Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1947, Page 8

Skátablaðið - 01.08.1947, Page 8
sínu með að bjóða erlendum skátum, svo að góðar horfur eru á því, að skátar frá Englandi, Frakklandi og Norðurlöndunum komi hér og setji svip sinn á mótið. — Þar verður „talað öllum tungum“. — Við þurfum því að æfa okkur kappsamlega í skátafræðunum okkar og i tungumálum. — Notum veturinn til þess. Byrjum því strax í dag og látum ekki þetta einstaka tækifæri, sem okkur býðst næsta sumar til þess að sækja stærsta landsmót skáta, sem haldið hefir verið á íslandi, ganga okkur úr greipum. — Það verður ævintýri, sem menn fá aðeins sjaldan tækifæri til að taka þátt í. TIL FORINGJANS: Nú er veturinn að koma. Innistarfið hefst að nýju. Innistarfið er oft vel rekið hér hjá okkur — en hætt er við, að það gleymist því að skátastarfið er fyrst og fremst útistarf. Reynið því að nota góðviðrisdagana í vetur til útistarfa — úti- leikja og útiæfinga — þar sem skátinn finnur kraftinn í sjálfum sér og fær raun- hæfa æfingu. Nú hefir verið ákveðið að landsmót skáta (sameiginlegt mót) verði haldið næsta sumar hér sunnanlands. Allmörgum erlendum skátabræðsrum og -systrum hefir þegar verið boðið og fullvíst er að mótið verður langtum fjölsóttara en landsmót hafa áður verið hérlendis. En auðvitað er það aðalatriðið, hvernig skátafélög taka undir, þegar B. í. S. boðar til landsmóts, hver þátttakan verður. Það er nauðsynlegt, að undirbúningur sé þegar hafinn í hverju einasta félagi, deild, sveit og flokki og allir möguleikar athugaðir á því að þátttaka verði sem mest og bezt. Sérhver foringi þarf að sjá um, að allir skátar hans séu vel undir það búnir að sækja stórt landsmót, svo að þeir geti haft full not af dvöl sinni. Leggið því áætlun um þetta undir eins — Hittumst á landsmótinu 1948. Imlalapanzi. 82 VARÐELDASÖNGUR Lag: Till we meet again. í kvöld við hópumst kringum eldana kát við syngjum skátasöngvana. Treystum okkar tryggðabönd, tengjum fastar lönd við lönd. Og svo er skinið skátaeldsins dvín, skunda allir heim í bólin sín. Sofa vært og vinna að því, að vakna glöð á ný. Þ. Þ. SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.