Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.2003, Side 37

Freyr - 01.03.2003, Side 37
Möguleikar til heimasölu AFURÐA Á FERÐAÞJÓNUSTUBÝLUM Búnaðarþing 2003 beinir því til Landbúnaðarráðherra að skipuð verði nefnd til að athuga hvernig ferðaþjónustubændur geti selt eig- in afurðir til gesta sinna og skapað sér þannig sérstöðu á markaðin- um. Búnaðarþing 2003 leggur til að í nefndinni sitji fulltrúar frá Fé- lagi ferðaþjónustubænda, Um- hverfisstofnun og embætti yfir- dýralæknis. Nefiidinni verði falið að gera tillögur að nauðsynlegum reglugerðarbreytingum vegna málsins. Eðlilegt er að reglur sem heimila slík viðskipti séu í sam- ræmi við það sem gerist í ná- grannalöndum okkar. Samþykkt með þorra atkvæða gegn 1 Kjaranefnd Fjárhagsstaða bænda Búnaðarþing 2003 lýsir áhyggj- um af fjárhagsstöðu margra bænda. Raunhæfasta aðgerð til að bæta úr bágri fjárhagsstöðu, at- vinnuleysi og atgervisflótta er að standa vörð um störfin í dreifbýl- inu, bæði til sjávar og sveita, og minnir þingið á nauðsyn þess að standa við þá stefnu ríkisstjómar- innar að ný störf sem verða til á vegum ríkisins verði staðsett í dreifbýli. Búnaðarþing 2003 ítrekar álykt- un búnaðarþings 2002 um byggðamál. Þingið leggur áherslu á eftir- taldar bráðaaðgerðir: 1. Verulega hækkun dreifbýlis- styrkja, þannig að fjárhagslegt jafnrétti til náms verði tryggt. 2. Hækkun bamabóta og að dreg- ið verði að mun úr tekjuteng- ingu þeirra en hjá einstæðu for- eldri reiknast skerðing af tekju- stofni umfram kr. 58.705 á mánuði og hjónum og sambúð- arfólki af samanlögðum tekju- stofni umfram kr. 117.410 á mánuði. Barnabætur verði greiddar til 18 ára aldurs. 3. Varðstöðu um niðurgreiðslu- kerfi á upphitunarkostnaði og það verði notað til enn fiekari jöfnunar. 4. Greitt verði úr fjárhagsvanda heilbrigðisþjónustunnar í dreif- býlinu. Samþykkt samhljóða Eftirlitskostnaður I LANDBÚNAÐI Erindi Landssamtaka sauðfjár- bænda Búnaðarþing 2003 beinir því til stjómvalda, að við ákvörðun gjaldtöku opinberra stofnana fýrir ýmislegt eftirlit með landbúnaða- starfsemi, verði ávallt leitað um- sagnar Bændasamtaka íslands um viðkomandi gjaldskrá og rök- stuðning fyrir henni. Vísað til stjórnar. Tekjur af fuglaveiðum Búnaðarþing 2003 samþykkir að beina því til BÍ að hagsmuna- gæsla samtakanna fyrir bændur sem landeigendur tryggi hags- muni þeirra bænda sem hafa tekj- ur af fúglaveiðum, m.a. með að- komu að væntanlegum reglugerð- um umhverfisráðherra þar að lút- andi. Greinargerð: Margir bændur stuðla sjálfir veiðar á sínum lögbýlum eða af- réttum. Þá er einnig algengt að menn leigi þessi réttindi til ann- arra. Nauðsynlegt er að samtök bænda veiji hagsmuni þessa hóps. Samþykkt samhljóða Raforkuverð til LANDBÚNAÐAR Búnaðarþing 2003 beinir því til stjómar BÍ að skipa nú þegar starfshóp til að vinna með RA- RIK, og gæta hagsmuna bænda, vegna breytinga á marktaxta sem óhjákvæmilega verða á næstu mánuðum. Einnig að tryggja það að kostn- aður notenda við dreifingu á raf- magni í sveitum landsins aukist ekki frá því sem nú er vegna þeir- ra breytinga sem verið er að gera á raforkulögum, í frumvarpi sem nú liggur fyrir alþingi, þar sem dreifikerfið og jöfnun dreifingar- kostnaðar er skilið eftir í óvissu. Samþykkt samhljóða Umhverfis- og jarðræktar- nefnd Hreinsun á fjörum landsins Búnaðarþing 2003 skorar á Umhverfisráðuneytið að útvega fjármagn og koma skipulagi á hreinsun á fjörum landsins í sam- vinnu við Sjávarútvegsráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfé- laga Greinargerð: Rusl á fjömm er víða vandamál, en hreinsun erfið og kostnaðar- söm. Þó bændur séu í mörgum til- fellum vörslumenn lands og gæti þess að fúllri alúð, er fráleitt að ætlast til að þeir annist hreinsun á Qömm kringum landið nema gegn greiðslu. Þörf á hreinsun stafar af mengun sjávar og því er réttast að hið opinbera beri kostnað af því hreinsunarstarfi. Samkvæmt laga- frumvarpi er gert ráð fyrir þeirri túlkun að megnun á fjörum lands- ins verði skilgreind með mengun hafsins. Eðlilegast er að bændur og aðr- ir umráðamenn hafi umsjón með hreinsun á fjörum sínum, enda er nýtilegur reki hlunnindi þeirra og telst ekki með msli á fjörum. Freyr 2/2003 - 37 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.