Freyr

Volume

Freyr - 01.01.2002, Page 11

Freyr - 01.01.2002, Page 11
„Ég er á því að þegar frá líður verði Eiðfaxi-net mikilvægur hlekkur í öllu kynningar og markaðsstarfi okkar'segir Ólafur, sem hér er með gæðingi í hinum glæsilega hesthúsi að Hvoli. nauðsynlegt fyrir hestamennsk- una að landsmótin séu haldin annað hvert ár. Á landsmótum fær fólk að sjá það besta sem fyr- irfinnst í hestahaldi landans hverju sinni, þar kynnum við ræktun okkar og reiðmennsku. Á landsmótin kemur fólk víðs vegar að úr heiminum og gefst tækifæri til að fylgjast með, þannig eru þau mikilvægur markaðsgluggi. Rekstur landsmóta er nú til skoð- unar og stofnað hefur verið félag- ið Landsmót ehf. sem ætlað er að reka mótin. Að mínu mati er hér um að ræða framfaraskref, lands- mótin þarf að vera hægt að reka þannig að þau skili hestamennsk- unni beinum arði, ásamt þeirri mikilvægu auglýsingu sem þau eru. Næst þarf að skoða mótahaldið almennt. Eg er á því að hesta- mannafélögin muni í auknu mæli halda mót sem eru ekki eins háal- varleg og mótin eru í dag. Þessi mót verða fjölskylduvænar upp- ákomur. Mót, þar sem keppt er eftir lögum og reglum gæðinga- eða íþróttakeppninnar, verða færri en stærri opin mót sem fé- lögin sameinast um aða halda. Rétt til þátttöku á landsmóti vinna menn sér síðan eftir eink- unnum en kvótakerfið, sem nú er við lýði, verður lagt af. Ég hef trú á að formbreyting í þessa veru væri til góðs.” Eiðfaxi-net - Þú nefndir Ataksverkefnið í hestamennsku. Segðu okkur meirafrá því? „Þegar Guðni Ágústsson settist í stól landbúnaðarráðherra áttuðu menn sig á því að nú væri sókn- arfæri. Guðni hafði lýst þeirri skoðun sinni að hann teldi hesta- mennskuna eiga sóknarfæri og mikla framtíð sem búgrein. Land- búnaðarráðherra lét síðan ekki standa við orðin tóm og aflaði hestamennskunni peninga í „Átaksverkefni til eflingar hrossaræktar og hestamennsku”. Utfærslan varð síðan sú að Bændasamtökin, Félag hrossa- bænda, Félag tamningamanna og Landssamband hestamannafélaga mynda Átaksverkefnið og eiga hvert um sig einn fulltrúa í stjórn þess. Stærstu verkefnin, sem Átaks- verkefnið hefur ráðist í, er í fyrsta lagi að veita styrk til Bændasamtakanna til að ljúka Veraldar-Feng sem er forsenda þess að ísland fái viðurkenningu á því að vera upprunaland ís- lenska hestsins. Næst í röðinni kom Eiðfaxi-net. Við vorum á því að það þyrfti sameiginlega gátt að Islandshestaheiminum og lögðumst því á sveif með Eiðfaxa þegar okkur bauðst það. Þurfi menn á einhverjum upplýsingum að halda um framboð vöru og þjónustu eða hvað annað sem viðkemur íslenska hestinum og hestamennsku eiga þeir að geta fundið það á Eiðfaxa-net. Eið- faxi-net er því miðillinn sem menn eiga að nota til að láta vita af sér. Ég er á því að þegar fram líða stundir verði Eiðfaxi-net mikilvægur hlekkur í öllu kynn- ingar og markaðsstarfi okkar. Áhættufjármagn i MARKAÐSSETNINGU - Hvernig sérðufyrir þér aukna markaðssetningu íslenska hests- ins ytra? A hún að vera í gegnum sýningahald erlendis eða hvað leið viltþúfara? „Til er sjóður sem heitir tít- flutnings- og markaðssjóður. Hann hefur í áranna rás haft tekj- ur gegnum skattlagningu á útflutt hross. Sjóðurinn auglýsti eftir umsóknum og veitti styrki til markaðsstarfs og hélt uppi mark- aðsfulltrúa Félags hrossabænda. Nú er þessi sjóður þurrausinn og skattlagning útflutningsins mynd- ar ekki sjóð. Ég er á því að hesta- mennskan þurfi á því að halda að mynda sjóð sem notaður er í Freyr 1/2002-7

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.