við 3ja mánaða aldur
hafi kálfamir náð 90-100 kg þunga.
Til þess þurfa þeir að hafa aðgang
að úrvals gróffóðri, kjamfóðri og
mjólk. Alla þessa þætti þarf að
hafa í huga þegar við hönnum að-
stöðu fyrir smákálfa.
í flestum eldri fjósum er gert ráð
fyrir uppeldisaðstöðu á rimlagólf-
um. Reynslan sem við höfum af
þeirri stíugerð er misjöfn. Erlendis
hafa aðrar stiugerðir náð út-
breiðslu, t.d. hálmstíur eða legu-
básastíur. I sumum löndum em t.d.
kröfur í aðbúnaðarreglugerðum að
0-3 mánaða kálfar hafi aðgang að
legusvæði með heilu undirlagi.
Margir hafa leitað leiða til að
bæta aðbúnað 0-3 mánaða kálfa
sem hafðir em á rimlum, t.d. með
því að strá hálmi á hluta rimlanna,
eftir
Unnstein Snorra
Snorrason,
Rannsókna-
stofnun
landbúnaðarins,
bútæknisviöi
en þvi fylgir mikil vinna við út-
mokstur og þrif. Þá hafa menn
einnig sett upp sérstaka legubása í
rimlastíunum fyrir kálfa á þessum
aldri. Slíkt hefur gefið góða raun.
Hér verður fjallað um það hvem-
ig við getum breytt rimlastíum með
einfóldum hætti og þannig bætt að-
búnað smákálfanna. Norðmenn
nota talsvert stíugerð sem þeir kalla
"tráktalle". Sem við gætum kallað
hallandi hálmsvæði. Slíkar stíu-
gerðir em þekktar víða annars stað-
ar t.d. í Sviss og Þýskalandi.
Stíumar em þannig uppbyggðar
að gólfi stíunnar er skipt í tvennt,
annars vegar í legusvæðið og hins
vegar átsvæðið eða athafnasvæði
gripanna. Legusvæðið hallar 7%
frá innra enda stíunnar að átsvæð-
inu og er 20 sm hærra en átsvæðið
(sjá mynd 1). Innst á legusvæðið er
stráð söxuðum hálmi. Vegna hall-
ans og umferðar gripanna skríður
hálmurinn smám saman aftur eftir
legusvæðinu niður á gólf átsvæðis-
ins. Þaðan er hann hreinsaður í
burtu með sköfu eða vélmokstri.
Slíkt hefur auðvitað áhrif á það
hvemig við meðhöndlum mykjuna.
Einnig kemur til greina að nota tré-
spæni eða sag sem undirburð.
Þannig getur gólf átsvæðisins verið
rimlagólf og við getum nýtt hefð-
bundna tækni við útmokstur og
dreifingu mykjunnar.
Skoðum nánar hvemig stía fyrir
15 kálfa á aldrinum 0-3 mánaða
(100 kg þungir) gæti litið út. Fyrir
þennan fjölda kálfa þurfum við stíu
sem er 4,0 x 6,0 m að innanmáli,
sem við skiptum upp í legusvæði
og átsvæði.
Legusvæðið er 12 m2, þannig að
hver kálfur hefur 0,8 m2 legusvæði
og 1,6 m2 stiupláss alls. Legu-
svæðinu verður að halla frá innri
enda stíunnar í átt að átsvæðinu um
a.m.k. 7%. Legusvæðið er haft 20
sm hærra en gólf átsvæðisins.
Æskilegt er að undirlag legusvæð-
isins sé einangrandi gúmmímotta.
Jötukanntur; 30-40 sm hár.
Hluti hans gætl veriö úr
stifu gúmmi. Breidd
0,4 m 2 m
0,3 m ZZZZ.
Fóðurgangur
6 m
4 m
Hér má sjá einfalda mynd af þvi hvernig stía með hallandi legusvæði lítur út. Teikning: Unnsteinn Snorri Snorrason.
16 - FR€VR 12/2001