Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1947, Side 9

Skátablaðið - 01.04.1947, Side 9
SKATABLAÐIÐ Reykjavík, april—mai 1947, 7. og 4. tbl., XIII. árg. ÚTGEFANDI: BANDALAG ÍSLENZKRA SKÁTA X yrEÐ hœkkandi sól hlýnar öllurn utn hjartarætur, eldri sern yngri. Hauður og haf breyta svip, lif og fjör færist um lög og láð. Loftin enduróma af fögrum fuglasöng, og jurtir og blórn klæða jörðina i marglitan, lilýlegan sumar- skrúða. Hvílík breyting, þegar allt er í sumarskrúði. En þessi breyting nær einnig til okkar, mannanna barna. Svefndrungi skammdegishúmsins hverfur, við verð- um árrisulli, útþráin vex, við þráum sól og heiðan himin, fjallaloft og gróð- urilm. Og áður en við vitum af, stöndum við ferðbúin með nesti og nýja skó, bak- poka á herðum og staf í hönd. Það er útilífið, sem kallar, útilegan, útilegan með öræfaferðum, fjalladýrð og varðeldum, — já, varðeldum og tjaldstað á bökkum seitlandi lækjarsprænu. ísland er fagurt, og fá lönd munu hafa svo mörg örnefni sem það, örnefni, sem við eru tengdar glöggar og lifandi sagnir úr sögu þjóðarinnar um aldaraðir. Ef til vill hafa örnefnin átt sinn mikla þátt i að varðveita þessar sagnir, sem okkur eru svo kærar. Örnefnin eru sterkur þáttur í þjóðlífi okkar. Við finnum það bezt, þegar við heimsœkjum átthagana eftir nokkurra ára fjarveru. Hólarnir, holtin, dal- verpin, steinarnir, eru eins og gamlir vinir, lifandi verur, höfuðpersónurnar i þeim munnmœlum, sem við örnefnið eru tengdar. Við megum ekki glata örnefnunum. Við megum ekki láta þau falla i gleymsku og dá. Ef til vill átt þú, sem þessar línur lest, langt sumarferðalag i vændum, eða máske stutt, það skiptir litlu máli. Aðalatriðið er það, að þú njótir þess og hafir um leið not af þvi. En hvort tveggja er jafnnauðsynlegt. Ég skal nú gefa þér nokkrar bendingar um, hvernig þú getur haft gagn af ferðalagi þinu, því að hafir þú það, hlýturðu einnig að njóta þess. Hér eru þessar bendingar. Aflaðu þér fyrirfram sem beztrar þekkingar á því svæði, sem þú ætlar að ferðast um. Framhald á næstu bls.

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.