Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1947, Side 10

Skátablaðið - 01.08.1947, Side 10
TRYGGVI ÞORSTEINSSON: Sameígíelegt landsmót 1948 Stjórn B. í. S. hefir nú ákveðið að á næsta sumri skuli efnt til sameiginlegs landsmóts fyrir skátastúlkur og skátadrengi, og jafn- vel er gert ráð fyrir erlendri þátttöku. í tilefni þessarar ákvörðunar langar mig til að leggja orð í belg, en veit þó, að rúmsins vegna get ég ekki gert fulla grein fyrir skoð- unum mínum varðandi þetta sameiginlega mót, og þaðan af síður varðandi samein- ingu og samvinnu drengja og stúlknaskáta- félaga yfirleitt. Ég geri ráð fyrir, að ákvörðunin um þetta sameiginlega landsmót grundvallist mikið á tveimur aðalástæðum. í fyrsta lagi á því, að þar sem skátastúlkur og drengir starfa hér á landi undir einni yfirstjórn og í einu lándssambandi, B. í. S. þykir mörgum eðli- legt, að allir meðlimir bandalagsins mæti á sameiginlegu landsmóti eins og t. d. á sam- éiginlegu foringjanámskeiði og bandalags- þingi. Sérstaklega geri ég ráð fyrir, að þessi skoðun eigi formælendur í þeim'félögum, sem kölluð eru sameiginleg fyrir stúlkur og drengi. Ég skal játa, að mér er ekki vel ljóst hvað þessi svokallaða sameining er víðtæk, eða hvort hún er alstaðar eins, enda eru engar reglur um slíkt að finna í nú- gildandi lögum B. í. S. Það er mín skoðun og margra annarra, að skátahreyfingunni væri mestur fengur í því, að hér störfuðu tvö öflug og vel skipulögð skátabandalög, annað fyrir stúlkur og hitt fyrir drengi. I höfuðatriðum gætu stjórnir þessara banda- laga samræmt störf sín og um sum atriði gætu þau haft samstarf og orðið hvort öðru að miklu gagni þótt þau væru fullkom- lega stjálfstæð og lagalega óháð hvort öðru. Landsmót, foringjanámskeið og banda- lagsþing tel ég að ættu ekki að vera sam- eiginleg. Og þótt ástandið sé nú þannig, að bandalagið er aðeins eitt, sé ég ekki, að það eitt geti verið næg ástæða til þess, að lands- mótin geti ekki verið tvö, annað fyrir stúlk- ur og hitt fyrir drengi. Önnur aðal ástæðan fyrir þessu sameigin- lega landsmóti, held ég að sé það, að skáta- 84 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.