Freyr - 01.12.2001, Side 18
Nautgripasæðingar
2000
r
árinu 2000 voru sæddar
23.748 kýr 1. sæðingu
eða 81,5% kúa sam-
kvæmt talningu haustið
1999. Er þetta örlítil fækkun frá ár-
inu á undan eins og sést á töflu 1 og
mynd 1. Á mynd 1 má þó sjá að
þátttakan er nokkuð sveiflukennd
milli ára þó að ávallt hafi hún legið
á bilinu rúmlega 81% til tæplega
85% síðustu átta árin.
eftir
Guðlaug V.
Antonsson,
Nautastöð BÍ,
Hvanneyri
Mynd 2 sýnir árangur sæðinga
frá 1993 og er hann talsvert sveiflu-
kenndur. Árangur sæðinga 2000
var 71,6% sem er 0,4% lakari ár-
angur en árið á undan en þó vel
viðunandi.
Notkun sæðinga er sem fyrr mis-
jöfn eftir búnaðarsamböndum.
Mest er þátttakan hjá Búnaðarsam-
bandi Suðurlands, 91,5% af fram-
töldum kúm sæddar, en minnst hjá
Norður-Þingeyingum og Stranda-
mönnum en á þeim svæðum eru í
dag afar fáar kýr og mjólkurfram-
leiðsla á mjög fáum búum. Önnur
svæði eru með notkun yfir 50% af
framtöldum kúm.
Af töflu 1 má lesa eftir svæðum
fjölda fyrstu sæðinga, fjölda tví-
sæðinga, árangur sæðinga og hlut-
fallslega notkun af heildarQölda
kúa á hverju svæði 1999 og 2000.
Á árinu 2000 voru flestar fyrstu
sæðingar í desember eða 3738 og í
janúar 3320 og voru það jafnframt
einu mánuðimir þar sem fyrstu
sæðingar voru fleiri en 3000 en
fæstar voru fyrstu sæðingar í sept-
ember 769 næst fæstar voru þær í
október 908, aðrir mánuðir vom
allir með fleiri en 1000 fyrstu sæð-
ingar. Best héldu kýmar sem sædd-
ar vom í september (79,2%), ágúst
(78,3%) og júlí (76,5%).
Frá upphafi liefur aðaltekjustofn
Nautastöðvarinnar verið sá að bún-
aðarsamböndin eru rukkuð um
ákveðna upphæð fyrir hverja fram-
talda kú á sínu svæði á ári, óháð
notkun sæðinga á svæðinu. Því
liggur í hlutarins eðli að þeim mun
almennari sem þátttakan er á svæð-
inu því hagstæðari ættu sæðingam-
ar að verða. Það er þvi er afar mik-
ilvægt fyrir búnaðarsamböndin og
ekki síður ræktun íslenska kúa-
kynsins að sem allra flestir taki þátt
í sameiginlegu ræktunarstarfi, öll-
um til hagsbóta.
Rétt er að geta þess að Nauta-
stöðin innheimtir aðeins fyrir kýr
Þátttaka í sæðingum 1993 - 2000
Mynd 1.
Árangur sæðinga 1993 - 2000
Mynd 2.
18 - FR€VR 12/2001