Freyr

Volume

Freyr - 01.01.2002, Page 53

Freyr - 01.01.2002, Page 53
2. tafla. Tölfræðileg úttekt á skrokkmálum hrossa sem komu til dóms á árinu 2001, cm Meðal Hryssur Minnst Stærst SD Meðal Stóðhestar Minnst Stærst SD Hæð á herðar 136,9 128,0 146,0 2,8 138,6 130,0 151,0 3,0 Hæð á lægst bak 128,9 121,0 138,0 2,9 Hæð á lend 135,0 126,0 144,0 2,7 135,4 128,0 146,0 2,8 Brjóstdýpt 63,6 59,0 69,0 1,6 63,3 58,0 69,0 1,8 Bollengd 142,4 128,0 153,0 3,5 141,6 132,0 155,0 3,5 Ummál hnés 27,8 25,0 31,0 0,9 30,0 27,0 33,0 1,0 Ummál leggjar 17,7 15,5 20,0 0,7 18,6 17,0 21,0 0,7 Brjóstbreidd 36,7 33,0 42,0 1,6 Breidd um mjaðmarhorn 46,5 40,0 51,0 1,6 Breidd um lærleggstoppa 41,3 33,0 46,0 1,5 Breidd leggjar 6,6 5,8 8,0 0,4 að taka saman árangur hjá ein- stökum hryssum og stóðhestum. Þessum skýrslum er því miður ekki nærri nægilega skipulega skilað inn þannig að á þessu sé byggjandi fyrir einstök hross enn sem komið er. Gleggra yfirlit um frjósemi einstakra stóðhesta vant- ar til þess að hægt sé að byggja upp t.a.m. kynbótamat fyrir frjó- semi, sem væri æskilegt. Stærð Öll hross sem koma til dóms á kynbótasýningum eru mæld hinum ýmsu skrokkmálum. Þetta gefur okkur færi á að fylgjast vel með hvemig þróunin er í þessum mál- um. í 2. töflu er yfirlit um þessi skrokkmál hjá öllum hrossum sem komu til dóms á árinu 2001. Hrossunum er skipt upp eftir kyni til að fá gleggri mynd en ekki er greint á milli mismunandi aldurs- flokka enda munurinn ómarktækur fyrir flest málin. Það mál, sem mest er notað, er hæð á herðar og þar má sjá að meðalhryssan er tæplega 137 cm og meðalstóðhest- urinn tæpum 2 cm hærri. 3. tafla. Tíðni (%) helstu lita hjá folöldum fæddum 2000 og til samanburðar í íslenska hrossastofninum í heild* og samkvæmt tölum frá því um 1930*. Litur Folöld 2000 ísland 1998 ísland 1930 Aðallitur Rauður 31,7 28,2 34,4 Brúnn 30,1 31,7 14,1 Jarpur 16,3 15,5 13,0 Albínó 0,1 0,3 0,0 Leirljós 3,0 3,2 1,2 Moldótt 1,2 1,1 1,5 Bleikt 5,3 6,8 8,4 Mósótt 3,0 4,6 3,2 Vindótt 1,7 3,4 1,1 Grátt 7,6 5,5 23,1 Aukalitur Skjótt 8,4 8,7 5,0 Litförótt 0,4 0,4 1,0 * Heimild: Árnason Th. & Sigurdsson, A. 1998. A computing procedure for estimating genotype probabilities at eight individual colour loci in the lcelandic toelter horse. 49th Annual Meeting of the EAAP Warsaw, Poland. + Theódór Arnbjörnsson 1931. Hestar, Búnaðarfélag íslands, Reykjavík. Fróðlegt er að bera þessar tölur saman við eldri upplýsingar, t.d. niðurstöður Þorvaldar Árnasonar og Þorkels Bjarnasonar (Búvísindi 8,1994:73-83), sem var samantekt frá nokkrum hrossaræktarbúum frá árunum 1969-1990. Þar reyndist fullvax- inn hestur að meðaltali 133 cm á herðar (ekki gefið upp fyrir kyn sérstaklega) eða 5 cm lægri en meðalhesturinn sem kom til dóms á sl. ári. Þarna er örugglega bæði um að ræða nokkurt úrval fyrir meiri stærð en ekki síður betra uppeldi hrossanna, sérstak- leg þó bætt fóðrun. Þessi stærð virðist vera í takt við það sem flestir telja heppilega fyrir íslensk hross og ekki virðist ástæða til að reyna að breyta þessu frá því sem nú er. Rétt er að benda á að skrokkmálin eru notuð sem hjálp- artæki við kynbótadómana en þó verður að viðurkennast að sum þeirra nýtast takmarkað en eru auðvitað ágætis heimild til þess að fylgjast með stofninum að þessu leyti. Rannsóknir eru nú í gangi, í samvinnu við sænska aðila, á því hvort ekki megi safna skrokkmálunum með enn betri hætti þar sem stafræn upptöku- tækni er notuð til að taka enn fleiri mál og margs konar horn að auki. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að hér sé eftir einhverju að Freyr1/2002 - 49

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.