Freyr - 01.12.2001, Qupperneq 20
Norræni genbankinn
fyrir búfé
Markmið Norræna
genbankans fyrir búfé
er að skapa verðmæti
með því að varðveita
og hagnýta á sjálfbæran hátt erfða-
lindir norrænna búfjártegunda.
Norræni genbakinn fyrir búfé er
og verður lítil stofnun og nytsemi
hennar er fólgin í því að ná árangri
með markvissu samstarfí við aðila
sem tengjast bútjárrækt á öllum
Norðurlöndunum, um að varðveita
þessa auðlind.
Hvers vegna?
Á umliðnum árum hefur þróun í
búijárrækt á Norðurlöndum leitt til
þess að erfðabreytileiki í greininni
hefúr minnkað. Það hefúr einkum
gerst á þann hátt að virkum kynjum
í rækmn hefur fækkað. Haldi þessi
þróun áfram mun það leiða til þess
að möguleikar á framforum með
kynbótum munu dragast saman,
þ.e. fjölbreytni erfðaeiginleika mun
minnka.
Kynbótastarfsemi nú til dags
eftir
Liv Lonne Dille,
upplýsingafulltrúa
Merki Norræna genbankans fyrir búfé.
byggist á innblöndun nýrra gena,
þ.e. notuð eru óskyld kyn í ræktun-
inni til að ná fram erfðaframförum.
Hvað gerist ef þessi óskyldu kyn
hverfa skyndilega af sjónarsviðinu?
Eina ráðið er þá að stunda úrval í
því kyni sem fyrir er. I ýmsum bú-
fjártegundum okkar getur þetta ver-
ið vandkvæðum bundið þar sem
erfðamengi þeirra hefúr rýmað að
íjölbreytileika. Það stafar einkum
af gífúrlega mikilli notkun á ein-
stökum gripum og einhliða ræktun-
armarkmiðum. Afleiðing þessa er
aukin skyldleikarækt og þau vanda-
mál sem henni fylgja. Líffræðileg-
ur fjölbreytileiki og úrvalsmögu-
leikar í ræktun í framtíðinni munu
að verulegu leyti velta á því sem nú
er að gerast. Það er því mikilvægt
að fara skynsamlega með það
erfðaefni sem við eigum yfir að
ráða nú, fyrr en varir getur þurft að
grípa til þess.
Hver?
Norræni genbankinn fyrir búfé
var stofnaður árið 1984 og er sam-
starfsverkefni á vegum Norrænu
ráðherranefndarinnar. Norræni
genbankinn fyrir búfé starfar sem
þekkingarmiðstöð með það að
markmiði að skapa verðmæti úr
erfðalindum íi búíjár á Norðurlönd-
unum.
Aðalmarkmið Norræna
genbankans fyrir búfé eru:
1. Að hafa með höndum fagþekk-
ingu á þeim verðmætum sem
fólgin eru í varðveislu og sjálf-
bærri nýtingu á erfðalindum bú-
fjár.
2. Að auka þekkingu þátttakenda í
störfum er varða varðveislu
erfðalinda búfjár, sem og al-
mennri þekkingu á gildi þeirra.
3. Að stuðla að samstarfí allra
þeirra sem tengjast þessu mál-
efni, bæði innan hvers þátttöku-
lands og á Norðurlöndunum öll-
um, til að nýta sem best fræði-
lega þekkingu og tiltæka tækni.
Gamait norskt fjárkyn, spelsau. islenska fjárkynið rekur uppruna sinn til þess.
20 - FR€VR 12/2001