Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1947, Qupperneq 14

Skátablaðið - 01.08.1947, Qupperneq 14
ASTRID HALD FREDERIKSEN: Hamíegjan lbrosír víð Sysser (Ævintýri skátastúlknanna heitir bók, sem Ulfljótur gefur út nú fyrir jólin. Hér birtist kafli úr þeirri bók. Aðalbjörg Sigurðardóttir hefir þýtt bókina.) Maður nokkur gekk hratt eftir götunni. Allt í einu missd hann dálítinn böggul, en hélt leiðar sinnar án þess að taka eftir því. í sama bili bar Sysser að með skólatösk- una sína undir handleggnum. Hún sá bögg- ulinn á götunni, tók hann upp og hljóp á eftir manninum. „Góðan daginn, afsakið, þér misstuð þetta víst.“ „Hamingjan góða, ég geng víst í svefni, og þetta sem er gullarmbandið konunnar minnar, það var verið að gera við það. Ég þakka kærlega fyrir,“ maðurinn ætlaði að halda áfram, en leit um leið með athygli á telpuna, sem stóð andspænis honum. „Nei,“ hrópaði hann undrandi, „þetta er þá Sysser, vinkona mín. Heyrðu nú til, Þó stóð félagið fyrir Mývatnsmótinu árið 1946. Skátafélagsskapurinn á Akureyri hefur átt sín blóma- og hnignunarskeið, eins og átt hefur sér stað um önnur skátafélög hér á landi. En frá því að sameining drengja- skátafélaganna átti sér stað, hefur starfsemi skátafélaganna á Akureyri verið í stöðug- um vexti. Leitast hefur verið við að beina þróuninni upp á við þ. e. að ala unga fólkið upp í hinum sanna skátaanda. þetta verð ég að borga þér. Við skulum koma hérna inn í veitingastofuna og fá okkur kaffibolla, þó að ég hafi nú reyndar ekki rnikinn tíma afgangs." Þessu góða boði gat Sysser ekki neitað. Þau komu sér fyrir í rólegu horni á veit- ingastofunni. Sysser fór strax að masa og herra Berg hlustaði á hana ánægjulegur á svip. „Sjáðu nú til,“ sagði Berg, þegar þau höfðu drukkið kaffið. „Ég hefi verið að hugsa urn þetta, sem þú varst að tala um um daginn. Er það komið í kring?“ „Já, ég held nú það. Og mikið varð Vibsen sæl.“ „Og önnur lítil stúlka allt annað en sæl,“ bætti Berg við. „Nei, nei,“ flýtti Sysser sér að segja. „Vitleysa — bull, segi ég bara. Heldurðu að ég geti ekki lesið það úr augunum þín- um, að þig dauðlangar með. Þú getur ekki skrökvað að mér. Þú talaðir auðvitað vel fyrir þínu máli, en eitthvert vit verður að vera í hlutunum. — Berg pabbi skal borga fyrir þig fjórtán daga dvöl í skátabúðum á fegurstu eyjunni,sem til er í Danmörku. Það eru fundarlaunin fyrir armbandið," sagði hann og barði i borðið. Sysser hrökk við, bæði við hávaðann af högginu og af því að hún varð svo hissa. „Ég gat nú ekki annað en séð böggulinn, þegar hann datt við fæturna á mér,“ sagði hún og færðist undan. „Nú verð ég reiður við þig frk. Sysser, ef þú tekur ekki boði mínu,“ Berg reyndi að 88 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.