Fylkir


Fylkir - 23.12.1953, Blaðsíða 23

Fylkir - 23.12.1953, Blaðsíða 23
jólablað Fylkis 1953,__________ i Vestmannaeyjum að gjalda, að vera sett skör lægra heldur en unglingar annarra sambærilegra staða, hveð sundmenntina snert ir? Góð aðstaða til að eyða tóm stundum í sund, ó óreiðanlega mikinn þótt í því að hamla upp ó móti óreglu og siðleysi, sem þróast hvað bezt, þar sem úr- ræðaleysi ríkir, og engin aðstaða er til hollrar tómstundaiðju. En hitt er þó aðalatriðið hér, að skapa sjómönnum aðstöðu til að iðka sund, ó þeim tímum, sem þeir eru flestir heima( þ. e. a. s., að vetrinum. Til þessa þurfum við að fó yfirbyggða sundlaug, sem starf rækt er allt órið, — Sundhöll. Mér er kunnugt um, að það hafi komið til athugunar að byggja yfir gömlu sundlaugina, eða að koma upp lokaðri sund- laug í gömlu rafstöðinni. Eg er sannfærður um, að slíkt væri hið mesta óróð. Það yrði dýrt kók, sem enginn yrði ánægð ur með, og raunar lítt fram- kvæmanlegt, þannig að nokukrt gagn yrði að hinum gömlu mann virkjum. Við skulum því alveg afskrifa þær hugmyndir. Það, sem þarf að gera, er að byggja nýja sundhöll frá grunni á hentugum stað í bænum. III. Það væri æskilegt, að geta farið hér nánar út í ýms fram- kvæmdaratriði viðvíkjandi bygg ingu og rekstri sundhallar, en það mundi lengja mál mitt um of. Þó verð ég að geta nokk- urra atriða. Fyrst verð ég að svara þeirri spurningu, hvort það yrði ekki Vestmannaeyingum ofraun að byggja og reka sundhöll. Eg svara því hiklaust neitandi. Það er að vísu þægilegt, að komast eins ódýrt frá sundlaug arrekstri eins og kaupstaðurinn gerir nú, en þó myndi jafnvel vera er-.n ódýrara, að leggja sund laug þessa niður og taka upp gamla fyrirkomulagið með ról- um á Eiðinu og fleygja svo þeim fram af bryggju, sem ekki höfðu áræði til að bleyta sig, og láta þá síðan busla með kút, eftir beztu getu. Þá yrðu sundmennirnir áreið- anlega ekki of margir. Nei. Sannleikurinn er sá, að það verður að líta á byggingar og reksturskostnað svona fyrir tækis frá sjónarmiði notagildis stofnunarinnar. Notagildi sundlaugarinnar hér er aðeins það að búa skólaæsk- una undir tilskilin sundpróf, og ekkert þar fram yfir, alveg eins og ég hefi áður minnst á, og er svo með allan lærdóm. 23 Flestir kaupstaðir landsins, jafnt þeir, sem eru mikið minni og fátækari en Vestmannaeyjar, hafa komið sér upp sundhöllum og reka þær með prýði, og telja ómetanlegar. Hér þurfa Vest- mannaeyingar að reka af sér slyðruorðið, og hefjast handa. Sannleikurinn er sá, að sund hallarreksturinn er ekki voða- lega dýr. Mörgum vex í augurrT' kostnaður af upphitun vatns, en með nútíma tækni er það mál leyst á auðveldan hátt, heita vatnið rennur ekki út, heldur er sama heita vatnið notað aftur og aftur, eftir að hafa farið í gegnum nákvæmar slur, sem stöðugt halda því hreinu. IV. Hvernig á þá að koma sund- höll upp? Hvernig á að standa að verk- inu? Hér þarf bæjarstjórn og al- menningur í bænum að taka höndum saman. Sjómannasam- tökin eiga sérstaklega að láta þetta mál til sín taka. Nú þegar mun nokkurt fé fyr- ir hendi hjá bæjarsjóði, sem veitt hefur verið til yfirbygging ar gömlu sundlaugarinnar. Teikningar fást endurgjalds- laust hjá húsameistara ríkisins, fyrir milligöngu íþróttafulItrúa. Allrífleg framlög eiga að vera tryggð úr íþróttasjóði á móti heimaframlögum. Gjafadagsverk frá sjómanna- stéttinni og og fleiri áhugamönn um getur orðið verkinu mikil lyftistöng. Næsti sjómannadagur yrði helgaður söfnun vegna þessa mannvirkis. Undirbúning þarf að hefja nú þegar. Bæjarstjórn þarf að hafa forgöngu um skipun fram- kvæmdanefndar á víðtækari grundvelli en á sér stað um nú- verardi sundlaugarnefnd, enda starfssviðið annað og víðtækara. V. Eg hef hér rætt um sundið, að mestu frá hagrænu sjónar- miði beinlínis, þ. e. sem ómet- anlegs björgunartækis, en hinu má ekki gleyma, að sundið er mjög merkileg íþrótt, íþrótt í- þróttanna. Sund gefur líkamanum meiri alhiða þjáfun en nokkur önnur íþróttl. Það styrkir og mjög lungun og kennir ósjálfrátt rétta öndun, eða rétta beiting öndunarfæranna, en mikið vant ar á, að almenninugr noti önd- unarfærin rétt. Fæstir anda nokkurntíma nægilega vel út eða inn, svo að stórir hlutar lungnanna vilja verða alveg út- undan, fá ekki nægilega þjáfl- un, né nægilegt súrefni, og verða því viðkvæmari fyrir sjúk- dómum en ella, svo sem berkl- um, lungnabólgu og kvefi. Sundið styrkir og mjög vel húðina, en húðin er þýðingar- meiri fyrir líkamsstarfsemina en margan grunar. Húðin er öndunartæki, og hún stjó.nar að mestu leyti hitun og kælingu líkamans með sínu þéttriðnahár læðaneti. Og það er sagt, að þeir sem vel hafa þjálfað þessi tæki húðarinnar, þurti þtið að kvíða kvefi eða otkælingu. Þannig er sund.ð, auk þess að vera þýðingarmikið björgunar- tæki, hið merkilegasta heiib. igð istæki, svo og þrifnaðartæki og og tómstundatæki jafnt fyrir unga og gamla; í einu orði sagt, sundið er menningartæki, sem sérhvert byggðarlag, sem nokk- urs er megnugt, verður að skapa sem bezt skilyrði fyrir, ekki sízt þar sem höfuðatvinnuvegurinn er fiskveiðar. Til þess að skilyrðum til sund iðkana allt árið verði fullnægt, verður að byggja sundhöll, og það verður að hefjast handa nú þegar, og allir verða að leggjast á eitt undir forustu bæja.yfir- valdanna og sjómannasam.ak- anna. Málið þolir enga bið. Vest- mannaeyingar hafa alltof lengi farið varhluta af hinum hollu heilbrigðis- og menningaráhrif- um górar sundhallar. (Grein þessi er sumpart út- dráttur úr erindi fluttu á sjó- mannadaginn á síðastliðnu vori). B. J. Blómstrandi túlípanar á lauk. Blómakörfur, Jólatré og Greni, Krossar á 25,00 og 35,00 kr. Skreyttar greinar frá 10,00 kr. Skreytum blómakörfur og skál- ar. Ýrnsar jólagjafir. Kaupið afskorin blóm á jólaborðið. Hringið í síma 167. sendiím heim. Blómabúðin HAPPÓ. Skólaveg 7. JAZZ — klúbbur V ES TMANNAE YJA Frœðslu og skemmtifund- ur í Akóges 3. jóladag, 27. desember, kl. 3,30 e. h. Dagskrá m. a.: Erindi, Jam-session, Piötu-session. Allir er unna góðri jazzmúsík rnega ekki láta sig vanta. Jazz-klúbburinn. 5 hœða bílastœði. 1 stórborgunum er viða tnikið vanda- mál varðandi bilastœðin. — Mynd [tessi sem er frú Los Angeles í Amerihu, sýn- ir hvernig vandinn er leystur. I þessu 5 hœða húsi er rúm fyrir um iyo bila, þar sem annars vœri hœgt að hafa 30. — Einn 'tnaður stjórnar utn- ferðinni“ þ. e. ketnur bilunum fyrir i byggingunni með lijálþ sjálfvirkra takja.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.