Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.2001, Qupperneq 17

Freyr - 01.12.2001, Qupperneq 17
Myndin er tekin i tilraunafjósinu á Ási. Hér má sjá sællega NRF kálfa i stíu með hallandi legusvæði. (Ljósm. Unnsteinn Snorri Snorrason). Sag hentar betur en spænir sem undirburður vegna þess að það hef- ur rneiri þurrkunareiginleika og treðst ekki eins fljótt niður af legu- svæðinu. Nauðsynlegt er að stærð og milli- bil gólfrimlanna á átsvæðinu sé miðað við kálfa á aldrinum 0-3 rnánaða. Hæfdegt er að rimlamir séu 10-12 srn breiðir og bil á milli rimla sé 3 sm. Mikilvægt er að það sé þétt gólf 40 sm upp við framhlið jötunnar. Atsvæðið þarf að vera 2 m djúpt, þannig að umferð kálfa fyrir aftan þá kálfa sem em að éta sé valdi ekki ónæði. A milli stía er rétt að hafa a.m.k. 1,3 m háar milligerðir. Gott er að hafa þær lokaðar að neðan og opnar að ofan (sjá mynd 2.). T.d með lóð- réttum teinum með 8-10 sm milli- bili. Ef kálfamir sjá vel út úr stíun- um verða þeir rólegri og ekki eins varir um sig. Þetta gildir um milli- gerðir í öðrum stíugerðum fyrir smákálfa. Gert er ráð fyrir að hver kálfur þurfi 30 sm átpláss, þannig að 15 kálfar þurfa 4,5 m aðgang að fóður- gang. Stían okkar var 6 m breið þannig að við höfum 1,5 m svæði afgangs við fóðurganginn, þar sem e.t.v. má koma fyrir sjálfvirkri kálfafóstru og kjamfóðurbás. Fyrir 15 kálfa er nóg að hafa eina brynningarskál. Mikilvægt er að vatnsflæði í hverri brynningarskál Tafla 1. Ýmis stærðarmál fyrir stíu með hallandi legusvæði. Kálfar allt að 100 kq þunga. Legupláss á kálf 0,8 m2 Alls rými í stíu á kálf l ,5 m2 Átpláss 0,3 m Dýpt átsvæðis 2,0 m Gólf - Breidd rimla 10-12 sm - Bil milli rimla 3 sm Halli á legusvæði 7% sé um 10 1 mín. og brynningarskál- in á að vera í um 50 sm hæð yfír gólfi. Einnig kemur til greina að nota svokallaða sogventla (svína- ventla) og koma þeim þá fyrir yfir rimlagólfinu. Góð aðferð er að festa þá með keðju í loftið, þannig að kálfamir hafa örlítið svigrúm til að færa þá til og drekka úr þeirri stöðu sem þeim þykir best. Kostir stíugerðar með hallandi legusvæði em þeir að kálfamir hafa gott legurými og geta legið með útrétta fætur. Hér gefst kálfunum færi á að liggja saman í hóp, en það er atferli sem við sjáum oft í hálmstíum. Minni hætta er á því að kálfar, sem em að éta, trufli þá sem em að hvíla sig. Einnig er það talsverður kostur við þessa stíugerð að hún er tiltölulega einföld í smíðum. Galli við stíur með hallandi legusvæði er helstur sá að við emm með nokkum kostnað tengdan hirðingu legusvæðisins. Bæði þurfum við undirburð og eins þarf að bera undir kálfana daglega og verka frá þeim. Á móti kemur það að kálfamir venjast umgengni mannsins, sem margir telja vafa- laust mikinn kost. Heimildir Gjestang, Knut-Erik; Gravás, Lasse; Langdalen, John Petter og Lilleng, Harald, 1991. Bygninger pá gárdsbruk. Landbruksforlaget: 288 s. Landbmgets Rádgivningscenter, 2001. Indretning af stalde til kvæg. Tværfaglig rapport: 95 s. FR€VR 12/2001 - 17 Mo/i Gen fundið fyrir meyrt kjöt Ástralskir vísindamenn segjast hafa fundið gen sem stjómar því að kjöt verði meyrara. Þetta er annað genið sem stjómar kjöt- gæðum sem fundist hefur. Hitt gefur fitusprengda vöðva. Með blóðprufu, sem tekin er af kálfinum nýfæddum, er unnt að ákvarða hvort hann er með “meyr” eða “seig” gen. Kálfar með tvö meyr gen em notaðir til undaneldis. Áströlsku vísindamennimir hafa einnig komist að því að kjöt af dýr- um sem em snögg í hreyfingum er seigara en kjöt af dýmm sem hreyfa sig hægara. Unnterað velja úr rólegri einstaklinga til undaneld- is aldri með skeiðklukku frá sjö mánaða. Vísindamennimir mældu hve langan tíma það tók fyrir kálfana að ganga tvo metra, þegar þeim var sleppt af vog eftir vigtun. (Landsbygdens Folk nr. 46/2001).

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.