Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2004, Blaðsíða 61

Freyr - 01.09.2004, Blaðsíða 61
vetrarfóðrað fé er um 200.000 og kindakjötsneysla er aðeins um I kg á mann á ári. Finnar borða þó aðeins 400 grömm að meðaltali og þar er innan við 50.000 fjár á vetrarfóðrum. Danmörk kemur mitt á milli með um 120.000 fjár og kindakjötsneyslan er líka lítil eða um 1,1 kg á mann. Öll þessi lönd flytja inn dilkakjöt, einkum Danir og Finnar. Það gera Færey- ingar líka þótt þeir séu með um 75.000 fjár en þar er neysla kinda- kjöts mest á Norðurlöndum, um 33 kg á mann, og að því leyti skera þeir sig úr ásamt okkur Is- lendingum með 22 kg á mann. Grænlendingar koma næstir með 10 kg á mann og nægir lieima- framleiðslan af 20.000 ljár nokk- urn veginn og svipað er í Noregi, innflutningsþörf er mjög lítil en þar er neyslan tæp 6 kg á mann og féð flest, nær 1,1 milljón á vetra- fóðrum, en Island er næst að ljár- fjölda með 465.000 fjár. Sá munur er þó á okkur og öllum hinum Norðurlöndunum að við framleið- um einn af hverjum þrem dilkum í útflutning. I erindi mínu um stöðu sauðfjárræktar á Islandi gaf ég m.a. þær upplýsingar að af 2.253 tonna útflutningi dilkakjöts á ár- inu 2003 fór um helmingur til hinna Norðurlandanna, mest til Færeyja, Noregs og Danmerkur, í þeirri röð. Stærstu búin eru á Is- landi og í Grænlandi. A öllum hinum Norðurlöndunum er með- albústærð mun minni en þó er þar nokkuð um allstór bú. Þótt búum sé að fækka, einkum á þeim Norð- urlanda sem eru í Evrópusam- bandinu, virðast þau stækka lítið að meðaltali því að það færist greinilega í vöxt að sauðíjárrækt sé stunduð sem aukabúgrein eða hlutastarf með vinnu utan heimil- is. Oft er um hreinan tómstunda- búskap að ræða sem hentar vel þeim sem vilja búa i sveit án þess að fara út í búrekstur af fullri al- / húsinu “Breiðabliki” (Bredablick) var gott að funda. Áður fyrr voru aðallega karlmenn á slikum málþingum en nú er öldin önnur, konur um helmingur þátttakenda (Ljósm. Ó.R.D.). vöru. I kjölfar mikilla breytinga sem urðu á stuðningskerfí ESB í júní 2003 og koma til fram- kvæmda að ári verður leyfður há- marksstuðningur á framleiðslu 50% af heildargreiðslum. Hitt mun einkum tengjast landi, um- hverfí og byggðaþróun. Nokkur óvissa ríkir um þróun mála en eft- ir því sem næst verður komist er reiknað með að ESB löndin, Dan- mörk, Finnland og Svíþjóð, korni til með að nýta þetta 50% hámark fyrir sauðfjárræktina. Einnig þarf að taka tillit til samninga við WTO-Alþjóðaviðskiptastofnun- ina. Gera má ráð fyrir að hin Norðurlöndin verði að renna í Flest féð á Gotlandi er grátt og kollótt og hefur góða pelsgæru. Það er skylt islenska fénu en dindillinn er þó dálítið lengri. Hyrnda féð aftarlega I hópn- um er af hinum forna “Gute” stofni sem nýtur sérstakrar verndar en það fé erenn skyldara okkarfé. (Ljósm. Ó.R.D.). Freyr 6/2004 - 61 [
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.