Freyr - 01.12.2001, Síða 19
Tafla 1.
Búnaðar- samband 1999 1. sæðing Tvísæðing Árangur Hlutfallsl. Notkun 2000 1. sæðing Tvísæðing Árangui Hlutfallsl. notkun
Kjalamesþings 184 41 75,5% 44,9% 231 64 79,6% 55,0%
Borgarfjarðar 2225 383 70,4% 80,0% 2008 321 71,6% 74,6%
Snæfellinga 812 237 69,9% 88,5% 724 241 70,6% 78,3%
Dalamanna 332 149 66,7% 62,3% 318 107 66,8% 62,0%
Vestfjarða 528 96 75,7% 61,8% 442 99 77,6% 54,8%
Strandamanna 35 0 74,3% 87,5% 17 0 64,7% 39,5%
V-Hún. 544 63 73,8% 76,3% 514 54 67,4% 73,3%
A-Hún. 893 177 75,0% 78,6% 828 113 76,1% 75,5%
Skagafjarðar 1916 113 71,7% 72,6% 2042 147 65,5% 81,6%
Eyjafjarðar 4368 370 74,1% 82,4% 4071 304 73,2% 78,2%
S-Þing. 1585 196 70,3% 85,7% 1587 195 70,7% 87,2%
N-Þing. 8 0 50,0% 16,0% 5 0 100,0% 12,8%
Austurlands 872 99 76,6% 61,5% 893 137 75,9% 66,7%
A-Skaft. 333 55 78,4% 74,8% 353 79 78,1% 81,5%
Suðurlands 10004 1241 70,9% 91,8% 9715 1252 71,4% 91,5%
Landið allt 24639 3220 72,0% 82,2% 23748 3113 71,6% 81,5%
og holdakýr en ekki fyrir framtald-
ar kvígur, þannig að notkun sæð-
inga á kvígumar er í raun að kostn-
aðarlausu fyrir búnaðarsamböndin
hvað snýr að sæði frá Nautastöð-
inni. Að auki er það staðreynd að
notkun sæðinga á kvígumar hefúr
heilmikið að segja hvað varðar
ræktunarstarfið og framfarir í því
og skora ég því á bændur að láta
sæða kvígumar í vetur.
Moli
Holland vill banna langa flutninga á búfé
Leggja ber niður búfjár-
markaði og flutninga á
búfé um langa vegu.
Þetta er tillaga Hollands í
anda bættrar siðfræði í búfjárfram-
leiðslu. Hollenski landbúnaðar-
ráðherrann, Laurenz-Jan Brink-
horst, styður þessa tillögu og skip-
ar sér þar með í raðir þeirra stjóm-
málamanna sem aðhyllast bætt
siðferði við meðferð á búfé.
Barátta gegn flutningi á búfé um
langa vegu hefúr hingað til ekki
notið mikils fylgis innan ESB.
Gin- og klaufaveikifaraldurinn á
árinu í löndum sambandsins hefur
breytt töluvert þeim viðhorfum.
Hinn umfangsmikli “búfjártúr-
ismi” í Mið-Evrópu er talinn geta
valdið því að smitsjúkdómar í bú-
fé geti breiðst með leifturhraða um
meginlandið.
Flutningar á búfé fram og aftur
em afar miklir á þessum slóðum. í
Þýskalandi einu vom árið 1999
flutt inn meira en þijár milljónir
svína og yfir 160 þúsund nautgrip-
ir, og á hinn bóginn voru þar flutt
úr landi um ein milljón svína og
750 þúsund nautgripir.
Það sem veldur þessu er aukin
sérhæfmg í landbúnaði. Smá-
grísa- og smákálfabúskapur ann-
ars vegar og uppeldi gripanna hins
vegar fer ekki fram á sömu jörð og
búféð skiptir um eigendur, a.m.k.
einu sinni á ævinni, það getur þá
kostað langt ferðalag, til annars
lands, jafnvel um þriðja landið.
Önnur ástæða fyrir þessum
flutningum á milli á milli landa er
mismunandi verð á gripunum eftir
löndum. Þegar viðskipti á lifandi
búfé opnuðust eftir gin- og klaufa-
veikifaraldurinn í ár streymdu
smágrísir frá Hollandi til Þýska-
lands í stómm stíl þar sem þeir
vom ódýrari en þeir þýsku.
Þjóðverjar hafa lagt fram mála-
miðlunailillögu hjá ESB um að
það rnegi í mesta lagi flytja búfé í
átta klukkutíma. Sú tillaga hefúr
ekki enn hlotið afgreiðslu hjá
ESB.
Það er til marks um þá gagnrýni
sem flutningar búfjár hafa fengið í
Þýskalandi að þýsku járnbrautim-
ar hafa hætt flutningum á búfé.
(Landsbygdens Folk, 8.júni 2001).
FR€VR 12/2001 - 19