Fylkir


Fylkir - 23.12.1953, Page 11

Fylkir - 23.12.1953, Page 11
Jólablað Fylkis 1953. Vestmannaeyja- þáttur ÁRNI ÁRNASON SKRÁÐI. Eins og mörgum mun þegar kunnugt, hefur Vestmannaey- ingafélagið „Heimaklettur" haf ið nýjan þátt í starfsemi sinni, sem mælist vel fyrir meðal al- mennings og sem mun ábyggi- lega eiga eftir að bjarga frá glötun og gleymsku mörgu merki legu úr þróunarsögu Eyjanna og ýmislegu furðulegu úr lífi manna hér fyrr á tímum. Þessi þáttur er upptaka á segulband, viðtöl við Elztu Eyjamenn um æfi þeirra persónulega, annarra manna eða atvirinulífi og sögu Eyjanna. Upptaka þessi hefur gengið mjög vel og hefur þegar verið bjargað ýmsu fróðlegu og skemmtilegu, sem aðeins lifði á vörum einstakra manna, en var hvergi skráð. Mér datt í hug að lofa al- menningi að kynnast þessum störfum félagsins dálítið með því að birta hér að mestu orð- rétt samtal við aldursforseta, innfæddra manna hér í Eyjum, Jón Jónsson í Brautarholti. Gef- ur það nokkra innsýn I starf fé- lagsins og um íeið nokkra hug- mynd um líf almennings hér í Eyjum á fyrri árum eða fyrir um það bil 75 árum síðan, líf, sem unglingar áttu við að búa. Það sýnir og glögglega hve feikna munur er á orðinn um staðhætti alla i hvívetna og þá erfiðleika, sem forfeður vorir í Eyjum áttu við að stríða og sigr- uðust á fyrir frábæran dugnað þeirra, okkur eftirkomendunum til viðunanlegs lífs. Má með sanni segja að Þroska glæður Eyja-arfs, öðrum gæði tryggja, gegnum æðar orku, starfs allir þræði.r liggja." Það skal svo að endingu tekið fram, að upptökur þessar hafa haft með höndum þeir Filiþpus Árnason, Eyjólfur Gíslason og undirritaður, sem eru ákveðnir .i því að vinna ötullega að söfn- un þessari á segulbandið og skrá þar hin óskráðu, merkilegu atriði úr sögunni í Eyjum, sem eru að gleymast og glatast með frá- falli elztu kynslóðarinnar. Við þremenningarnir úr Heimakletti erum nú staddir í Brautarholti heima hjá elzta nú lifandi innfæddum Vestmanna- eying; Jóni fyrrv. spítalaráðs- manni Jónssyni, og ætlum að spjalla dálítið við gamla mann- inn um gömlu árin. Jón er vel hress líkamlega, enda þótt hann sé .nú nærri 85 ára gamall Hann hefði vafalaust frá mörgu að segja ef tfmi væri til, frá æskuárum sínum og . liðnum æviárum, því hann hefur sopið bæði súrt og sætt í lífinu, starf að mikið og margt, farið til Am- aríku, unnið þar og dvalið nokk ur ár, og talar enn mæta vel enska tungu. Nú skulum við heyra í gamla manninum. Ámi: Komdu nú blessaður og sæll, Jón minn. Jón: Komið þið blessaðir og sælir allir þrír. Á.: Okkur langaði að spjalla dálítið við þig og taka það upp á segulbandið. Helzt langar okk ur til að heyra eitthvað frá upp vaxtarárum þínum. J.: Já, það er sjálfsagt að segja ykkur eitthvað, en ég veit bara ekki hvað það ætti helzt að vera, og svo er ég hálf feim inn að tala svona. A.: Það er allt í lagi Jón, þú þarft ekki að vera feiminn við okkur. Hvað ertu annars orðinn gamall og hvar ertu fæddur? J.: Eg er 84 ára gamall, fædd- ur 15. júlí 1869 í Norðurbænum á Vilborgarstöðum, en fluttist að Dölum árið 1880 með for- eldrum mínum. A.: Hverjir voru foreldrar þím ir? J.: Foreldrar mlnir voru Jón hreppstjóri Jónsson, dáinn 1916, og kona hans, Jóhanna Gunn- steinsdóttir, dáin 1922. Þau voru bæði Skaftfellingar, en fluttu til Vestmnanaeyja í febr. 1869, vikuna eftir Otileguna miklu, sem allir hafa heyrt tal- að um. A.: Já, einmitt. — Já, ef- laust hafa flestir heyrt um úti- leguna þá. Viltu segja okkur eitthvað frá uppvaxtarárum þínum í Dölum? J.: Þegar við fluttum að Döl- um var þar aðeins ein einsetu- kona til húsa. Konan var kölluð Stutta Ranka, því smávaxin var hún. Öll hús voru niðurfallin og . þurfti faðir minn að byggja þau öll upp til þess að komast þar inn. Annars byggði hann þrisv- ar upp húsin i Dölum í sinni bú- skapartíð. í Dölum hafði áður verið þríbýli en í tíð föður mins varð þar einbýli og ávallt upp frá því. A.: Hve stór var jörðin þá svona hér um bil? J.: Þar voru á fóðrum 2 kýr, 2 hross, 24 ær( og 10 til 20 lömb í heimahögum, en i Álsey, sem er leigumáli frá jörðinni voru 25 kindur auk tveggja köll unarsauða, sem faðir minn.hafði sem þóknun fyrir að vera um- sjónarmaður... Eyjarinnar fyrir sameignarmenn sina. Af túninu fengust 80 til 120 hestar af töðu. A.: Já, einmitt. — jörðin var með stærstu jörðum eyjarinnar í þann tíð. En hafði ekki Dala- jörðin útræði úr Víkinni eða Klaufinni eins og aðrar Ofan- byggjarajarðir fyrir ofan Hraun? J.: Jú, þar var útræði frá Döl- úm. Eg var ekki nema 12 ára þegar ég fór að róa með föður mínum og tveim mönnum öðr- um á fjögra manna fari, sem hét „Dalbjörg". A.: Var róið oft þarna suður- frá frá ykkur? Eg á við daglega eða svo? J.: Já, það var róið á hverjum degi, þegar sjóveður gaf, nema yfir-.vgtrarvertíðina,. en þá var róið „niður í'Sandi'', og svo yf- ir fuglaveiðitímann, en þá voru allir við fuglaveiðina og enginn mátti vera að róa 11 A.: Voru nokkur fiskihús þarna suðurfrá? J.: Nei, ekki var það nú, nema smákdfi fyrir veiðarfæri og bösl, og urðum við því að bera fisk- inn þaðan og heim á bakinu og var það nokkuð erfitt verk og seinlegt. A.: Hversvegna voru ekki hross in notuð til þeirra flutninga? J.: Hrossin var forðast að nota eftir höfuðdag, vegna þess að þau urðu að ganga sjálfala úti yfir veturinn og þoldu því illa brúkun. En stöku sinnum tókum við krakkarnir hross í ó- leyfi, því oft voru þau þarna ná- lægt okkur til freistingar. A.: Hvernig var með aðgerð á fiskinum? J.: Að fiskinum var gert heima á túninu í Dölum. Það var gert til þess að fá slorið og hryggina til áburðar á túnið, en ekki létti það okkur burðinn sunnan frá og heim. A.: Svo þið hafið þá saltað fiskinn heima í Dölum? J.: Nei, fisk sem átti að selja urðum við svo að bera í pokum „niður í Sand" og salta hann þar í fiskkróna okkar. A.: Þetta hefur verið vont verk og erfitt hjá ykkur ung- lingunum eins og fleira í þá daga. Þið hafið þó getað hvílt ykkur á leiðunum? J.: Það gat varla heitið, þv* aðstæður urðu að vera þannig, að hægt væri að koma byrðinni á sig aftur með þægilegu móti. Alstaðar voru vegleysur, aðeins troðningar bæði suðureftir og svo niður í þorpið frá Dölum. Ekki hvíldi rnaður sig fiema tvisvar sinnum úr Víkinni og heim að Dölum með þungar byrðar. Var borið frá uppsátr- ihu í Víkinni norður yfir Aur- inn, þaðan að Ömpustekkjum og svo þaðan heim. A.: Hvað var nú þessi byrði á að gizka þung? J.: Við bárum 4 þorska með haus og hala og involsi eða álíka þyngd af smærri fiski. Á leið- inni „niður í Sand" hvíldum við okkur í Hvílurofi, sem var mið- svæðis milli kirkjugarðsins og Dala, svo á kirkjugarðsveggnum og síðast á túngarðinum í Staka gerði, en þaðan var svo borið niður í kró. A.: Já, þið hafið víst oft verið þreyttir unglingarnir og unnið mikið. J.: Ójá, við vorum oft þreytt- ir en okkur var ekkert vorkennt að vinna í þá daga, allir urðu að. gera eins og þeir frekast gátu i baráttunni fyrir lífinu. A.: Já, 1 ífsskilyrðin voru erfið þá, eilíft strit og stríð. Þú savð- ir áðan, Jón, að Dalir hefðu átt leigumála í Álsey. Var þá ekki Róðraskip 'fyrir aldamót.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.