Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 15

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 15
ráðstefnugesta. Þetta er mjög áhugavert starf sem fólk er að vinna víðsvegar um allt land með hestinn og fatlað fólk. Víða er- lendis er hesturinn notaður mikið sem þjálfunartæki við ýmsum fötlunum sem og til afþreyingar. HM i Austurríki Heimsmeistaramótið tókst vel í alla staði enda komu knapar heim með fleiri gull en nokkru sinni áður. Agúst Sigurðsson sagði í viðtali við Eiðfaxa að aldrei hafi farið út á Heimsmeistaramót sterkari sveit kynbótahrossa. Arangur þeirra var mjög góður, 4 gull af 6 mögulegum. Ágúst dæmdi kynbótahrossin ásamt dómurum frá Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi. Aðrir knapar stóðu sig mjög vel en ekki er ætlunin að rekja úrslitin hér þar sem að þeim hafa þegar verið gerð góð skil. Útflutningur Útflutningur hefur gengið ágætlega og eru farin út hinn 1. desember 1706 hross sem er heldur lakara en í fyrra. í heild fóru út árið 2000 1897 hross. Eins og í fyrra hafa flest hross farið til Svíþjóðar eða um 394, næstflest hafa farið til Þýskalands um 303 hross. Miðað við 1. desember 2001 hefur mesta fjölgunin orðið til Kanada. Frá Kjötframleiðendum ehf. - Hreiðar Karlsson Kjötframleiðendur ehf. eru að mestu í eigu búgreinafélaganna. Félagið var stofnað 1994 en sinn- ir nú eingöngu útflutningi á hrossakjöti. Starfsmenn eru þrír í nálega tveimur stöðugildum og unnið er á vegum félagsins í þremur sláturhúsum; á Hvamms- tanga, Selfossi og Blönduósi. Af starfinu er það helst að frétta, að útflutningur hrossakjöts á okkar vegum verður nokkru meiri nú í ár en á árinu 2000 og jafnframt hinn mesti í sögu fé- lagsins. Slátrað verður tæplega 3300 hrossum á þessu ári til út- flutnings á kjöti. Eins og áður fer langmestur hluti kjötsins á Ítalíumarkað en einnig hefur nokkurt magn verið selt til Belgíu og Japan og vinnsluefni hefur farið til Rúss- lands. Innleggsverð til bænda er nú kr. 75á kg en mun væntanlega verða hækkað á útmánuðum. Þessa markaði viljum við rækta til að auka afsetningu og styrkja starfsemina enn frekar. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að auka og þróa úrvinnslu í landinu því að fæstir hrossakjötskaupend- ur vilja kaupa kjötið alveg óunn- ið. Þá er einnig mjög mikilvægt að sláturhross séu fáanleg á öllum tímum ársins því að í þessum viðskiptum eru það kaupendurnir sem slá taktinn og við seljendur og framleiðendur þurfum að laga okkur að óskum þeirra. Undanfarin tvö ár hafa slátur- hross verið í boði nánast samfellt allt árið (einnig á vorin). Hrossa- bændur eiga heiður og þökk fyrir þá frammistöðu, sem hefur styrkt markaðsstöðu þeirra verulega. Loks skal þess getið, að út- flutningur á folaldakjöti hefur farið fram síðan í október. Hér er um algjöra nýjung að ræða sem enn er í fremur smáum stfl og raunverulega á tilraunastigi. Við leyfum okkur þó að trúa því að með þróun og þolinmæði geti þetta orðið arðbær starfsemi og raunveruleg búbót fyrir hrossa- bændur. En sama gildir um framboð á folöldum og fullorðn- um hrossum að stöðugt framboð, meðan verið er að vinna nýjan markað, eykur líkur á að útflutn- ingstilraunin takist. Loks má einnig benda á, að út- flutningur sem þessi hefur einnig jákvæð áhrif á kjötmarkaðinn innanlands, samhliða því að draga úr beitarálagi og stuðla að gróðurvemd. Gæðavottun Sjö hrossaræktarbú fengu við- urkenningu fyrir gæðastjórnun. Viðkenningin fæst með því að standast alla þætti gæðastjórnun- arkerfísins. Þeir sem hlutu viður- kenningu í ár em: Bjarni Marons- son Ásgeirsbrekku, Guðrún Bjarnadóttir Þóreyjarnúpi, Haraldur og Jóhanna Hrafnkels- stöðum, Hólaskóli, Ingimar Ingi- marsson Ytra-Skörðugili, Jón Gíslason Hofi í Vatnsdal og að lokum Keldudalsbúið Keldudal. Að lokum Stjóm og starfsfólk Félags hrossabænda þakkar öllum þeim sem hafa verið í samskiptum við okkur, hrossabændur, hrossarækt- endur, samstarfsaðilar og aðrir fyrir samstarfið á árinu og óskar öllum velfamaðar á nýju ári. Molar Lamb-borgari Nýlega setti sænska kjötiðn- aðarfyrirtækið Scan Foods, sem er samvinnufyrirtæki í eigu samtaka þarlendra bænda, á markað nýja tegund hamborgara sem framleiddur er úr lambakjöti og kryddaður vel með kryddtegundunum ros- marin, oregano og basilika. Hamborgarinn eða lamb- borgarinn, eins og hann er einnig kallaður, hefur hlotið góðar móttökur meðal neyt- enda, segir í sænska búnaðar- blaðinu Land. (Bondevennen nr. 2/2002) Freyr 1/2002-11 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.