Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 9

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 9
Ólafur H. Einarsson með einum af gæðingum hrossaræktunarbúsins að Hvoli. vaxandi þáttur í starfsemi okkar. Sú þjónusta hefur orðið til og þróast upp úr viðskiptum við góðan kunningja okkar, Göran Montan á Margaretehof í Sví- þjóð. Göran keypti af okkur sum- arhús og nokkrar góðar hryssur sem hann hefur hér í ræktun. Við sjáum um hrossin fyrir hann, ræktunina, uppeldið og tamning- una. Þessi starfsemi hefur þróast og núna veitum við fleiri áhuga- sömum hrossaræktendum í Sví- þjóð og Bandaríkjunum þjónustu okkar með svipuðum hætti. Auk þess erum við með eigin ræktun. Hrossaræktin er tíma- og fjárfrekt verkefni. Fyrir ári stofnuðum við félagið Hvol ehf. Hrossaræktina og öll hestatengd starfsemi hér er á vegum Hvols ehf. Hugmyndin með stofnun þess var sú að ná þekkingu á rekstri og þolinmóðu fjármagni í hrossaræktina, við ætlum okkur að standa faglega að þessu og til að lifa af þarf að sjálfsögðu arð af bröltinu. Að fé- laginu eru komnir erlendir fjár- festar sem eiga 30% hlut á móti okkur.” - Er þetta það sem koma skal í hrossarœktinni, aðfá erlenda aðila inn í hana? „Ég hafði áhuga á því að fara þessa leið. Maður sækist eftir þekkingu, sölusamböndum og fjármagni. Ef vel tekst til í þeim efnum verður til þekking sem til þarf á rekstri, ræktun, reið- mennsku og markaðsmálum hestamennskunnar. Þar sem hrossaræktin er tímafrekt verk- efni þarf þolinmótt fjármagn til að hún geti blómstrað, það er for- senda þess að hægt sé að halda góðum gripum til að setja í rækt- un og til þess að geta keypt álit- legar hryssur. Hvoll ehf. er sjálf- stæður aðili um hrossarækt og hestatengda starfsemi, þannig er félagið einn af viðskiptavinum okkar sem við temjum fyrir og seljum þjónustu um uppeldi og utanumhald. Mér lýst vel á þetta fyrirkomulag og hef trú á að við getum byggt upp gott fyrirtæki. Ég held að það skipti ekki máli hvort samstarfsfélagarnir séu ís- lenskir eða erlendir, málið er að í fyrirtækinu verði til fjármagn, fagþekking og færni sem til þarf.” - Er áhugi hjá útlendingum á að fjáifesta í hrossarœkt á Is- landi? „Ég finn fyrir áhuga hjá út- lendingum á að fjárfesta í hrossa- rækt hér. Ég held þó að þeir séu ekki allir með arðsemi efst í huga, heldur er hestamennskan lífsstíll hjá þeim í bland við æv- intýramennsku. Það að koma til Islands finnst mörgum áhugavert og að gerast aðili að rekstri tengdum hestamennskunni gefur heimsóknum þessa fólks meiri tilgang. Við, sem ætlum okkur að lifa af hrossaræktinni, þurfum að sjálfsögðu að gera þá kröfu til rekstrarins að hann sé arðbær og velja okkur samstarfsaðila sem eru líklegir til að hjálpa okkur við það. Bætt menntun TAMNINGAMANNA - Þú ert formaður Félags tamn- ingamanna. Segðu okkurfrá hlut- verki þess? „f Félagi tamningamanna eru um fjögur hundruð inanns og fjölgar jafnt og þétt. Ég hef verið í stjóm þess í tólf ár og formaður síðastliðin fjögur ár. Hlutverk Fé- lags tamningamanna er að stuðla að bættri meðferð og tamningu íslenska hestsins, auk þess að standa vörð um hagsmuni félags- manna. Það gemm við best með því að stuðla að góðri menntun tamningamanna og fagþekkingar í þeim efnum. Félag tamninga- manna á mikið og gott samstarf við Hólaskóla um nám tamninga- manna og reiðkennara. Þetta samstarf er hestamennskunni mikilvægt og ótrúlega miklar breytingar hafa orðið á tamningu Freyr 1/2002-5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.