Freyr - 01.01.2002, Qupperneq 31
M: Komma frá Þorláksstöðum,
S:8,15 H:8,49 Ae:8,36.
96187983 Forseti frá Vorsabæ
II. Ræktandi: Bjöm Jónsson
F: Hrafn frá Holtsmúla M: Litla-
Jörp frá Vorsabæ II, S:8,24
H:8,43 Ae:8,36.
96184553 Nagli frá Þúfu.
Ræktandi: Indriði Ólafsson
F: Orri frá Þúfu M: Rák frá Þúfu,
S:8,32 H:8,34 Ae:8,33.
Stóðhestar 6 vetra og eldri
94188611 Stjarni frá Dals-
mynni. Ræktandi: Amgrímur
Ingimundarson
F: Orri frá Þúfu M: Hátíð frá
Hrepphólum, S:7,98 H:8,67
Ae:8,40.
95165864 Kraftur frá Bringu.
Ræktandi: Jóna Sigurðardóttir
F: Gustur frá Hóli M: Salka frá
Kvíabekk, S:8,17 H:8,54
Ae:8,39.
95184166 Dropi frá Stóra-Dal.
Ræktandi: Ragnar M. Lámsson
F: Sproti frá Hæli M: Dáð frá
Stóra-Dal, S:8,32 H:8,30
Ae:8,31.
Sé litið yfir þennan lista sést að
þessi hross koma víða að sem
bendir til þess að breiddin sé
mikil í hrossaræktinni og margir
ræktendur sem láta að sér kveða.
Annað sem er mjög greinilegt er
að það sem að baki stendur í ætt-
artrénu eru velþekkt nöfn í flest-
um tilfellum, þéttriðið net - lítið
af tilviljunum. Alltaf er mest
spennandi að fylgjast með hvað
kemur fram í yngstu flokkunum.
Að þessu sinni urðu þar engin
vonbrigði því að á héraðssýn-
ingu í Reykjavík spratt fram
hreint ótrúleg hryssa, Vordís frá
Auðsholtshjáleigu, undan Orra og
Bylgja frá Garðabæ, hæst dæmda 5 vetra hryssa á landinu árið 2001,
knapi Janus Eiríksson.
Angadótturinni Limrn frá Laug-
arvatni. Engum hefði dottið í hug
að hér færi 4ra vetra tryppi, slíkt
var aflið og snerpan. Þá var í 4ra
vetra flokki athygliverð hryssa á
vorsýningu á Hellu, Náð frá
Efsta-dal II, ekki síst fyrir þær
sakir að vera fyrsta afkvæmi
Núma frá Þóroddsstöðum til
dóms. Ef þessi hryssa er dæmi-
gerð fyrir það sem hann mun
skila þá er Númi líklegur til að
verða farsæll hestur. Þriðja af
þessum yngstu hryssum er síðan
fjörgammurinn Gletta frá Neðri-
Hrepp sem kom sá og sigraði á
fjórðungsmóti Vestlendinga. Hér
er á ferðinni dæmigert afkvæmi
Gusts frá Hóli, spriklandi fjörugt
ganghross en fjærri því nægilega
glæsilegt að sköpulagi til.
í yngsta flokki stóðhesta var
efstur yfir árið Marvin frá Haf-
steinsstöðum undan Galsa frá
Sauðárkróki og sammæðra þeim
fræga Huga frá Hafsteinsstöðum.
Hann kom fram á sýningu á
Sauðárkróki, er þokkalega gerður
foli, afar faxprúður, flugrúmur á
brokki og skeiði og viljugur vel.
Töltið þó í slakari kanti eins og
virðist brenna við hjá Galsa.
Næstur í röð er Djáknar frá
Hvammi, sammæðra Dyn frá
sama stað og undan Jarli frá Búð-
ardal. Þarna er á ferðinni hestefni
og auðþekktir taktar úr afanum,
Kjarnholta-Kolfinni, gefa góð
fyrirheit en svo er að sjá hvemig
málin þróast með meiri tamn-
ingu. Þriðji folinn í yngsta ald-
ursflokki er síðan Sær frá Bakka-
koti sem hlýtur að teljast afar
spennandi ef litið er til ættarinn-
ar, afkvæmi tveggja stórstjarna
Sælu frá Gerðum og Orra frá
Þúfu. Af fyrstu frammistöðu að
dæma eru góðar líkur til að Sær
standi undir væntingum, glæsile-
gur á tölti og sást glitta í skeið.
Afkvæmahross á árinu
Á fjórðungsmóti kom fram
stóðhestur til heiðursverðlauna
fyrir afkvæmi en það þykja jafn-
an mikil tíðindi. Þetta var að
sjálfsögðu sá litfagri Oddur frá
Selfossi og má segja að þátttaka
afkvæmahóps Odds hafi lyft
kynbótaþætti mótsins verulega.
Freyr 1/2002-27 I