Freyr

Volume

Freyr - 01.01.2002, Page 33

Freyr - 01.01.2002, Page 33
Kynbótamat í hrossarækl haustlð 2001 Almennt um niðurstöður Kynbótamatið er reiknað út eins og mörg undanfarin ár sam- kvæmt BLUP aðferðinni, miðað við fjölbreytu- einstaklingslíkan þar sem dómar á hrossum allt frá árinu 1961 og allar þekktar ætt- emistengingar em lagðir til gmndvallar. Alls er um að ræða tæplega 110 þúsund hross þar sem kynbótadómur fylgir um 18.000 þeirra. Prúðleiki á fax og tagl hefur þó einungis verið met- inn frá árinu 1997 og hægt tölt og fet frá árinu 1999. Einn þáttur í þessu ferli er að gera einkunnir samanburðarhæfar án tillits til aldurs hrossanna við dóm, kyns þeirra og sýningarárs. Með því að leiðrétta dómana fyrir sýningarári má eyða áhrifum þess ef dómar liggja almennt lægra eða hærra einstök dómsár. Ekki síður er mikilvægt að jafna út mun sem stafar af því að hrossin eru á ólík- um aldri þegar þau koma til dóms. Til að skýra þetta enn frek- ar er gott að líta á raunverulegt dæmi og skoða hvemig hross af sitt hvom kyni og á mismunandi aldri þurfa að standa sig í kyn- bótadómi til þess að ná sama kyn- bótamati ef við gemm ráð fyrir að bakgmnnur þeirra sé að öðm leyti nákvæmlega eins. Miðum við 4ra vetra hryssu sem nær 8,00 í aðaleinkunn í kynbótadómi. Væri hún 7 vetra þyrfti hún að ná 8,19 í aðaleinkunn til að koma eins út í kynbótamati. í töflunni hér fyrir neðan er sýnt hvernig þetta kemur út fyrir hin hefðbundnu aldur-kyn flokkaskiptingu. Aðaleinkunn Sýningarár Mynd 1. Leiðréttingastuðlar fyrir sýningarár frá 1961-2001. Freyr 1/2002-29 j

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.