Freyr - 01.09.2004, Blaðsíða 39
ástæðunum fyrir því að vægi
matsþáttanna í heildareinkunn var
breytt á síðasta ári þannig að vægi
fitunnar var aukið. Það er ljóst að
bændur verða að nýta niðurstöður
fitumatsins á markvissan hátt í
ræktunarstarfinu og sækja þar
hliðstæðar og helst meiri framfar-
ir en þeir hafa verið að ná fyrir
gerð. Ljóst er að slíkt mun skila
þeim miklu meiri íjárhagslegum
ávinningi en betri gerð og hlið-
stæður ræktunarárangur er vel
mögulegur gagnvart fitunni eins
og fyrir gerð. Vandamálið er að í
stofninum eru þessir tveir þættir
neikvætt tengdir. Hins vegar er
alveg ljóst að með ræktunarstarfi
síðustu ára hefur verið markvisst
unnið að því að brjóta niður þessi
neikvæðu tengsl og þegar niður-
stöður eru skoðaðar blasir árang-
ur þegar við vegna þess að stöð-
ugt fjölgar ungum hrútum sem
sameina mikla kosti í báðum þátt-
um.
Víkjum þá að niðurstöðunum
sem birtar eru í nokkrum töflum
með greininni á hliðstæðan hátt
og áður.
Hrútar með hæsta
KYNBÓTAMAT FYRIR FITU
Tafla 1 gefur yfirlit um þá hrúta
sem hafa best kynbótamat gagn-
vart fitu en þar eru samt gerðar
kröfur um að mat þeirra um gerð
sé ekki lægra en 90. I gögnum er
að finna feikistóran hóp hrúta með
enn hærra mat gagnvart fitu en hér
kemur fram, en þetta eru þá hrútar
sem fyrst og fremst eru að skila
vöðvarýrum og horuðum lömbum
(t.d. forystuhrútamir) og það er
ekki slík kjötframleiðsla sem mun
byggja upp kjötmarkað fyrir ís-
lenska fjárbændur.
Efstir í töflunni eru nokkrir
eldri hrútar sem hafa verið þama
í töflunum áður og um þá fjallað
þá, en þeir eru löngu fallnir. Af
yngri hrútunum em efstir synir
Tafla 2. Hrútar með 137 eða hærra qerð. Sjá í texta um frekari skilyrði. í kynbótamati fyrir
Nafn Númer Bær Fjöldi Fita Gerð Heild
Melur 01-200 Holtahólum 93 97 152 119,0
Skarfur 99-148 Ytri-Skógum 61 90 151 114,4
Kunningi 00-903 29 95 148 116,2
Vinur 02-332 V-Sámsstöðum 16 97 146 116,6
Lúður 95-560 Arnarvatni 304 104 143 119,6
Spakur 00-909 181 125 142 131,8
Óðinn 02-417 Presthólum 34 101 142 117,4
Þinur 02-132 Mýrum 49 109 141 121,8
Toppur 02-057 Þóroddsstöðum 41 101 141 117,0
Bati 02-222 Holtaseli 32 98 141 115,2
Snáði 01-245 Brekku 130 97 141 114,6
Garöur 00-083 Hesti 33 97 141 114,6
Múli 02-241 Brekku 144 95 141 113,4
Tappi 02-680 Baldursheimi 45 92 141 111,6
Toppur 01-331 Sólheimum 78 92 141 111,6
Sólon 01-899 106 114 140 124,4
Ari 01-515 Hjarðarási 99 100 140 116,0
Háfur 00-149 Nýpugörðum 165 98 140 114,8
Dagur 98-016 Mávahlíð 36 104 139 118,0
Örn 02-682 Baldursheimi 31 95 139 112,6
Slyngur 00-455 Baldursheimi 113 91 139 110,2
Austri 00-435 Skarði 151 108 138 120,0
Grímur 01-101 Staðarbakka 97 100 138 115,2
Gaui 02-102 Staöarbakka 22 94 138 111,6
Lækur 02-031 Mávahlíð 31 102 137 116,0
Títus 02-017 Fossárdal 35 97 137 113,0
99-131 Heiðarbæ 67 96 137 112,4
01-075 Bálkastöðum 69 95 137 111,8
Roði 99-149 Ytri-Skógum 49 94 137 111,2
Vísir 01-892 189 92 137 110,0
Tjörfi 01-039 Þernunesi 53 91 137 109,4
Spakur 00-909. Hefur hæst kynbótamat allra hrúta á landinu.
Freyr 6/2004 - 39 |