Freyr - 01.01.2002, Síða 49
nefndarinnar og formaður starfs-
greinaráðs, Víkingur Gunnarsson,
Hólaskóla, og Hulda Gústafsdótt-
ir, verkefnisstjóri Átaks-
ins. Byrjunin tafðist nokkuð af
ýmsum ástæðum (sumarleyfi,
tregða á svari frá ráðuneytum)
svo að það er ljóst að spýta þarf í
lófana. Námsefnið sem um ræðir
var að miklu leyti til, en raða þarf
því upp og skipuleggja með tilliti
til námsskrár, sem er að mestu
leyti tilbúin auk meginmarkmiðs
náms sem einnig er tilbúið.
Hluta efnisins þarf að skrifa frá
grunni og aðrir hlutar eru þýddir
úr erlendu hliðstæðu námsefni,
aðallega úr þýsku, efni sem er
mjög áhugavert. Skriftir eru nú
langt komnar og svo komið að
búið er að skrifa fyrstu þrjú stigin
og það fjórða er í vinnslu. Búið
er að semja við Pétur Behrens
um notkun á myndum teiknuðum
af honum inn í námsefnið og eru
nú fyrstu þrjú stigin til yfirlestrar
hjá viðkomandi aðilum, (reið-
kennurum, dýralæknum). Að
auki er nauðsynlegt að skólafólk,
þ.e. fólk með góða þekkingu á
skólakerfinu, fái efnið til yfir-
lestrar. Áætlað er að fyrstu þrjú
stigin verði tilbúin til tilrauna-
kennslu fljótlega upp úr áramót-
um á ljósrituðu formi. Áætlað er
að fjórða og fimmta stig verði
skrifað á fyrstu mánuðum næsta
árs og unnin á svipuðu formi. Til
er nákvæmt flæðirit aðgerða fyrir
þennan málaflokk, auk þess sem
grunnur að kostnaðaráætlun hefur
verið gerður.
Skipulagsmál
Á verkefnalistanum er að taka
félagskerfi hestamanna til endur-
skoðunar og gera tillögur að hag-
ræðingu ef þurfa þykir. í þeim
tilgangi var settur saman skipu-
lagshópur Átaks í hestamennsku
sem kom fyrst saman 11. júlí
2001. Hann skipa Jón Albert
Sigurbjörnsson, LH, Sigurður
Steinþórsson, LH, Kristinn
Guðnason, FH, Hulda Gústafs-
dóttir, Átaki í hestamennsku, og
Ingimar Ingimarsson, gjaldkeri
FH. Hlutverk hans er kanna
snertifleti og mismun á félögun-
um tveimur, Félagi hrossabænda
og Landssamtökum hestamanna-
félaga, með það að leiðarljósi að
reyna að hagræða í rekstri og
skipulagi þessara stærstu samtaka
hestamanna á landinu. Ákveðið
var að Hulda reyndi að fara ofan
í saumana á ákveðnum hlutum
fram til hausts en að öðru leyti
var starfi hans frestað fram á
haust vegna anna hópsmeðlima.
Á haustdögum var starfi þessu
svo haldið áfram. Kanna skyldi
og bera saman útgjöld og tekjur
beggja félaganna svo og starfs-
nefndir og umfang starfs þeirra.
Innlegg í þessa vinnu eru erindi
sem Sigurður Ragnarsson, stjórn-
armaður í LH, og Ingimar Ingi-
marsson gjaldkeri FH fluttu á
Landsþingi LH um þessi mál og
er ljóst að skoðanir bæði innan
hópsins sem utan eru mismun-
andi á því hvað gera skuli svo að
það verður forvitnilegt að fylgjast
með framvindu þessa máls. Auk
þess var starfsemi hestamannafé-
laganna skoðuð, annars vegar, og
deilda hrossaræktarsambandanna,
hins vegar, og athugað hvað þessi
félög gera hvort um sig. Skýrsla
skipulagshópsins verður tilbúin á
fyrstu dögum ársins 2002 en
meginniðurstöður liggja fyrir.
Nú er verið að leggja lokahönd á
hana og að því búnu verður
skýrsla þessi lögð fyrir stjórnir
beggja félaganna, LH og FH, til
umsagnar og ákvarðanatöku.
WorldFengur
Á árinu 2000 setti Átaksverk-
efnið kr. 15 milljónir til verkefnis
sem hlaut nafnið Worldfengur og
er alþjóðlegur gagnabanki yfir
íslenska hestinn. Nú er svo kom-
ið að hann er kominn í gagnið og
er nú notaður einn fyrir skýrslu-
hald í hrossarækt á íslandi. Að
auki eru nokkur lönd búin að
skrifa undir þátttökusamninga og
er undirbúningsvinna hafin í
nokkrum þeirra. Skráning er
/ þriðja hluta þríþrautarinnar skyldi riðinn 300 metra hringur. Hjá sumum
fóru ekki saman leiðarlýsing knapa og hests og enduðu þessir utan brautar
og urðu viðskiia. Maðurinn er Fjölnir Þorgeirsson og skal tekið fram að
hann er íþróttagarpur mikill og lauk að sjálfsögðu keppni við mikinn fögnuð
áhorfenda, varð afsigri í greininni en hlaut í staðinn tilþrifaverðlaun í
greininni. (Ljósm. Eiríkur Jónsson).
Freyr 1/2002-45 |