Fylkir - 23.12.1953, Side 17
17
Jólablað Fylkis 1953.
KNUI) LARSEN.
Cundinn, -
- þfóðfugl T9estmannaeyi<z -
I slðasta JÓLABLAÐl FYLKIS birtist
i islenxkri þýðingu crindi, er Knud
Larsen, kennari fnl Sánisey i Danmörku,
flutti i danska útvarpið, en hann dvaldi
hér i Vestmannaeyjum um skeið sum-
arið 1952. Hinn 12. júni i sumar flutti
Larsen annað erindi I danska útvarpið.
Erindið fjallaði eingöngu um fuglalifið
hcr og pá einkum lundann, scm hann
tók alveg sérslöku ástfóstri við. Pað er
petta siðara erindi, sem nú kemur fyrir
almenningssjónir.
Knud Larsen er traustur maður og
einleegur vinur vina sinna. Gestrisni
Eyjaskeggja launar hann liha á þann
sýnilega hátt að kynna Vestmannaeyjar
erlendis, og er óhcett að fullyrða, að
einlcrgari vin eiga þœr ekki á erlendum
vettvangi. Honum er það mikið áhuga-
mál að koma á sem nánustu samstarfi
milli heimkynna sinna, Sámseyjar, og
Vestmannaeyja, I gegnum hina svonefndu
vinabatjarhreyfingu Norrtenu félaganna.
Hann býður fram hönd sína til náins
samstarfs og gagnkvtvms skilningsauka,
eftir er svo enn okkar hlutur. Og þvi
ekki að stiga skrefið? Það yrði örlitill
þakklictisvottur fyrir sýnda tryggð og
fölskvalausa vináttu.
Fyrir frainan mig — á hljóð-
nemanum — stendur lundi á
hrufóttutn hraunmola.---------
Þetta upphaf ætti að minna
yður á, að lundinn átti, þá sem
nú, að vera einhverskonar tengi
liður milli herbergisins hér í
útvarpshúsinu og eyjanna fjar-
lægu í Atlandsálum sunnan ís-
lands: Vestmannaeyja — Kapri
íslands. í dag er lundinn hingað
kominn til þcss að segja — með
minni aðstoð — brot úr sögu
sinni og nokkurra lagsbræðra
sinna í samfélagi bjargfuglanna.
Stór Svæði í hlíðum fjallanna
eru hreinlega sundur grafin í
metralöngum lundaholum, sem
sjást oft á því, er fuglinn situr
við opið. Þarna er sólríkt og
mikið víðsýni. Félagslyndi fugls
ins er rnjög á orði haft, sjaldan
eða aldrei sést hann einsamall.
íslendingar nefna lundann
„prófast”, en nafnið er dregið
af Svart-hvítu fiðrinu og hinni
„kennimannlegu” framgöngu
fuglsins. f sambandi við þetta
auknefni get ég ekki stillt mig
að álykta að þörf íslendinga
fyrir andlegrar stéttaír menn
hjjóti að vera fullnægt um ó-
fyrirsjáanlega framtíðl f Vest-
niannaeyjum einum saman er
fjöldi lundanna nokkuð á ell-
efu milljón.
hegar eg kom auga á einn
.sérlega höfðinglegan fulltrúa,
þar sem hann smeygir sér inn í
holuna sína, get ég ekki á mér
setið, ég finn hjá mér knýjandi
þörf fyrir að halda á lifandi
lunda í hendi mér. Ég set á mig
hvar holan er, og þegar ég hefi
fundið þá réttu, fer ég með
hendina inn í hana. Hafi ég í
barnslegri einfeldni minni gert
ráð fyrir því, að röndótta sterk-
lega nefið lundans væri ein-
göngu til skrauts, skjátlast mér
herfilega. Hann beit mig, svo
að mig sár kendi til — og mót-
mælti kröftuglega háum rómi
þessum spjöllum á heimilisfrið-
num og skerðing persónufrels-
isins,— en ég lét mótmælin,
sem vind um eyru þjóta og
sleppti c-kki takinu. Af gáleysi
mínu, sem stafaði af þeirri á-
köfu löngun minni til að njóta
þess að halda á fallegum lunda
í hendi mér, beit hann mig ær-
lega í nefið. Til allrar hámingju
Slasaðist ég ekki tneira en svo
að ég, ásamt félögum mínum,
sáu hina kátbroslegu hlið þessa
atburðar og tók undir hlátur
þeirra af hjartans lyst,— en sárt
var það!
Þarna stóð ég þá með lund-
ann — „þjóðfugl” Vestmanna-
eyja, sem í mínum augum var
hið raunverulega tákn íslands,
íslands, er af enbeitni hefur tek
ið til úrlausnar þau menningar-
og tæknileg viðfangsefni, er nú-
tíminn leggur því í hendur, ég
get ennþá fundið lundabitið.
Hinar skýru, skipulegu og
skrautlegu rákir í nefinu — það
eru íslenzku fjöllin, hin greini-
legu lagask'ipti ogi fjölhreyti-
legir litir hraunsins. Lunda-
fiðrið, hvítt og svart, hvað er
það annað en tákn hina miklu
andstæðna: eilífur snjórinn á
jökulhettunum við hliðina á
sjóðandi heitum goshverum og
laugum. Fæturnir— eldrauðir
að lit— sem fullir trúnaðar-
traustS tylla sér á brúnina á
gróðurlitlu bjarginu — urðu í
mínum augum ímynd liinnar
brennandi ástar íslendinga, til
þess lands, sem forfeður þeiiTa
höfðu sjálfir valið sér og niðjum
sfnum. Ég reyni árangurslaust
Frá Sámsey, (heimabyggð greinarhöfundar).
að lesa framtíðarsögu íslands í
perluaugum. Og samt,— sterk-
ustu, þrá hans finn ég greini-
lega bærast í þungum, látlaus-
um slögum litla hjartans,— og
þegar ég losa takið hverfur lund-
inn á þöndum vængjum út í —
Jæja, þarna situr þá veiðimaður
inn með stóra háfinn á bjarg-
brúninni, en nei,— hann missti
af honum, — og lundinn heldur
áfram frelsisfluginu út á opið
Atlandshaf. Ætli þetta sé ekki
gæfusamasti lundi í heimi?
Megi gæfan líka vera skjöldur
íslands.
Lundinn hefur verið um
margar kynslóðir mjög eftirsótt-
ur af íbúunum, og þótt það sé
að sjálfsögðu — þar sem barátt-
an stendur um tilveru manna
eða dýra —• lundinn, sem hefur
orðið að lúta í lægra haldi, hafa
þó fuglaveiðarnar krafist sinna
fórna,—
Minnisvarðin, sem stendur
fyrir framan Landakirkju, er
sýnilegt tákn þeirrar hættu, er
jafnan er samfara sjóferðum og
bjargveiðum.
Áður fyrr var stunduð rán-
yrkja á lunda, þegar breitt var
net yfir alla lundabyggðina, og
þeir fuglar, sem komu að og
fóru. frá holunum, flæktust í
netinu og voru drepnir. Þessi
veiðiaðferð hefði hæglega getað
riðið tilveru þessa sérkennilega,
litla fugls að fullu, en til allrar
hamingju var veiðiaðferð þessi
lögð niður.
Geirfuglinn „hvíthöfðinn” eða
„pingvinan”,— cins og hann var
nefndur á sumum þjóðtungum,
sem á sínum tíma var svo al-
gengur, að hann um varptím-
ann þakti gjörsamlega tiltekin
sker í Norður- Atlandshafi,—
einkum við strendur Norður-
Ameríku— hlaut sín dapurlegu
,örlög.
Geirfuglinn var ófær til
flugs og átti yfirleitt fremur
erfitt um hreifingar allar á
landi. Þar við bættist, að hann
var mjög bragðgóður og fór vel
í kjötpottinum — hann var um
það bil 80 sm. hár.
Veiðimennirnir ráku geir-
fuglinn í stórhópum eftir plönk-
um og útbreiddum seglum út á
skipin. Á skipsfjöl hófst svo
sannkallað blóðbað á þessum
stóru, hæglátu fuglum, sem
kunnu ekki að verjast.
Suðurpóls-farar nú á dögum
hafa svipaða sögu að segjí, er
þeir rekast á „pingvinurnar”,
en það er hið franska heiti
geirfuglsins.
Fuglarnir voru rotaðir með
bareflum, án þess að að því
væri gætt að hver einstakur
fugl dræpist að fullu við höggið,
menn bókstaflega óðu í lifandi,
dauðum og hálfdauðum geir-
fuglakösum. Síðan var fúglinn
saltaður niður eða soðinn nýr,
og var þá einn fuglinn soðinn
með öðrum sem eldivið,— svo
feitir voru þeir. Þótt fjöldi
geirfuglanna væri mestur við
strendur Norður- Ameríku, var
þó síðasti fuglinn drepinn við
suðurströnd íslands. Þetta
gæsalappa — afrek, — var unnið
hinn 3. dag júnímánaðar á því
herrans ári 1844. Síðasti varp-
staður geirfuglsins var á Geir-
fuglaskeri — en landfræðilega er
það syðsti depill íslands og til-
heyra Vestmannaaeyjum. Mjög
erfitt var uppgöngu á skerið
sökum sífellds öldugangs á
Atlandshafinu, lending var
hættuleg. Betri dvalarstað gat
geirfuglinn sýnilega ekki valið
sér. En um þetta leyti( þ. e.
upp úr 1800) var mönnum, a.m.
k. vísindamönnum, þegar orðið
ljóst, hvílík liætta vofði yfir
geirfuglinum. Söfn og náttúru-
fræðingar um víða veröld taka
þátt í þessu mikla lokakapp-
hlaupi, og markið, endanleg
útrýming geirfuglsins, blasir við.
Hamirnir hækka í verði og
veiðimönnum hleypur kapp í
kinn ,og efla viðleitni sína til
að hafa hendur í hári hins
dauðadæmda fugls. Og þegar
Framhald á bls. 31.