Freyr

Volume

Freyr - 01.01.2002, Page 52

Freyr - 01.01.2002, Page 52
ein ástæða þess að taka þátt í skýrsluhaldinu af fullum krafti. Aðrar upplýsingar sem bættust í grunninn eru 1746 kynbótadóm- ar á 1337 hrossum en fjallað er um þau gögn í annarri grein hér í blaðinu. Þá er rétt að geta þess að á árinu var flutt úr landi alls 1761 hross hross (1897 árið áður). Til hvers skýrsluhald? Hér er rétt að staldra við og rifja upp til hvers skýrsluhaldið er eiginlega, það er líklega ekki öllum ljóst. Segja má að skýrsluhaldið nýtist með tven- num hætti: 1. Fyrir stofninn í heild sinni 2. Fyrir einstaka ræktendur. I fyrra tifellinu er þannig verið að halda utan um upplýsingar um íslenska hrossastofninn í heild sinni, þ.e. upprunaættbókina, mynda upplýsingagrunn undir kynbótamat og vakta einstaka eiginleika stofnsins. I seinna til- vikinu er verið að þjónusta rækt- endur með því að þeir geti geng- ið að öllum upplýsingum um hross sín á einum tryggum stað, þ.m.t. kynbótamat, örmerki, eignarhald o.fl., og einnig upp- lýsingum um önnur hross sem þeim er hagur í að hafa glöggar upplýsingar um, s.s. stóðhesta sem til boða standa. Tilgangur skýrsluhaldsins er því margþætt- ur og skylda okkar allra sem ber- um hag íslenska hrossastofnsins fyrir brjósti, að sjá til þess að all- ar upplýsingar séu þar aðgengi- legar og réttar. Þeir eiginleikar, sem nauðsynlegt er að hafa gott yfirlit um, eru a.m.k. þeir sem getið er í ræktunarmarkmiðum fyrir íslensk hross. Þeir eiginleik- ar sem sérstaklega eru tilgreindir í ræktunarmarkmiðunum eru eftirfarandi: Almenn ræktunarmarkmið * Heilbrigði, frjósemi, ending: Hið opinbera ræktunartakmark miðar að því að rækta heil- brigðan, frjósaman og endin- gargóðan hest - hraustan íslenskan hest. * Litir: Hið opinbera ræktunar- takmark er að viðhalda öllum mögulegum litaafbrigðum inn- an stofnsins. * Stœrð: Hið opinbera ræktunar- takmark gefur færi á allmikl- um breytileika hvað varðar stærð hrossanna. Almennt er talið að heppileg stærð sé á bilinu 135 til 145 cm á hæstar herðar, mælt á stöng. Sérstök ræktunarmarkmið * Sköpulag: Almennt er stefnt að því að rækta hina létt- byggðari gerð íslenska hests- ins með mikilli áherslu á styrk, skrokkmýkt og vöðva- stælta líkamsbyggingu. Sköpu- lagið á að stuðla að mikilli ganghæfni og eðlisgóðum höf- uðburði og á sama tíma að taka mið af almennt viður- kenndum fagurfræðilegum þáttum. * Reiðhestshœfileikar: Almennt er stefnt að því að rækta fjölhæfan, taktfastan og örugg- an, viljugan og geðprúðan hest sem fer glæsilega í reið - hinn íslenskan gæðing. Það sem fellur undir sérstök ræktunarmarkmið er tekið fyrir í kynbótadómunum sjálfum og fjallað um í sérstakri grein hér í blaðinu. Eiginleikar sem listaðir eru undir almenn ræktunarmark- mið er afar nauðsynlegt að vakta og hafa glögga yfirsýn um á hverjum tíma og þar þarf nokkuð að bæta úr hvað skýrsluhaldið varðar. Hvað fyrsta þáttinn varð- ar, heilbrigði- frjósemi-ending, þá er skráning á heilsufari og end- ingu nær engin fyrir hendi. Hér þyrfti að koma til einhvers konar sjúkdómaskráning og förgunar- ástæður. Nú er verið að vinna að afar mikilvægum rannsóknum á stórum heilsuvandamálum ís- lenskra hrossa, þ.e. sumarexemi og spatti og vonandi koma þar fram leiðbeiningar um hvemig hér ætti að standa að gagnasöfn- un. Einnig stendur fyrir dyrum rannsókn á endingu íslenskra hrossa sem einnig ætti að gefa okkur vísbendingar um hverju þarf að halda til haga. Hvað frjó- semina varðar þá náum við nokkru, en fjarri því nægilega glöggu, yfirliti út úr skýrsluhald- inu og verður farið yfir það hér á eftir. Hvað stærð og liti varðar er hins vegar um fremur gott yfirlit að ræða eins og sést hér á eftir. Frjósemi Með tilkomu gæðastjórnunar í hrossarækt verða ýmsar stærðir mun ábyggilegri en áður, þ.m.t. upplýsingar um frjósemi. Hin svokölluðu fyljunarvottorð gefa færi á að flokka gögnin þannig að nokkuð ábyggilegar tölur má fá fram um fanghlutfall hryssna. Við uppgjör á skýrsluhaldi í hrossarækt fyrir árið 2000 kemur í ljós að fanghlutfall hryssna er 80,3%. Nánar skilgreint þá er þetta það hlutfall af leiddum hryssum sem kastar lifandi fol- aldi. Þetta er nokkm lægra en miðað hefur verið við úr eldri rannsóknum þar sem gert hefur verið ráð fyrir 85% en samt sem áður frekari sönnun þess að ís- lenski hrossastofninn er frjósam- ur samanborið við ýmis önnur ræktuð kyn. Skráning á frjósemi einstakra hrossa er hins vegar ekki nægilega öflug þó svo að eitthvað megi vinda út úr gögn- unum meira en gert er, t.d. eiga fyljunarvottorðin (og/eða stóð- hestaskýrslumar) að gefa færi á j 48-Freyr 1/2002

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.