Freyr

Volume

Freyr - 01.12.2001, Page 34

Freyr - 01.12.2001, Page 34
milli framleiðslu mjólkur og mark- aðar fyrir mjólk og mjólkurvörur. Innflutningur mjólkurvara nam um 1,6% markaðarins á árinu 2000. Framleiðslubindingin dró þó (einkum í upphafí) úr nauðsynlegri þróun innan greinarinnar. Hér er átt við bústærð, tækniþróun og fram- leiðslugetu búa. Þróun til stækkun- ar búa er hafin, en á enn langt í land. Af rúmlega 1.000 innleggj- endum mjólkur á árinu 2000 voru aðeins 111 með framleiðslurétt yfir 150 þúsund lítra mjólkur. Fram kemur m.a. í skýrslu dönsku sérffæðinganna að kostnað- ur við mjólkurframleiðslu er 2,5 sinnum hærri hér á landi en í Dan- mörku. Til skýringar eru einkum norðlæg lega landsins, afkasta- minni mjólkurkýr og ónóg nýting framleiðsluþátta. Þennan mun telja sérfræðingamir að megi minnka, en meðalbústofn á íslenskum kúa- búum er 26,8 mjólkurkýr saman- borið við 68,8 mjólkurkýr á dönsk- um kúabúum. Þá kemur einnig fram að heildarstefnumörkun í rannsóknum á sviði landbúnaðar sé ekki mjög ljós hér á landi. Treysta þarf hagkvæmni og samkeppnisstöóu í greininni í niðurstöðum sínum telur nefnd- in m.a. að til að treysta betur hag- kvæmni og samkeppnisstöðu framleiðenda þurfi að bæta afkomu þeirra. Þessu markmiði verði best náð með stækkun búa, aukinni framleiðni og þar með aukinni arð- semi í greininni. Samhliða þurfi að stuðla að bættri rekstrarvitund bænda með samstilltu átaki í menntun, fræðslu og rannsóknum, auk þess sem rekstrarupplýsingar verði gerðar aðgengilegri. Það er álit nefndarinnar að tryggja beri að núverandi kerfi framseljanlegra framleiðsluheimilda (kvóta) haldist áfram enn um sinn. Þannig verði best tryggður stöðugleiki á mark- aði, dregið úr óvissu og stuðlað að frekara framhaldi þeirrar hagræð- ingar sem orðið hefur í greininni. Nefndin telur að framkvæma þurfi rannsóknir með innflutningi erlends erfðaefnis sem skeri úr um getu íslenska kúakynsins í saman- burði við erlend kúakyn við ís- lenskar aðstæður. Eðlilegt sé að fullreyna vísbendingar þess efnis að verulega rekstrarlega hag- kvæmni megi sækja í afkastameiri erlend mjólkurkúakyn. í ljósi þess að aukin þekking og tækni er forsenda hagræðingar og samkeppnishæfni telur nefndin að áherslu beri að leggja á heildstæða skipulagningu rannsóknastarfsem- innar og að hún verði tengd búnað- armenntuninni með beinum hætti. Þannig verði tryggð best nýting fjármuna, gæði menntunar og rann- sókna, ásamt því að niðurstöður skili sér fljótt til hagkvæmari rekstrar hjá bændum. Þá er nefndin sammála um að til að tryggja samkeppnishæfni mjólk- uriðnaðarins beri að hraða sem frekast er unnt hagræðingu meðal afurðastöðva, auk þess sem efla beri enn frekar nýsköpun og mark- aðssókn. Með því móti verði sam- keppni frá innflutningi best mætt. Þessu takmarki megi ná með fækk- un vinnslustöðva og sérhæfingar- aðgerðum í mjólkuriðnaðinum. Þannig eru miklar líkur á að aðeins verði um tvö eða jafnvel eitt fyrir- tæki að ræða á innanlandsmarkaði. Það er skoðun nefndarinnar að viðhalda þurfi og efla ímynd mjólkurinnar gagnvart neytendum. í annan stað beri að tryggja fram- boð á hollum og næringarríkum mjólkurafurðum í hæsta gæða- flokki sem framleiddar eru í sátt við umhverfið. Helstu rök eru m.a. að dýrmætt sé að viðhalda ímynd um hreinleika afúrðanna með því að efla enn frekar gæðastýringu í frumframleiðslunni til að treysta enn frekar öryggi framleiðslunnar. Loks er það niðurstaða nefndar- innar að hafi Landssamband kúa- bænda frumkvæði að mótun fram- sækinnar stefnu, markmiða og leiða fyrir búgreinina á grundvelli þeirra hugmynda sem hér eru settar fram, telur nefndin að stjónvöldum beri að koma til móts við kúabænd- ur með öflugum stuðningi við nauðsynlegt rannsóknar- og þróun- arstarf í greininni. Samantekt úr dönsku skýrslunni Skýrslan tekur til könnunar á til- teknum þáttum í mjólkurfram- leiðslu á Islandi. Helstu atriði könnunarinnar lúta að kostnaði við framleiðslu mjólkur á Islandi í samanburði við önnur lönd, mark- aði fyrir íslenskar mjólkurvörur í ljósi alþjóðlegra viðskiptasamn- inga og skipulagi menntunar, rann- sóknarstarfs og ráðgjafarþjónustu. Kostnaður við mjólkurfram- leiðslu á Islandi er borinn saman við framleiðslukostnað í Noregi og Danmörku. I Noregi er svipað loftslag og búskaparhættir og á ís- landi en dönsk kúabú eru stærri en bæði hin íslensku og norsku. Þar að auki er notkun áburðar og ýmiss konar eiturefna meiri í Danmörku (intensive agriculture) en í hinum löndunum tveimur. Kostnaður við mjólkurfram- leiðslu á íslandi er svipaður og í Noregi, en um 2,5 sinnum hærri en í Danmörku. Á íslandi er það eink- um kostnaður vegna viðhalds og afskrifta á vélum og tækjum sem er hár. Að einhverju leyti kann hærri viðhalds- og afskriftakostnaður hjá íslenskum bændum að stafa af því að fjárhæðir eru byggðar á skatt- framtölum en ekki á uppfærðum efnahags- og rekstrarreikningum eins og gert er í Danmörku og Nor- egi. Styttra sumar (vaxtartími) kann einnig að skýra hærri kostnað á íslensku búunum. Engu að síður ætti að vera unnt að lækka fram- leiðslukostnað á mjólk með betri nýtingu framleiðslugetunnar, með niðurfellingu á álögum á innflutt fóður og með því að beina athyglinni frekar að leiðum til að auka framleiðni í atvinnugreininni. Islenski kúastofninn telur aðeins um 28.000 mjólkurkýr, og því eru möguleikar til kynbóta á íslensku kúnni mun minni en hjá stærri 34 - FR€VR 12/2001

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.