Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2001, Blaðsíða 38

Freyr - 01.12.2001, Blaðsíða 38
Rifbein Rifbein má fínna þegar þrýst er létt að þó eru þau ekki skörp, fitu- myndun er nokkur. Þegar húð er hreyfð rennur hún til. Mjaðmahnúta Mjaðmahnúta er skýr en mjúk þegar þreifað er, engar skarpar brúnir finnast. Halarót Nokkur fita fínnst við halarót, halagrópin er að hverfa, allt er mjúkt viðkomu. Setbein Hnútur setbeina eru nokkuð áberandi en ávalar viðkomu, fítu- myndun er hafín. Allt er mjúkt við- komu. Holdastig 4: Væn Þverþorn Til að finna þverþom spjald- hryggjar þarf að þrýsta nokkuð þétt að, virðist vera flatt og afrúnað. Rifbein Rifbein er aðeins hægt að fínna með því að þrýsta þétt að, kantar rifbeinanna fínnast varla, fitu- myndun er þó nokkur. Mjaðmahnúta Mjaðmahnúta er lítið áberandi, ávöl og mjúk. Fitumyndun er þó nokkur. Halarót Fita er þó nokkur við halarót og er húðin mjúk. Halagrópin er svo til fyllt. Setbein Hnútur setbeina era lítið áber- andi, ávalar og mjúkar viðkomu, fitumyndun er þó nokkur. Holdastig 5: Akfeit Þverþorn Þverþom spjaldhryggjar finnast ekki þó þrýst sé að, fita er það mikil að kúpt er yfír hrygginn. Mynd 5 sýnir kú sem er holdastiguð 5; 4,75; 5; 5; 4,75. Hnútur setbeina eru mjög hvassar og áberandi, húð er fost og mjög strekkt að setbeinum. Holdastig 2: Holdþunn Þverþorn Þverþom spjaldhryggjar eru ekki mjög hvöss, auðvelt að greina ein- stök þegar þreifað er, lítil fylling er milli þverþomanna. Húð losnar ei- lítið frá þegar reynt er að hreyfa hana til. Línan frá hrygg að þver- þomsendum myndar enn eins kon- ar hillu. Rifbein Greina má auðveldlega einstök rifbein þegar þreifað er, lítil fíta er á þeim en húð losnar frá þegar reynt er að hreyfa hana til. Mjaðmahnúta Mjaðmahnúta er skýr og frekar skörp, ef reynt er að hreyfa húð til losnar húðin eilítið frá. Halarót Engin fitumyndun er við halarót, skinn er eilítið farið að losna frá, enn er þó nokkur gróp á milli hala- rótar og setbeina. Setbein Hnútur setbeina era áberandi og Mynd 4 sýnir kú sem er holdastiguð 3,75 á öllum fimm stöðunum. fremur skarpar þegar þreifað er, þegar reynt er að hreyfa húð til losnar hún frá. Holdastig 3: Meðalholda Þverþorn Þverþomum spjaldhryggjar gætir þegar þreifað er, þverþomsendamir era afrúnaðir. Svonefnd hilla sést ekki lengur en í staðin er komin af- líðandi lína frá hrygg að þverþoms- endum. 38 - FR€VR 12/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.