Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1947, Page 7

Skátablaðið - 01.08.1947, Page 7
SKÁTABLAÐIÐ ÚTGEFANDI: BANDALAG ÍSLENZKRA SKÁTA Reykjavík, ágúst—sept. 1947, RITSTJÓRI: VILBERGUR JÚLÍUSSON 7. og 8. tbl., XIII. árg. EFST Á BAUGI TIL SKÁTANS: Þá er sumarið að líða og Vetur konungur tekur völd. — Við horfum yfri viðburðaríkt skáta-sumar. — Víða hefir útilegustarfið gengið vel, en starsýnt verður okkur þó á hinar miklu utanfarir skáta í sumar. Fyrst fóru 12 kvenskátar á kvenskátamót í Danmörku, en síðan 90 skátar á Friðar-Jamboree í Frakklandí og til Englands. Já, skátar hafa lagt land undir fót nú í sumar, en því er þó ekki að neita að það hefði þurft að vera meira útilegustarf í sumar — meira af flokks- og sveitarútilegum — en við lærum af reynslunni. En við lifum fyrir líðandi stund og framtíðina og horfum bjartsýnum aug- um fram og upp á við. Nú kemur veturinn með alla flokksfundina, sveitarfund- ina, félagsfundina o. s. frv., allar skemtanirnar og þannig mætti lengi telja, en ég vildi bara minna ykkur á að bregða ykkur við og við út, þegar færi gefst — hvernig væri til dæmis að flokkurinn fari einu sinni á skauta (og jafnframt æfi þá að draga mann á fljúgandi hálu svelli). Já, gleymið ekki að fara stundum út með skátastarfið á veturna. En við þurfum líka að vera dugleg að búa okkur undir næsta sumar — því að þá á að halda Landsmót skáta — og þá er nú betra að standa sig. — Ég hefi njósnað eftir því á æðstu stöðum, að þetta eigi að vera stærsta landsmót, sem skátar hafa haldið hér á landi. Það á bæði að vera fyrir drengi og stúlkur jafnt, og svo skilst mér, að ylfingum og Ijósálfum sé líka ætlað eitthvað, svo að þið getið verið alveg viss um, að það verður eitthvað fyrir alla. Já, þetta verður mikið mót — að minnsta kosti helmingi stærra en nokkurt mót, sem áður hefir verið haldið hér og jafnvel þrisvar sinnum stærra. — Og kvenskátarnir og Jamboreefararnir, sem fóru út í sumar hafa ekki legið á -liði SKÁTABLAÐIÐ 81

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.